Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGKassakerfi & sjóðsvélar ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 20126 GÓÐAR OG GILDAR REGLUR UM KORTANOTKUN Hafa þarf í huga ýmsar reglur við notkun á greiðslukortum bæði í verslunum og á netinu. ■ PIN-númer kreditkorta á aldrei að gefa upp á netinu, í tölvupósti eða í síma og aldrei nema annaðhvort segulrönd eða örgjörvi sé lesið á afgreiðslustað. ■ Ef verslað er á netinu þarf að ganga úr skugga um að vefverslunin sé á öruggu svæði. Þetta má sjá á því að vefslóðin hefst ekki á http:// heldur https:// Auk þess sýnir vafrinn yfirleitt tákn (t.d. læstan smekklás) sem gefur til kynna öruggt svæði. Einnig má skoða vefsíðuna með það í huga hvort hún virðist áreiðanleg, fagmannleg, vel framsett og án stafsetn- ingarvillna. Þá má athuga hvort réttindi viðskiptavina sé einhvers staðar að finna á vefsíðunni, skilareglur og því um líkt. ■ Láttu kortið aldrei af hendi. Vertu alltaf viðstödd/-staddur þegar kortið er lesið eða rennt í gegnum posa/afgreiðslukerfi. ■ Fylgstu með færslum á kortið upp á gamla mátann eða í heima- bankanum frá degi til dags. Best er því að halda utan um allar kvittanir eftir kaup á vörum og bera þær síðan saman við kortayfirlitið þegar það berst. ■ Aldrei senda kortanúmer í tölvupósti. Tölvupóstur er ekki öruggur nema til sérstakra ráðstafana sé gripið og hann dulkóðaður. Uppruna búðarkassanna má rekja til ótta atvinnu-rekenda við að starfsfólkið stæli frá þeim. Það var bareigand- inn James Ritty sem hannaði fyrsta kassann 1879, orðinn langþreyttur á að barþjónarnir stungu hluta inn- komunnar í vasann. Hann nefndi kassann „áreiðanlega gjaldkerann“ og sú saga gekk að hann hefði orðið fyrstur til að verðleggja allt á 49 eða 99 cent til þess að afgreiðslufólkið þyrfti örugglega að opna kassann til að sækja eitt cent í skiptimynt. Fyrstu kassarnir voru algjörlega handvirkir og ekki var um það að ræða að viðskiptavinurinn fengi k v it t u n ú r þeim. Við þá var tengd bjalla sem klingdi þegar kassinn var opnaður þannig að yfirmaður verslunarinnar heyrði nú örugg- lega í hvert sinn sem sala fór fram og hefði þannig enn betri yfirsýn yfir sölu dagsins. Allt í þeim til- gangi að hamla þjófnaði afgreiðslu- fólks. Fyrstu kassarnir með pappírs- rúllu þar sem upphæðir voru skráðar komu á markað strax í lok nítjándu aldar og enn sem fyrr var hugsunin sú að engin sala færi fram hjá eigandanum eða versl- unarstjóranum. Kvittunin var því í upphafi alls ekki hugsuð til hags- bóta fyrir viðskiptavininn. Öll þróun búðarkassans gekk út á það að eigendur sölufyrirtækja yrðu ekki af fé. Árið 1906 hannaði Charles F. Kettering kassa sem gekk fyrir raf- magnsmótor og síðan þá hefur þró- unin í búðarkössum aðallega geng- ið út á það að halda í við tækni- framfarir og tölvuvæðingu. Áttu að koma í veg fyrir þjófnað afgreiðslufólks James Ritty hafði alls ekki hagsmuni viðskiptavinanna í huga þegar hann hannaði fyrsta búðarkassa sögunnar. Hann vildi bara tryggja það að barþjónarnir á barnum hans styngju ekki peningum í vasann. Fyrstu kassarnir voru handvirkir og sveifin tengd við sölutakkann svo ekki væri hægt að opna þá án þess að sala hefði farið fram. Búðarkassar fortíðarinnar voru glæsileg hönnun með skreytingum og flúri. SJÁLFSAFGREIÐSLA FÆRIST Í VÖXT Það færist í vöxt vestanhafs að stórmarkaðir og fleiri verslanir bjóði upp á sjálfsafgreiðslu. Við- skiptavinurinn skannar þá sjálfur inn strikamerkin á vörunum og setur þær í þar til gerðan poka. Pokinn er svo vigtaður og ef þyngdin stemmir ekki við upplýsingar búðarkassans um viðkomandi vörur, er afgreiðslu hætt. Einn starfsmaður fylgist með nokkrum slíkum kössum á tölvuskjá og skerst í leikinn ef kassinn gefur þær upplýsingar að eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Ef kassinn gerir engar athugasemdir borgar viðskipta- vinurinn með korti eða seðlum, pakkar sínum vörum og þarf ekki að hafa samskipti við nokkurn starfsmann verslunarinnar. Reikningar.is er mjög stór og öflug heildarlausn fyrir lítil og millistór fyrirtæki í f lestum greinum,“ segir Ingvar Guðmundsson, hjá Notando á Ís- landi, en fyrirtækið býður upp á netbókhaldskerfi sem inniheldur sölu-, birgða-, launa og vefverslun- arkerfi. Kerfið hefur verið í notkun í fjögur ár við góðan orðstír og er með mörg hundruð virka notend- ur. „Notendur eru almennt sam- mála um að það sé afar auðvelt í notkun,“ segir Ingvar og bætir við: „Þetta virkar í raun eins og net- bankinn þinn og því er hægt að nota kerfið í öllum gerðum tölva.“ Hægt er að kaupa kerfið sem heild- arlausn eða í minni útgáfum. Þeir sem ekki vilja færa bókhald, geta gert reikningana sína og látið svo aðra um að færa bókhaldið. Þá geta verslanir byrjað með sölu-, launa- og birgðakerfið en virkjað vefverslunarhlutann síðar. Margir kostir eru við kerfið en til dæmis er hægt að hafa marga notendur með mismunandi að- gangsstýringu. Þá er hægt er að komast í lausnina hvar sem er með snjallsímum þar sem flestir venjulegir vafrar virka ágætlega. „Notendur eru heldur ekki bundn- ir með samningum heldur höfum við lausnina það góða að fólk vill vera hjá okkur,“ segir Ingvar. Fyrir þá sem vilja vefverslun er þetta frábær heildarlausn. Vörur sem skráðar eru gegnum inn- kaupakerfið eru til sölu samstund- is bæði í verslun og í vefverslun. Þegar viðskiptavinur pantar vöru á netinu er hann jafnframt stofn- aður í bókhaldskerfinu, sölu- reikningur gerður og búðareig- andinn þarf bara að afgreiða vör- una. Birgðir eru alltaf réttar þar sem sölukerfi og vefverslun vinna á sama grunni. Vefverslunin er með staðlaðri uppsetningu og er uppsett um leið og notandi skráir sig hjá Reikning- ar.is. Lítið annað þarf að gera en að skrá inn vörur og vista eigin haus. Notendur geta valið um nokkur útlit. Þeir sem vilja eitt- hvað annað geta hælega látið vef- hönnuði breyta útlitinu að vild. Frekari upplýsingar er að finna á www.reikningar.is. Ódýr heildarlausn Reikningar.is er viðamesta netbókhaldskerfið á landinu. Heildarlausn fyrir lítil fyrirtæki sem er auðvelt í notkun og fæst á hagstæðu verði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.