Fréttablaðið - 17.03.2012, Side 12
17. mars 2012 LAUGARDAGUR12
Nú gefst þér kostur á að fjármagna kaup á allt að tíu ára gömlum bílum með Ergo.
Kynntu þér málið og reiknaðu með okkur á ergo.is
Nú fjármögnum
við bíla með reynslu
Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
13
0
8
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Kletthálsi Reykjav.
Reykjanesbæ
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
Asaki VERKFÆRI
ALB10DAS 10,8V Li-Ion
Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm
14.890,-
ALM18DD 18V höggborvél
Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar
41.890,-
AR636 18V Skrúfvél
Ni-Cd 2,0Ah 158Nm
18.890,-
AV224 620W höggborvél
SDS & herðslupatróna
13.900,-
AB693 150W Pússvél
93x185mm
5.890,-
ALM14DF 14,4V Li-Ion
herðsluskrúfvél
2,8Ah 135Nm
36.890,-
ALM18DB 18V Li-Ion
borvél 2,8Ah / 38Nm
39.990,-
ATH: Tvær rafhlöður,
taska og hraðvirkt
hleðslutæki fylgir
hverri hleðsluvél!
***** 5 stjörnu verkfæri
Sigurjón M. Egilsson
stýrir Sprengisandi
á sunnudags morgnum kl. 10–12
Sprengisandur
kraftmikill þjóðmálaþáttur
VIÐSKIPTI Stjórn Landsvirkjunar
mun á aðalfundi félagins leggja til
að 1,8 milljarða króna arður verði
greiddur til ríkis sjóðs, eiganda
Landsvirkjunar. Hefur Lands-
virkjun aldrei greitt svo háa upp-
hæð í arð. Frá þessu var greint
í gær samhliða framlagningu
Landsvirkjunar á árs reikningi
fyrir árið 2011.
Eftir skatta hagnaðist Lands-
virkjun um jafngildi 3,4 milljarða
króna á árinu. Minnkaði hagnað-
ur fyrirtækisins því um rúm 60
prósent milli ára. Rekstrartekjur
námu jafngildi 55,4 milljarða á
árinu sem er aukning um 15,5
prósent frá 2010. Rekstrargjöld
jukust á móti um rúm 14 prósent
og nam rekstrar hagnaður fyrir
skatta, afskriftir og fjármagns-
liði jafngildi 43,8 milljarða.
Í tilkynningu sem Landsvirkjun
sendi frá sér í gær segir að lausa-
fjárstaða fyrirtækisins sé sterk
og hafi fyrirtækið í árslok haft
aðgang að jafngildi 82 milljarða
króna. Þessi sterka lausafjárstaða
geri það að verkum að fyrirtækið
geti staðið straum af afborgunum
lána á næstu árum.
Skuldir fyrirtækisins numu í
árslok 2011 jafngildi 317,9 millj-
arða króna og lækkuðu um 21,7
milljarða á árinu 2011.
- mþl
Landsvirkjun birti í gær ársreikning fyrirtækisins fyrir árið 2011:
Stjórn leggur til metarðgreiðslu
SVISS, AP Kofi Annan, sérstakur
erindreki Arababandalagsins og
Sameinuðu þjóðanna vegna Sýr-
lands, segir að ef ekki verði tekið á
málum þar muni það hafa alvar legar
afleiðingar fyrir öll ríkin í kring.
Aðstæðurnar séu flóknari en í Líbíu.
Annan átti símafund með
Öryggis ráði Sameinuðu þjóðanna
í gær. Hann ætlar að senda teymi
til Damaskus og reyna að koma á
koppinn alþjóðlegri eftirlitsnefnd. Í
kjölfarið hyggst hann sjálfur snúa
aftur til Sýrlands.
Hann hvatti öryggisráðið til þess
að tala einni röddu í málefnum
Sýrlands, en Rússar og Kínverjar
hafa komið í veg fyrir samþykktir
ráðsins gegn Assad Sýrlandsforseta.
Annan sagði að viðbrögð sýr-
lenskra stjórnvalda hefðu valdið
vonbrigðum hingað til.
Tyrknesk yfirvöld hvöttu í gær
fólk til að koma sér frá Sýrlandi. Þá
verður í næstu viku dregið úr dipló-
matískum samskiptum Tyrklands
við Sýrland. Þá hafa Sádí-Arabía,
Kúveit og Barein greint frá því að
sendiráðum þeirra í Sýrlandi verði
lokað.
Greint var frá því í gær að
átök hefðu brotist út í nágrenni
Damaskus í gær, í fyrsta skipti í
margar vikur. Tugir þúsunda mót-
mæltu víða um landið eftir föstu-
dagsbænir í gær. - þeb
Kofi Annan hvetur Öryggisráð Sþ til að tala einni röddu í málefnum Sýrlands:
Viðbrögð stjórnvalda vonbrigði
MÓTMÆLI Í IDLIB Þessi mynd er sögð vera af mótmælum í Idlib í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
milljarðar króna
er sú upphæð
sem stjórn
Landsvirkjunar leggur til að
verði greidd út sem arður til
ríkissjóðs. Landsvirkjun hefur
ekki áður greitt út svo háa
upphæð í arð.
1,8