Fréttablaðið - 17.03.2012, Side 28

Fréttablaðið - 17.03.2012, Side 28
17. mars 2012 LAUGARDAGUR28 D yngjuna er að finna í stóru einbýlis- húsi í Vogunum, s e m s t i n g u r ekkert í stúf við önnur fjölskyldu- hús í hverfinu. Innan dyra er heimilis legur andi og það er aug- ljóst að þarna ráða konur ríkjum. Gangurinn er fullur af skóm og íbúðin er hrein og hlýleg. Á móti blaðamanni tekur forstöðukonan Edda Guðmundsdóttir og býður hann inn á skrifstofuna sína, sem er í einu herbergjanna á neðri hæðinni. Hún segir þennan góða anda koma til af því að Dyngjan er raunveru- legt heimili, þar sem íbúunum líður vel. „Konurnar sem hér búa eru ekki í meðferð hérna, heldur á þessu mikilvæga millistigi, þar sem þær æfa sig í því að lifa sem eðlilegustu lífi,“ útskýrir hún. Hún segir það oft koma gestum Dyngjunnar þægilega á óvart hversu eðlilegt heimilis lífið er. „Kannski skilur fólk þá betur að þetta er bara heimili og að konurnar sem hér búa eru bara venjulegar manneskjur, haldnar sjúkdómi sem hefur leikið þær illa. Þetta eru ekki vondar manneskjur.“ Hafa börnin sín hjá sér Í heild hefur 971 kona skráð sig inn í Dyngjuna frá því árið 1988, þegar heimilið var opnað. Þá tölu má að minnsta kosti tvöfalda til að áætla heildarfjölda þeirra sem þar hafa dvalið í gegnum árin, því margar kvennanna hafa börnin sín með sér, ýmist að hluta eða al- farið. Þetta er eitt það mikil vægasta við starf Dyngjunnar, að mati Eddu. „Konurnar eru oft meidd- ar í móður hjartanu og þess vegna er svo mikil vægt að þær fái tæki- færi til að nálgast sín börn. Stund- um eru þær búnar að missa börn- in sín, en oft eru þær í því ferli að vinna þau til sín aftur. Við reynum að leyfa þeim að hafa börnin hjá sér eins og hægt er. Stundum þarf að takmarka það vegna plássleysis en við reynum alltaf að koma til móts við þær. Börnin þeirra fá alltaf að koma í heimsókn, hvenær sem er, og þá er ekki verið að spögulera hvort barnið sé 3 eða 35 ára. Mæður eru bara þannig gerðar að börnin þeirra verða alltaf börnin þeirra, sama hvað þau eru gömul.“ Hún segir það jafnframt gera þeim gott, sem eiga börn, en fá ekki að umgangast þau, að um- gangast börn hinna kvennanna. „Móðurhjarta þeirra allra krump- ast þegar þær fá börn í heimsókn. Ef konurnar vilja hafa börnin sín hjá sér yfir nótt þurfa þær alltaf að spyrja herbergisfélaga sinn leyfis. Það hefur gerst einu sinni frá því ég byrjaði hér að kona hafi verið treg til þess. Hér ríkir mikil samkennd.“ Konur á öllum aldri Heimiliskonur í Dyngjunni hafa margar hverjar átt við erfiða fíkn að stríða. Það eru alla jafna ráðgjafar á meðferðarstöðum á borð við SÁÁ, Hlaðgerðarkot eða Krýsuvík, sem beina þeim inn í Dyngjuna. Þeir meta stöðu kvennanna eftir meðferð svo að það sé ekki gott fyrir þær að snúa aftur heim því þá sé hætt við að þær falli aftur í sama farið. Oft eiga þær heldur ekkert heimili til að snúa aftur til. Í Dyngjunni finna þær öruggan samastað, sem þær eiga vísan á meðan þær eru að koma undir sig fótum í nýju lífi. Á heimilinu búa að jafnaði 14 konur í senn og dreifast á herbergin í þessu stóra fjölskylduhúsi. Oftast eru þær tvær saman í herbergi, en aðeins tvö af átta herbergjum í húsinu eru einstaklingsherbergi. Þær eru á öllum aldri, eins og þver- skurður af konunum í þjóðfélaginu, eins og Edda segir. „Það er lang- best jafnvægi þannig að aldurs- bilið sé sem breiðast, því svoleiðis virðast þær geta gefið mest hver til annarrar. Yfirleitt raðast þetta líka þannig, því það eru konur á öllum aldri sem eru að koma úr meðferð.“ Mynda sterk tengsl Margar konur dvelja frá átta til tíu mánuði í Dyngjunni, jafnvel í heilt ár. Aðrar dvelja þar skemur, enda er misjafnt hversu mikinn stuðning hver og ein þarf til að geta skapað þann grunn til að fara aftur út í lífið. Þar sem þær eyða svo miklum tíma saman myndast oft sterk tengsl þeirra á milli. Eftir að þær útskrifast halda margar þeirra áfram að koma í heimsókn og bjóða jafnvel nýjum heimiliskonum í heimsókn til sín. „Það er alveg yndislegt að sjá þetta og mjög hvetjandi fyrir þær sem dvelja hér að sjá hvað gengur vel hjá hinum sem voru hér einu sinni, að sjá hvað getur gerst hjá þeim ef þeim tekst að halda sér edrú.“ Hún segir samkenndina milli kvennanna sterka og þeim þyki mjög slæmt ef eitthvað kemur upp á, svo sem ef einhver ónáðar þær á heimilinu eða ein úr hópnum fellur. „Þær halda mjög vel utan um hver aðra, fara í flokkum á AA-fundi, eyða miklum tíma saman og peppa hver aðra upp. Auðvitað getur líka fokið í þær, það er ekki alltaf tóm blíða, en öllu jöfnu leggja þær sig allar fram við að halda hlutunum góðum.“ Skýr verkaskipting á heimilinu Innanhúss gegna konurnar allar sínum embættum, sem er útdeilt vikulega á húsfundi. Ein fær það verkefni að vekja hinar og hella upp á könnuna á morgnana, önnur sér um að elda kvöldmatinn, sú þriðja um að þrífa sameiginleg rými og þar fram eftir götunum. Í heild eru húsfundirnir þrír í viku, auk þess að konurnar mæta á þrjá AA-fundi á viku. Auk þess að útdeila heimilis- verkunum á húsfundunum ræða konurnar markmið sín, sem geta verið allt frá því að taka betur til í kringum sig, hreyfa sig meira, eða hafa samband við fólkið sitt. Edda er eins og verkstjóri yfir öllu saman og segist halda uppi ansi stífri reglu, sem hafi sýnt sig að reynist best. Hún er á heimilinu á milli 9 og 5 á daginn, en er alltaf á bakvakt, hvort sem er að nóttu eða um helgar. „Ef eitthvað kemur upp á kem ég strax, til dæmis ef einhver dettur í það. Þá verð ég að koma og setja þær út,“ segir Edda og játar að það geti verið erfitt að gera. Samfélagsástandið hefur áhrif Undanfarin misseri hefur verið setið um hvert pláss Dyngjunnar og rekur Edda það til samfélags- ástandsins. Þá hafa lifnaðarhættir heimiliskvenna einnig breyst á þann veg að þær dvelja lengur í Dyngj- unni og fara sjaldnar út en áður, á meðan á dvölinni stendur. „Þær eru mun meira heima, borða til dæmis nær alltaf hér en áður fyrr fóru þær oft út í mat. Það gildir það sama hér og annars staðar í þjóðfélaginu, þær hafa úr minna að moða.“ Ástandið hefur líka sett strik í reikninginn í rekstri Dyngjunnar, sem er háður framlögum frá ríki, borg og hinum ýmsu sjóðum. Það kom sér því vel fyrir Dyngjuna að fá peningaverðlaunin sem fylgdu samfélagsverðlaunum Frétta- blaðsins, en þau námu 1 milljón króna. „Fyrir það fyrsta var gott að fá viðurkenninguna. Í því er fólgin mikil hvatning fyrir okkur. En peninga verðlaunin eru ekki minna mikilvæg, því reksturinn hjá okkur er orðinn erfiður. Ég leita alltaf í þá styrki sem eru í boði, en nú er orðið minna um þá. Þá gerast hlutir eins og þessi, sem mér finnst jaðra við að vera einhvers konar forsjón. Þá reddast málin, í það minnsta í smá tíma.“ Árangur en stundum vonbrigði Ár Eddu í Dyngjunni eru orðin ansi mörg, en fyrir utan að hafa verið þar fastur starfsmaður í tíu ár var hún ráðgjafi hússins um nokkurra ára skeið, og sat vikulega á fundum með konunum. Hún segir starfið mjög gefandi, þó það eigi sínar dökku hliðar líka. „Hér gerist margt og ég sé árangur á hverjum degi. En auðvitað sé ég líka allt skúffelsið. Það er erfitt að sjá konurnar falla, þegar sjúkdómurinn tekur sig upp hjá þeim aftur. En yfirleitt er þetta gaman og það er svo gefandi að sjá þegar batinn fer að koma hjá þeim, þær verða þægilegri í umgengni og líf þeirra fer að fyllast af góðum hlutum. Þá kemur í ljós að þetta eru bara venjulegar, góðar konur sem fríkka með hverjum deginum. Það er sko engin lygi — það er mikill fegurðarauki í því fólginn að vera edrú, það er alveg á hreinu. Og svo þurfa þær bara að vinna að því að halda sjúkdómnum niðri. Borða, sofa, hafa sæmilega hreina sam- visku og mæta á AA-fundi. Þannig er uppskriftin, þetta er nú ekki mikið flóknara en það.“ Börnin þeirra fá alltaf að koma í heimsókn, hvenær sem er, og þá er ekki verið að hugsa um hvort barnið er 3 eða 35 ára. Búa sig undir nýtt líf í Dyngjunni Á undanförnum 24 árum árum hefur 971 kona og að minnsta kosti jafn mörg börn dvalið á áfangaheimilinu Dyngjunni, sem í vikunni hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Þar byggja konur á öllum aldri upp líf sitt að nýju í öruggu umhverfi eftir áfengis- og fíkniefnameðferð. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir heimsótti forstöðukonuna Eddu V. Guðmundsdóttur í Dyngjuna. FORSTÖÐUKONA DYNGJUNNAR Edda V. Guðmundsdóttir hefur veitt Dyngjunni forstöðu í tíu ár. Hún segir starf sitt gefandi, enda sjái hún árangur af því á hverjum einasta degi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMFÉLAGSVERÐLAUN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.