Fréttablaðið - 17.03.2012, Side 16

Fréttablaðið - 17.03.2012, Side 16
16 17. mars 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ég held að það sé stórt vafa-mál hvort í víðum heimi sé samankomið meira vit, mannvit, á jafnstórum bletti sem Reykjavík. En það skrýti- lega um leið er það, að þar er meiri óláns-bjánaskapur, slysinn aula- skapur, en á nokkrum öðrum stað í veröld hér.“ Þessar tvær setningar eru úr bréfi til Stefáns G. árið 1913. Kristján Albertsson lýsir bréf- ritara, Rögnvaldi Péturssyni, sem einum merkasta Vestur-Íslendingi á sinni tíð og tryggðarvini ætt jarðar sinnar. Níutíu og níu árum síðar vekur orðræða vikunnar um Lands- dóm, gjaldeyrishöft og peninga- málastefnu þessa spurningu: Hefur eitthvað breyst? Steingrímur J. Sigfússon hafði forystu um þá sögu- legu pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Frá þeirri kröfu féll hann ekki á Alþingi þó að Samfylkingin, sem bar ábyrgð á bankamálum og Íbúðalánasjóði á því eina ári sem ákærurnar ná til, kæmi sínum mönnum í var. Á dögunum lagði hann síðan líf ríkis stjórnarinnar að veði til að koma í veg fyrir að ákæran yrði afturkölluð. Þegar fréttamenn báðu Stein- grím J. Sigfússon að segja þjóðinni frá því sem hann hefði haft við dóminn að segja sem forvígis maður ákæruvaldsins vafðist honum tunga um tönn. Hann sagði að öll hefðu þessi mál verið erfið og flókin og ekki væri unnt að staðhæfa að einhverjar til- teknar aðgerðir hefðu bjargað ein- hverju þegar þar var komið sögu. Með öðrum orðum: Aðal- ákærandinn gat ekki fært fram lítilvægustu rök fyrir ákærunni. Orð hans var ekki unnt að skilja á annan veg en hann vildi engar staðhæfingar hafa uppi um sök. Það eina sem máli skipti væri að hann hefði sjálfur séð þetta allt fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Níutíu og níu árum síðar Engin efni standa til að andmæla ráð herranum um þessi atriði. En furðu sætir hins vegar að engum úr stórum skara frétta- manna skyldi hugkvæmast að spyrja forvígismann ákæru- valdsins á Alþingi hvernig það mætti vera að hann gæti ekki í skýrslu sinni sýnt fram á orsaka- samhengi milli einstakra ákæru- liða og hruns krónunnar og falls bankanna. Það er þó það eina sem málareksturinn snýst um. Enginn spurði hvort ekki væri tilefni til að kalla ákæruna til baka fyrst ákærandinn hefði engin rök þegar á hólminn væri komið. Enginn spurði saksóknara meiri- hluta Alþingis hvernig unnt væri að halda áfram málarekstri þegar aðalákærandinn gæti ekki fyrir dóminum sjálfum haldið fram sekt þess ákærða. Fréttaflutningur af landsdóms- yfirheyrslunum hefur að því leyti verið ágætur að enginn fjölmiðill hefur reynt að draga taum annars málsaðila á kostnað hins. Póli- tískar og sálfræðilegar greiningar hafa sumar verið ágætar og segja sína sögu um eðli málsins. Á hinn bóginn hafa fjölmiðlarnir brugðist í því að fá löglærða sérfræðinga til að skýra vitnisburði og skýrslur aðila og hvað það er í þeim sem hefur þýðingu fyrir sakarefnið og hvað ekki. Það hefði verið miklu meira virði en bein útsending. Trúlega hefur sjaldan verið saman komið jafn mikið vit á jafn litlum bletti eins og þessa stund sem efnahagsráðherrann staldraði við á Þjóðmenningarreitnum eftir skýrslugjöfina. En hitt að enginn skyldi spyrja hvernig það færi saman að vera aðalá kærandi og geta ekki fært rök fyrir sak- fellingu minnir óþyrmilega á það sem í gömlu bréfi kallaðist: „Óláns-bjánaskapur.“ „Óláns bjánaskapur“ Þegar tölur voru birtar í síðustu viku um aukinn hagvöxt kom efnahags-ráðherrann í fjölmiðla og staðhæfði að þær bæru árangurs- ríkri efnahagsstjórn fagurt vitni. Hagvöxturinn fyrir hrun reyndist vera froða að stórum hluta til. Spurningin er hvort tölurnar nú séu meira virði en í aðdraganda hrunsins? Í þessari viku þótti nefnilega bera brýna nauðsyn til að lögfesta hertar gjaldeyrishafta reglur. Ástæðan var sú að verðmæta- sköpun útflutningsgreinanna dugði ekki fyrir gjaldeyrisút- streymi sem áður var löglegt. Enginn spyr efnahagsráðherrann hvernig það rími við boðskapinn um óbreytta stefnu í peninga- málum þegar herða þarf höft þrátt fyrir tölur um aukinn hagvöxt. Öfugt við efnahagsráðherrann segir fjármálaráðherrann í til- efni hertra hafta að eina lausnin sé að taka upp evru. Hann hefur hins vegar frestað áformum um jöfnuð í ríkisfjármálum og fréttir herma að nú ætli hann að heimila veðsetningu á framtíðar- skuld bindingum ríkissjóðs eins og bankastjóri fyrir hrun. Hvort tveggja er leiðin í hina áttina, frá evrunni. Enginn spyr um þennan tvískinnung. Enginn spyr forystu- menn stjórnarandstöðuflokkanna sem andmæla hertum höftum hvaða ráð þeir eigi uppi í erminni. Ástandið skýrist l íklega helst með því sem í gömlu bréfi kallaðist: „Slysinn aulaskapur.“ „Slysinn aulaskapur“ Sigrún Stella Einarsdóttir lögg. fasteignasali GSM 824 0610 Glæsilegt 173 fm verslunarhúsnæði á götuhæð við Hamraborg í hjarta Kópavogs. Húsnæðið var innréttað mjög nýlega á afar smekk- legan hátt. Það skiptist í tvo bjarta sali, lagerpláss og góða eldhúsaðstöðu. Allt er fyrir hendi s.s. tvö salerni fyrir viðskiptavini og góð aðstaða fyrir starfs- fólk. Gólfefni eru keramikflísar og plankaplastparket með extra sterkri 33 punkta húð , dúkflísar á eldhús-, lager- og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið hentar fyrir margskonar starfsemi, verslun, þjónustu og skrifstofurekstur. Í plássinu eru nú fyrir hendi skápar, hillur og afgreiðsluborð úr eik, afgreiðsluskenkur, glerhillur á vegg, borð og stólar svo og tæki og tól sem henta til kaffihúsa- og veitingareksturs. Um er að ræða nýlega muni sem hægt er að leigja með húsnæðinu. Mikil umferð og atvinnustarfsemi er í hjarta Kópavogsbæjar Allar nánari upplýsingar fást hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs í síma 575-8585 og 824-0610 TIL LEIGU S tarfsemi skipulagðra glæpahópa á Íslandi hefur verið í brennidepli í vikunni. Lögreglan handtók hóp manna, sem talinn er tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, grófum líkamsárásum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum. Annar hópur, tengdur glæpasamtökunum Hells Angels, hefur verið ákærður fyrir yfirgengilega hrottalega árás á konu, með tilheyrandi hótunum í garð fórnarlambsins og fjölskyldu hennar. Starfsemi skipulagðra glæpagengja, sem sum hver tengjast alþjóð- legum glæpahringjum eins og Hells Angels og Outlaws er staðreynd á Íslandi. Lögreglan telur að fleiri slíkar glæpaklíkur reyni nú að ná hér fótfestu og nefnir sérstaklega Bandidos og Mongols, sem eru klúbbar glæpamanna á mótor- hjólum, líkt og þær fyrrnefndu. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að ofangreindum vélhjólagengjum fylgir fíkniefnasala, mansal og vændi, morð og aðrir ofbeldisglæpir, hótanir og kúgunar aðgerðir. Starfskonur Stígamóta hafa sett fram þá tilgátu að fjölgun hóp- nauðgana hér á landi sé til komin vegna vaxandi gengjamyndunar og -menningar í íslenzkum undirheimum. Lögreglan þarf að vera í stakk búin að taka fast á ræflunum í leður- jökkunum. Það er traustvekjandi að sjá að lögreglan sópar þeim upp eins og gert var í vikunni. Og áfram á að nýta heimildir Schengen- samningsins til að meina þekktum meðlimum glæpagengja inngöngu í landið. En stjórnmálamennirnir þurfa að standa sig betur. Þeir þurfa í fyrsta lagi að tryggja að lögreglan hafi næga fjármuni og mannskap til að fylgjast með þessari vaxandi ógn við öryggi borgar- anna. Að tryggja það er fyrsta skylda ríkisvaldsins, sem kemur á undan flestum öðrum verkefnum þess. Það er ekki hægt að beita endalaust flötum niðurskurði á löggæzluna þótt spara þurfi í ríkisrekstrinum. Í öðru lagi þarf lögreglan að hafa sömu heimildir og lögreglulið í öðrum Evrópulöndum til að fylgjast með skipulagðri brotastarfsemi. Nýtt frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um for- virkar rannsóknarheimildir lögreglu gengur of skammt. Ráðherrann segir beinlínis að hann vilji ekki láta lögreglunni í té sömu heimildir og til dæmis lögregla í hinum norrænu ríkjunum hefur. Hvers vegna ekki? Hver eru rökin fyrir því? Getur verið að vaxandi áhugi glæpa- gengjanna á Íslandi sé einmitt tilkominn vegna þess að lögreglan hefur ekki sömu tækin til að taka á þeim og í nágrannalöndunum? Í þriðja lagi þarf að taka aftur upp áform Rögnu Árnadóttur, fyrr- verandi dómsmálaráðherra, um að banna glæpagengin og meina þannig meðlimum þeirra til dæmis að ganga um í fatnaði merktum þeim. Einhverra hluta vegna hefur það mál verið lagt til hliðar. Stjórnarskráin heimilar að félög með ólögmætan tilgang séu leyst upp og sjálfsagt er að nýta þá heimild. Það á að beita öllum tiltækum ráðum, innan ramma laga og réttar, til að uppræta þennan ófögnuð og ekki sýna neina linkind eða umburðarlyndi. Stjórnmálamenn þurfa að sýna að þeir standi fast við bakið á lögreglunni í þeirri baráttu. Ekki á að sýna glæpagengjum neina linkind: Stjórnmálamenn standi sig betur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.