Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 27
KYNNING − AUGLÝSING Kassakerfi & sjóðsvélar21. FEBRÚAR 2012 ÞRIÐJUDAGUR 7 Vilji maður fá góða yfirsýn yfir reksturinn þá er LS Retail málið – lausn sem veitir yfirlit yfir tölur, viðskiptavini og fleira. Ekki hefur mikið farið fyrir ís-lenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail þrátt fyrir að forsaga þess nái meira en tvo áratugi aftur í tímann eða til ársins 1988. Ástæðuna má rekja til þess að megnið af viðskipt- um fyrirtækisins fer fram á erlendum vettvangi þar sem það er með fjölda söluaðila. „Okkar sérstaða felst fyrst og fremst í því að við erum þróunarfyrirtæki sem selur ekki beint til viðskiptavina held- ur í gegnum fjölda samstarfsaðila úti í heimi. Í dag erum við með yfir 120 samstarfsaðila í 60 löndum sem eru okkar framlenging. Daglega starfa því á bilinu þrjú til fjögur þúsund manns um allan heim í tengslum við okkar starfsemi, hafa lífsviðurværi sitt af sölu á okkur hugbúnaði og alls kyns þjónustu sem tengist honum,“ upplýs- ir Magnús Norðdahl forstjóri LS Retail, og getur þess að kostirnir við þetta fyrirkomulag séu ýmsir. „Þetta minnkar auðvitað persónu- lega áhættu fyrir okkur en eykur á móti hratt útbreiðslu hugbúnaðarkerfa okkar á heimsvísu. Við höfum uppi á söluaðilum í hverju landi og þeir hanna síðan hentugar lausnir fyrir sitt fyrir- tæki, markað og land.“ Ekki er þó hlaupið að því að gerast samstarfsaðili LS Retail að sögn Magnúsar heldur þarf viðkomandi að hafa góða þekkingu jafnt á hugbúnað- arkerfinu, sem sölu og þjónustu. „Bæði er tímafrekt og kostnaðarsamt að verða okkar samstarfsaðili. Það er ákveð- in trygging fyrir því að viðkomandi sé í stakk búinn til að selja eða þjónusta markaðinn í sínu heimalandi enda er það á hans ábyrgð að innleiða hugbún- aðarkerfið þar og að ekki halli á okkar merki. Þetta er því ávísun á samstarf með viðurkenndum aðilum.“ 2.000 viðskiptavinir nota LS Retail Samkvæmt Magnúsi má lýsa hug- búnaði LS Retail sem alþjóðlegum af- greiðslukerfishugbúnaði eða verslun- arhugbúnaði sem má nota hvarvetna þar sem sala og greiðsla fer fram, og fæst hann á yfir 30 tungumálum. „Þetta er íslenskt hugvit sem hefur verið í þróun síðan 1988 og því má segja að innan fyrirtækisins sé gríð- arleg reynsla af þróun og sölu á kassa- kerfum,“ bendir hann á og bætir við að hugbúnaðurinn keyri aukinheldur á forriti frá Microsoft, Microsoft Dyna- mics NAV, sem hafi ótvírætt ýmsa kosti í för með sér. „Einn er sá að Microsoft Dynamics NAV er heildarlausn, gagna- grunnur sem nota má sameiginlega fyrir kassakerfi, fjármálakerfi og svo framvegis, á meðan samkeppnisaðil- ar okkar nota kannski allt að þrjú kerfi sem þarf að stilla sérstaklega saman. Enda þótt okkar hugbúnaður sé ef til vill eitthvað aðeins dýrari í innkaup- um þá er fólk að fá heilt hugbúnaðar- kerfi sem er mun hagkvæmari í notk- un til lengri tíma litið. Vilji maður fá góða yfirsýn yfir reksturinn þá er LS Retail málið – lausn sem veitir yfirlit yfir tölur, viðskiptavini og fleira.“ Þá segir Magnús líka hagkvæmt að tengjast Microsoft sem sé eitt stærsta og virtasta fyrirtæki heims á sviði hug- búnaðar. „Með því að byggja okkar lausn ofan á kerfi frá Microsoft fáum við gríðarlegan stuðning frá risanum á heimsvísu. Microsoft prófar og sam- þykkir allan okkar búnað og þótt mikil Hugbúnaður sem nýtist með góðum árangri um allan heim Íslenska fyrirtækið LS Retail stendur að baki háþróuðum afgreiðsluhugbúnaði sem hefur átt miklum vinsældum að fagna um árabil. Viðskipti fyrirtækisins fara að mestu leyti fram erlendis þar sem það á nú í farsælu samstarfi við yfir 120 aðila í 60 löndum um allan heim. Hjá LS Retail starfa nú um 70 manns með víðtæka háskólamenntun. Mestmegnis eru þetta tölvunarfræðingar en einnig verkfræðingar, bókmenntafræðingar og svo fleiri sem vinna við að prófa hugbúnaðarkerfi fyrirtækisins. „Þetta er íslenskt hugvit sem hefur verið í þróun síðan 1988 og því má segja að innan fyrirtækisins sé gríðarleg reynsla af þróun og sölu á kassakerfum,“ segir Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail, um hugbúnaðarkerfi fyrirtækisins. MYND/ANTON fjárfesting felist í því er það bæði gæða- stimpill og þjónusta sem nýtist okkur og okkar samstarfsaðilum. Þetta teng- ir okkur við stærsta hugbúnaðarkerfi heims. Af þeim sökum hefur okkur tekist að ná í yfir 2.000 viðskiptavina sem keyra á okkar búnaði í yfir 40.000 verslunum með um 80.000 kössum. Þú getur rétt ímyndað þér þann fjölda fólks sem vinnur við okkar hugbúnað á hverjum degi. Microsoft Dynamics NAV er langútbreiddasti viðskiptabún- aðurinn í dag, notaður af hundruðum þúsunda ef ekki milljónum fyrirtækja og LS Retail klárlega stærsti aðilinn á þessu sviði sem keyrir á búnaðinum.“ Mikill vöxtur síðustu ár þrátt fyrir erfitt umhverfi Þökk sé öflugu viðskiptalíkani hefur LS Retail verið í mikilli sókn síðustu ár, að sögn Magnúsar. Til marks um það hafi velta fyrirtækisins aukist um 45 prósent árið 2010 miðað við árið á undan. Núna, það er 2011, hafi veltan aukist um 35 prósent síðan 2010. „Þetta er auðvitað frábær árangur. Við erum í raun að skapa útflutningstekjur á við heilan togara, þar sem 98 prósent af okkar tekjum koma erlendis frá,“ segir Magnús og hlær og bendir á að velt- an sveiflist því í takt við stöðuna á er- lendum mörkuðum. „Nú er lítið að gera í Norður-Evrópu, til dæmis í Bretlandi sem hefur verið okkar besti markað- ur. Það kemur hins vegar ekki að sök þar sem mikil uppsveifla er í Asíu, Suð- ur-Ameríku og annars staðar og við fylgjum þeirri bylgju,“ útskýrir hann. Þrátt fyrir að viðskipti LS Retail eigi sér að mestu leyti erlendis fer öll þróunarvinna fram hérlendis í höf- uðstöðvum LS Retail að Höfðatúni 2. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 70 manns með víðtæka háskólamennt- un. „Þetta eru langmest tölvunarfræð- ingar en einnig verkfræðingar og svo bókmenntafræðingar sem vinna að útgáfu handbóka með hugbúnaðinum og fimm manns sem prófa hann,“ upp- lýsir Magnús og bætir við að ytra starfi líka tólf viðskiptafulltrúar sem eru í tengslum við samstarfsaðila LS Retail um allan heim. Hann tekur fram að LS Retail sé sí- fellt á höttunum á eftir vel menntuðu fólki og til marks um það hafi fyrirtæk- ið ráðið mikið af nýútskrúfuðu fólki. „Hins vegar vantar klárlega orðið fólk sem er menntað í tölvunarfræði hér- lendis. Erfitt starfsumhverfi gerir að verkum að margir flýja hreinlega land og ekki er vinnulöggjöfin til þess fall- in að laða að hámenntaða starfsmenn erlendis frá. Ráðamenn þjóðarinn- ar þurfa klárlega að setja betri stefnu í þeim málum til að laða fólk í stað þess að fæla frá.“ Öflugt markaðsstarf Magnús segir LS Retail jafnframt hafa notið lítillar sem engrar utanaðkom- andi aðstoðar við uppbyggingu fyrir- tækisins. „Hér á landi er lítil sem engin aðstoð veitt fyrirtækjum sem sérhæfa sig í hugbúnaði eða annarri tengdri nýsköpun og eru að markaðssetja sig erlendis. Við erum auðvitað óralangt í burtu frá okkar samstarfsaðilum og viðskiptavinum og höfum því verið virk í þátttöku á smásöluráðstefnum erlendis,“ segir hann og bendir máli sínu til stuðnings á fyrirhugaða þátt- töku LS Retail á ráðstefnunum EuroCIS í Düsseldorf í febrúar, Microsoft Con- vergence í Houston í mars og Direc- tions EMEA í Róm í apríl. „Svo erum við sjálf að skipuleggja umfangsmikla þriggja daga markaðsráðstefnu í Hörpu í maí þar sem vænta má 200 gesta og fáum ekki eina krónu í aðstoð. Engu að síður erum við á blússandi siglingu og eigum nú óbeinum í viðskiptum við marga virta aðila, þar á meðal versl- anakeðjur á borð við adidas og IKEA sem nota allt frá einum og upp í nokk- ur þúsund kassa sem keyra á okkar búnaði.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.