Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 36
17. mars 2012 LAUGARDAGUR36
Þ
egar Michael Schu-
macher var upp á sitt
besta í byrjun aldar-
innar voru yfi rburðir
hans slíkir að talið
var að hann myndi
aldrei eiga sér jafnoka, hvorki í
framtíð né fortíð. Hægt er að hafa
skoðanir á því eins og hverju öðru,
hvort Schumacher sé allra bestur
eða ekki, en eitt er víst að landi
hans, Sebastian Vettel, hefur sýnt
hversu hæfileikaríkur hann er rétt
eins og Schumacher gerði forðum.
Sebastian Vettel fæddist í
Heppen heim í Þýskalandi árið 1987,
um það leyti sem Schumacher var
að skapa sér gott orð í mótorsporti
í heimalandinu. Seinna varð Schu-
macher fyrirmynd Vettels, sem enn
lítur upp til gamla meistarans.
Þó ferill Vettels í Formúlu 1 hafi
verið stuttur hefur hann verið
ævintýralegur. 24 ára gamall er
Vettel nú þegar orðinn tvö faldur
heimsmeistari eftir ekki nema
fjögur heil tímabil í heimsmeistara-
keppninni. Það er afrek sem hæst
skrifuðu ökumenn allra tíma náðu
aldrei, nema Michael Schumacher.
Schumacher keppir enn og hefur
nú þriðja ár endurkomu sinnar í
Formúlu 1. Þeir Ross Brawn, liðs-
stjóri Mercedes-liðsins, hafa átt
mjög farsælt samband í Formúlu 1.
Brawn var hjá Benetton og Ferrari
öll heimsmeistaraár Schumachers
og hefur sagt það vera draum sinn
að gera Schumacher að sigur-
vegara aftur. Ef Mercedes- bíllinn
lofar getur Schumacher bætt
sigur met sitt sem nú er 91 móts-
sigur. Það gera 32% af öllum þeim
mótum sem hann hefur ræst.
Hingað til hefur ferill Vettels í
Formúlu 1 verið ótrúlega áþekkur
upphafi ferils Schumachers. Báðir
byrjuðu á miðju tímabili (1991
og 2007), báðir sóttu sinn fyrsta
sigur ári síðar og báðir urðu tvö-
faldir heimsmeistarar með besta
liðinu á ráslínunni eftir fjögur ár
í deildinni. Það er því ekki úr vegi
að spyrja hvort Vettel sé hinn nýi
Schumacher?
Í vænni stöðu
Það má færa góð rök fyrir því
að Vettel verði sigursælli en
Schumacher. Schumacher færði
sig um set í lok árs 1995, þegar
hann var á svipuðum stað og Vettel
er nú, og fór yfir til Ferrari. Það
átti eftir að reynast góð ákvörðun
en það tók hann samt fimm ár að
ná titlinum aftur. Vettel er í þeirri
stöðu nú að vera enn í heimsmeist-
arabílnum og eiga bestu mögu-
leikana á heimsmeistaratitlinum.
Mótið á morgun mun samt sem
áður segja okkur mikið um hversu
góður Sebastian Vettel virkilega
er. Formúla 1 snýst nefnilega
ekki bara um hversu hratt ökuþór
kemst hringinn, heldur líka hversu
góðan skilning hann hefur á öku-
tækinu og keppnisáætluninni sem
liðið leggur upp fyrir hann.
Sagt er að það sem á endanum
gerði Schumacher að sigur sælasta
ökuþór allra tíma sé ótrúleg
þekking hans á bílnum, keppnis-
áætlunum og stærðfræðinni á bak
við velgengni. Þannig náði hann að
byggja upp Ferrari-liðið og full-
komna bílinn ár eftir ár.
Það sem ástralski kappakstur-
inn mun segja okkur um Vettel er
hversu áreiðanlegur hann er sem
ökuþór til langs tíma. Hér treystir
Red Bull-liðið á tækniþekkingu
hans og þroska til að takast á við
verkefni sem uppskera ekki fyrr
en eftir langan tíma.
Þótt óþjálfuðu auga geti sýnst
Formúla 1 vera einstaklingsíþrótt
er það fjarri lagi. Liðsheild skiptir
miklu máli og góður andi er mikil-
vægur svo samstarfið gangi betur
en hjá andstæðingunum. Christian
Horner, liðsstjóri Red Bull, skaut
því að fjölmiðlamönnum sem fylgd-
ust með æfingum keppnisliðanna í
Barcelona í byrjun mánaðarins, að
Vettel ætti enn eftir að sýna hvað
í honum býr í raun. Við höfum séð
hversu fáránlega vel hann getur
ekið einn stakan hring í tíma tökum
en eigum enn eftir að sjá hann
þroskast frekar í keppninni sjálfri.
Þrátt fyrir það er Vettel nú
þegar tvöfaldur heimsmeistari og
sigurstranglegastur fyrir tíma-
bilið í ár. Michael Schumacher
þarf að fara að spýta í lófana ætli
hann að halda meti sínu til eilífðar.
Er Vettel hinn nýi Schumacher?
Keppnistímabilið í Formúlu 1 hefst á morgun þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur á götubrautinni í Melbourne. Sebasti-
an Vettel hafði gríðarlega yfirburði í fyrra og var öruggur heimsmeistari þegar fjögur mót voru eftir af tímabilinu. Birgir Þór
Harðarson kannaði hvort Vettel gæti reynst jafn sigursæll og Michael Schumacher, sigursælasti ökuþór allra tíma.
ARFTAKINN Michael Schumacher er sigursælasti ökuþór allra tíma í Formúlu 1. Sebastian Vettel hefur nú sitt fimmta heila tímabil í mótaröðinni og ætlar að sækja sinn þriðja
titil í röð. Vettel hefur bæði hæfileika og tækifæri til að verða jafn sigursæll og lærifaðir hans, ef ekki betri. NORDICPHOTOS/AFP
1. Hausinn á Hamilton
Lewis Hamilton átti mjög erfitt
uppdráttar í fyrra einfaldlega vegna
þess að hugarfarið var ekki í lagi.
Hann virkaði oft og tíðum pirraður
og lenti í óþarfa óhöppum. Nú
segist hann vera búinn að taka til
í sínu lífi. Það verður áhugavert að
sjá hvernig það er í raun.
2. Liðsfélagaslagir
Tvö spennandi einvígi munu eiga
sér stað í öllum 20 mótum ársins.
Fyrst ber að nefna Force India-
slaginn þar sem Paul di Resta og
Nico Hülkenberg takast á. Báðir
eru jafn reyndir í Formúlunni, hafa
keppt í 19 mótum. Annars vegar
verður háð barátta innan Toro
Rosso þar sem nýliðarnir Daniel
Ricciardo og Jean-Eric Vergne munu
berjast um að hafa yfirhöndina.
Orðrómur þess efnis að sigurvegari
einvígisins muni erfa sæti Marks
Webber hjá systurliðinu Red Bull
hefur flogið hátt undanfarið.
3. Ferrari og Alonso
Ferrari átti ömurlegt undirbúningstímabil og lítur út fyrir að fyrri hluti
tímabilsins verði liðinu erfiður ljár í þúfu. Ekki má því gleyma að Fernando
Alonso hefur oft reynst göldróttur og gæti allt eins galdrað fram sigur eða
tvo í rauða Ferrari-brakinu.
4. Tæknistríð og nýjungar
Í Formúlu 1 er gríðarleg áhersla lögð á einföldustu smáatriði við smíði
bílanna. Búið er að banna tvöfalda loftdreifa, pústblásna loftdreifa og fyrir-
framforrituð vélkerfi vegna þeirra yfirburða sem nýjungarnar veittu þeim
sem notuðu slíkt. Ekkert lið virðist hafa fundið sérstaka glufu í reglum ársins
en bílarnir eru í stöðugri þróun yfir allt tímabilið og því spennandi að sjá
með hvaða tæki liðin mæta í mót ársins.
5. Kimi Räikkönen
Finninn fljúgandi er mættur aftur, enn jafn hreinskilinn og ekkert að flækja
hlutina óþarflega mikið. Kimi hefur alltaf verið eldfljótur og sannaði á undir-
búningstímabilinu að hann er það enn. Hann mun vonandi geta strítt stóru
strákunum aðeins nái hann taktinum aftur.
■ FIMM ATRIÐI SEM VERT ER AÐ FYLGJAST MEÐ
Á RÉTTRI BRAUT Lewis Hamilton segist
vera kominn á beinu brautina aftur eftir
að hafa þjáðst af einbeitingarskorti í fyrra.
NORDICPHOTOS/AFP
Á morgun keppa sex heimsmeistarar í Formúlu 1 og hafa
aldrei fleiri heimsmeistarar keppt samtímis. Útlit er fyrir
að titilbaráttan verði gríðarlega jöfn, þá sérstaklega á
milli Red Bull og McLaren. Þeir Sebastian Vettel, Jenson
Button og Lewis Hamilton eru taldir líklegastir til að
sigra.
Kimi Räikkönen snýr aftur eftir að hafa keppt í rallýi
undanfarin tvö ár. Hann er orðinn leiður á því og ekur
fyrir Lotus sem sýnt hefur fína takta á undirbúnings-
tímabilinu. Kimi benti á það í viðtali nýverið að það
væru mikil mistök að afskrifa hann í baráttunni um
titilinn.
Þá mæta þeir Fernando Alonso og Michael Schumacher
til leiks, yfirvegaðir en grimmir.
■ SEX HEIMSMEISTARAR Á RÁSLÍNUNNI
Fjórðungur allra þeirra sem ræsa kappaksturinn í Melbourne hafa einhvern tíma orðið heimsmeistarar.
LÍTUR VEL ÚT McLaren liðið hefur framleitt góðan bíl
í vetur. Liðið verður þó að framleiða stöðugar upp-
færslur á bílinn til að missa ekki af lestinni.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
15
14
16
17
18
19
20
1
2
3
4
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
6
7
5
20
FORMÚLU 1 TÍMABILIÐ 2012
Ástralía Melbourne 18. mars
Malasía Kúala Lúmpúr 25. mars
Kína Sjanghæ 15. apríl
Barein Sakhir 22. apríl
Spánn Barcelona 13. maí
Mónakó Monte Carlo 27. maí
Kanada Montreal 10. júní
Evrópa Valencia 24. júní
Bretland Silverstone 8. júlí
Þýskaland Hockenheim 22. júlí
Ungverjal. Budapest 29. júlí
Belgía Spa 2. sept.
Ítalía Monza 9. sept.
Singapúr Marina Bay 23. sept.
Japan Suzuka 7. október
Kórea Yeongam 14. október
Indland Nýja Delhi 28. október
Abu Dhabi Yas Marina 4. nóv.
BNA Austin 18. nóv.
Brasilía Sao Paulo 25. nóv.
Heimild: FIA © GRAPHIC NEWS
Evrópa heldur
aðeins 40%
móta í ár, sem er
lægsta hlutfall frá
upphafi