Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2012, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 17.03.2012, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 17. mars 2012 19 Í erindi Runólfs Pálssonar, yfir-læknis nýrnalækninga á Land- spítalanum, á Málþinginu „Líffæri fyrir lífið“ sem haldið var fyrir stuttu, kom fram að samkvæmt skoðanakönnunum vilja 80-90 pró- sent Íslendinga gefa líffæri eftir andlát sitt. Þó neita aðstandendur líffæragjöf í 40 prósentum tilfella. Sem aðstandandi líffæragjafa langar mig að deila reynslu okkar fjölskyldunnar ef það kynni að verða til þess að breyta viðhorfum einhverra. Málið varðar okkur öll því enginn veit hvenær við gætum staðið í sporum aðstandenda mögu- legs líffæragjafa – eða í þeim sporum að þurfa sjálf á líffæra- gjöf að halda. Fyrir einu og hálfu ári síðan lést dótturdóttir mín, Rebekka Ýr, aðeins 6 vikna gömul. Banamein hennar var vöggudauði, sem þrátt fyrir miklar rannsóknir er enn óútskýrð ráðgáta læknis fræðinnar. Afar sjaldgæft er að hans verði vart fyrr en barnið hefur verið látið það lengi að ekkert er hægt að gera. Í tilfelli Rebekku varð röð til- viljana til þess að þessu var öfugt farið og snör viðbrögð foreldra hennar og sjúkraliðs urðu til þess að hið ótrúlega gerðist. Hjarta hennar fór aftur að slá en hún komst þó ekki til meðvitundar. Við tóku erfiðir dagar mikilla rann- sókna sem leiddu í ljós að þrátt fyrir endurlífgunina var útilokað að hún myndi nokkru sinni vakna til okkar á nýjan leik. Jafnvel heilastofn hennar sýndi engin við- brögð sem þýddi að heila dauðinn var algjör. Tilfinningunni sem fylgir slíkum fréttum verður best lýst eins og þungu höggi eða holskeflu sem sópar í einu vetfangi burt öllum björtum vonum varðandi þetta litla líf sem draumur okkar allra var að vernda og elska um ókomna tíð. Erfiðar spurningar leita á hugann um tilgang okkar hér á jörð og um lífið sjálft, dauðann og almættið. Ungir foreldrar stóðu nú frammi fyrir þeirri staðreynd að dóttir þeirra myndi aldrei vakna aftur til lífsins. Þó lá hún þarna hjá okkur og hjarta hennar sló ákveðið í litlu brjósti. Svartnættið var algjört þegar foreldrarnir voru boðaðir á fund lækna sem nefndu við þau þann möguleika að gefa líf- færi. Þeim var gefin stutt stund til umhugsunar, en þau þurftu ekki nema að líta hvort á annað áður en ákvörðun var tekin. Eitthvað mjög mikilvægt gerðist við að þessi möguleiki opnaðist. Af þessum fundi komu þau með nýtt blik í augum. Blik, sem gaf okkur öllum von um að ljós væri í myrkrinu sem fram að þessu hafði virst algjört. Skugginn sem lagst hafði yfir tilveruna var skyndi- lega upplýstur gleði yfir því að geta nú, mitt í allri sorginni, veitt ljósi til annarra sem lá lífið á. Sorg- in var vissulega sár, en gleðin var líka fölskvalaus yfir þessu krafta- verki sem litla stúlkan okkar gat með sínu stutta lífi komið til leiðar. Getur lífstilgangur okkar orðið mikið stærri þegar öllu er á botninn hvolft? Eftir að ákvörðun um líffæragjöf hafði verið tekin voru næstu skref í ferlinu unnin hratt og fumlaust. Daginn eftir kom teymi lækna til landsins frá Svíþjóð sem undirbjó það sem til stóð á meðan við aðstandendur kvöddum litla ljósið okkar. Að nokkrum klukkustundum liðnum höfðu læknarnir lokið sínu verki og flugu með líffærin til þeirra sem á þurftu á halda og við tóku langar aðgerðir sama kvöld þar úti. Nokkrum mánuðum síðar barst bréf frá Sahlgrenska sjúkra- húsinu í Gautaborg þar sem fréttir fengust af þeim sem líffærin þáðu. Mánaðar gamall drengur hafði fengið hjartað, en frá fæðingu höfðu vélar haldið honum á lífi þar sem hans eigið hjarta var óstarf- hæft. Fram að þessu hafði von um heppilegan hjartagjafa verið lítil. Hann dafnaði nú eðlilega og var hraustur. Lifrin hafði verið grædd í 9 mánaða gamla stúlku sem einnig hafði átt við lífshættuleg veikindi að stríða. Einhver vanda- mál höfðu komið upp við ígræðsl- una en góð von var um framhaldið. Kona með sykursýki á mjög háu stigi hafði fengið brisið og bæði nýrun. Aðgerðin hafði gengið mjög vel og konan hafði ekki lengur þörf fyrir insúlín. Líffæragjafadeild Sahlgrenska sjúkrahússins þakkar í bréfinu fyrir samstarfið við Landspítalann og foreldrum líf- færagjafans eru færðar sér stakar þakkir fyrir að hafa átt þennan stóra þátt í að gefa þremur mann- eskjum tækifæri til lífs. Nú liggur fyrir þingsályktunar- tillaga um að taka upp ætlað sam- þykki fólks fyrir líffæragjöf, en samkvæmt núgildandi lögum frá 1991 um ákvörðun dauða og brott- nám líffæra til ígræðslu, er gert ráð fyrir ætlaðri neitun eða upp- lýstu samþykki. Ætlað samþykki eins og þingsályktunar tillagan gerir ráð fyrir, þýðir að allir verða mögulegir líffæragjafar við andlát nema þeir hafi sjálfir tilgreint annað, líkt og tíðkast í Noregi og víðar. Ákvarðanir um líffæragjöf þarf oft að taka hratt og þær eru teknar undir erfiðum kringum stæðum. Ástvinur okkar liggur fyrir dauðanum eða er ný- látinn. Líffæragjöf er ekki það sem við hugsum helst um við slíkar aðstæður. Nái umrædd þingsályktunar tillaga fram að ganga, þarf ekki að koma til þess- ara ákvarðana. Gengið væri út frá því að við værum öll mögulegir líf- færagjafar eins og meirihluti fólks vill vera. Líffæragjöf – ljós í myrkrinu arionbanki.is – 444 7000 Hér er tækifærið því lögfræðiþjónusta Lögréttu í samstarfi við Arion banka, Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar og KPMG veitir endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala sunnudaginn 18. mars frá kl. 11-17 í Háskólanum í Reykjavík, aðalbyggingu. Allir velkomnir Nánari upplýsingar á arionbanki.is/fraedsla eða facebook.com/logfrodur Viltu fá aðstoð við skattframtalið þitt? Heilbrigðismál Áslaug Björt Guðmundardóttir aðstandandi Skugginn sem lagst hafði yfir tilveruna var skyndilega upplýstur gleði yfir því að geta nú, mitt í allri sorginni, veitt ljósi til annarra sem lá lífið á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.