Fréttablaðið - 17.03.2012, Page 38

Fréttablaðið - 17.03.2012, Page 38
17. mars 2012 LAUGARDAGUR38 F yrsta bókin í þríleik Suzanne Collins sem segir frá ævintýrum Katniss Everdeen kom út árið 2008. Bókin sló í gegn og sama á við um bækurnar tvær sem fylgdu í kjölfarið en bækurnar hafa selst í 11 milljónum eintaka bara í Banda- ríkjunum. Sem dæmi um slagkraft bókanna þá útnefndi vikuritið Time Collins sem eina af 100 áhrifamesta fólki heims árið 2010. Collins tókst sem sagt heldur betur að ná eyrum fjöldans með bók sem sumum þykir allt of hryllileg fyrir þau ungmenni sem hún var skrifuð fyrir. En þess ber að geta að líkt og bækurnar um Harry Potter, hafa bækurnar um Katniss Everdeen náð athygli full- orðinna lesenda. Rústir Norður-Ameríku Sögusvið bókarinnar er ríkið Panem sem reist er á rústum ríkis sem eitt sinn hét Norður-Ameríka. Höfuð- staðurinn Kapitól ræðum lögum og lofum í ríkinu sem sett er saman úr tólf umdæmum auk höfuðborgar- innar. Þau höfðu áður verið þrett- án en í uppreisn umdæmanna gegn höfuðborginni, áratugum áður en sagan hefst, var því þrettánda eytt. Stjórnvöld kalla uppreisnartímann Myrkra tíðina og það er tími sem þau vilja alls ekki að endurtaki sig. Til þess að tryggja hlýðni borgara Panem hafa þau gripið til ýmissa ráða, ekkert samband er til að mynda milli umdæma og fjölmiðlar flytja einungis fregnir sem stjórnvöldum eru þóknanlegar. En eitt helsta kúg- unartæki stjórnvalda eru Hungur- leikarnir. Þeir fara fram ár hvert í refsingarskyni fyrir uppreisnina og í þeim felst að umdæmin tólf þurfa að senda eina stelpu og einn strák til að taka þátt í leikum upp á líf og dauða, aðeins einn þátttakandi lifir af grimmilegan bardaga sem fram fer á risastórum útileikvangi. Öllu sem á sér stað á leikvanginum, sem hannaður er af leiksmiðum sem hafa mikinn metnað til að gera umhverf- ið sem ævintýralegast, er sjónvarp- að og þurfa íbúar umdæmanna að fylgjast með því hvernig hver þátt- takandinn af öðrum fellur við þessar grimmúðlegu aðstæður. Í upphafi bókarinnar Hungurleik- arnir er dagur sláttunnar einmitt runninn upp, en svo nefnist dagur- inn þegar nöfn þátttakenda leikanna eru dregin – í pottinum eru nöfn allra barna í umdæmunum sem eru á aldrinum tólf til átján ára. Sextán ára söguhetja Aðalsöguhetja bókanna, hin sextán ára Katniss Everdeen, óttast Hung- urleikana eins og önnur börn í tólfta umdæmi, þar sem hún býr. Á hverju ári síðan hún varð tólf ára hefur miði með nafni hennar verið settur í nafnapottinn sem dregið er úr. En til þess að afla fjölskyldu sinni matar hefur hún einnig náð í auka matar- skammt gegn því að setja nafn sitt í pottinn og því eru tuttugu miðar með nafninu hennar í pottinum, ekki bara fimm eins og þeir ættu að vera. En það er ekki nafn hennar sem dregið er út í sláttunni, heldur nafn litlu systur hennar, Primrose Ever- deen. Katniss býður sig umsvifa- laust fram í stað hennar og þannig hefst þátttaka hennar í leikunum. Katniss er eftirminnileg sögu- hetja. Hún hefur séð fjölskyldu sinni fyrir mat með ólöglegum veiðum en færni hennar með bogann kemur sér vitaskuld vel í Hungurleikun- um. Hún kann að berjast upp á líf og dauða, greina kringumstæður og leysa vandamálin með því að hugsa út fyrir kassann. Hún er hins vegar heldur lélegri í því að skilja og átta sig á tilfinningum annarra, hvort sem það er veiðifélagi hennar, Gale, aðdáandi hennar og hinn þátttak- andi tólfta umdæmis í Hungurleik- unum, Peeta. Sorgarviðbrögð móður hennar þegar faðir hennar lést eru henni einnig óskiljanleg. Í upphafi bókarinnar kemur fram að hún er ekki enn búin að fyrirgefa móður sinni fyrir að hafa brotnað saman þegar það gerðist, fimm árum fyrr. Eina manneskjan sem hún elskar skilyrðislaust er litla systir hennar, Prim, og það skýrir hvers vegna hún vill ekkert frekar en vernda hana. Töffaraskapurinn, sjálfsbjargar- viðleitni og lítið innsæi þegar kemur að tilfinningum kallar fram hug- renningatengsl við aðra kvensögu- hetju í nýlegum þríleik, Lisbeth Salander í Millennium-þríleiknum, þó að ekki sé hægt að bera bækurn- ar saman að öðru leyti. Þær eiga það vissulega sameiginlegt að vera söguhetjur sem ráða við óraunveru- legt álag og taka ráðin í sínar hend- ur þegar við á. Blóði drifin saga Hungurleikarnir eru æsispennandi og hröð saga, óhugnanleg og blóði drifin. Hún hentar sem sagt býsna vel til kvikmyndagerðar og kapp- hlaupið um réttinn til að mynda bækurnar hófst um leið og sú fyrsta var komin út. Reyndar var svo keppst um ýmislegt fleira, nokkr- ir leikstjórar komu til að mynda til greina en það var Gary Ross, sem meðal annars leikstýrði kvikmynd- inni Seabiscuit, sem hreppti hnossið. Þríleikur Collins á sér dygga aðdá- endur og þeir fylgdust grannt með því þegar verið var að velja í hlut- verk í kvikmyndinni. Einkum var fylgst grannt með því hver yrði valinn í hlutverk Katniss. Fjölmargar leikkonur voru kallaðar til en sú sem hreppti hnossið heitir Jennifer Lawrence, hingað til best þekkt fyrir aðalhlutverk í mynd- inni Winter’s Bone en hún hlaut Óskarsútnefningu fyrir leik sinn í þeirri mynd. Margir aðdáendur létu í ljós áhyggjur sínar af þessu vali, hún væri of gömul og of ljóshærð. Lawrence sem er 21 árs litaði á sér hárið fyrir töku myndarinnar og sór að taka hlutverkið afar alvarlega. Aðdáendur geta dæmt um hvernig henni hefur tekist upp frá og með næsta föstudegi en þá verður mynd- in heimsfrumsýnd hér á landi. Upp á líf og dauða Kvikmyndin Hungurleikarnir verður frumsýnd í næstu viku. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir rithöfundinn Suzanne Collins, fyrstu bók í þríleik sem hefur heltekið milljónir lesenda um heim allan. Sigríður Björg Tómasdóttir kynnti sér um hvað æðið snýst. SNJÖLL MEÐ BOGANN Katniss Everdeen bregst ekki bogalistin í Hungurleikunum. Í AÐALHLUTVERKI Þau Jennifer Lawson og Josh Hutcherson sem leikur Peeta voru glaðbeitt á galafrumsýningu Hunger Games. Suzanne Collins höfundur Hungurleikanna hefur sagt frá því að hún fékk hugmyndina að Hungurleikunum þegar hún var að flakka á milli sjónvarpsstöðva og fylgdist eina stundina með raunveruleikaþætti og skipti svo yfir á stöð þar sem verið var að fjalla um Íraksstríðið. Og Hungurleikana má vissulega sjá sem ádeilu á bæði raunveru- leikasjónvarp og stríð. Þegnum Panem er haldið í skefjum með því að neyða þá til þátttöku í skelfilegum raunveruleikaþætti þar sem ofbeldi og átök eru sjón- varpsefni sem allir horfa á, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þríleikur Collins er dystópía, þegnar Panem búa við ógnarstjórn þar sem einungis íbúar höfuðborgarinnar hafa nóg að bíta og brenna. Raunar þurfa þeir ekki að afla sér matar sjálfir og gangast aðallega upp í því að hugsa um útlitið, breyta því, bæta og lagfæra. Collins hefur væntanlega rakað inn fé á bókunum, en ef marka má netráp býr hún enn í Connecticut með manni og börnum, rétt eins og áður. Áður en hún setti þá á blað hafði hún getið sér gott orð fyrir fimm bóka fantasíu-seríu, Undirheima-annálana (Underworld Chronicles). Og áður en hún gerðist rithöfundur starfaði hún sem textahöfundur fyrir barnasjónvarp. Vegurinn þaðan yfir í harðneskju Hungurleikanna er langur en átök og orrustur í Undirheima-annálunum gefa fyrirheit um það sem koma skyldi. Faðir Collins, sem var liðsforingi í Bandaríkjaher, veitti henni ráð áður en hún hóf að skrifa um Undirheimana, en efniviður þeirra bóka tengist hernaði með margvíslegum hætti. Faðir hennar sagði henni raunar margt um stríð og orrustur fyrr og nú. Og Collins upplifði það sem barn að sjá á eftir föður sínum í Víetnamstríðið, en biðin eftir að hann sneri aftur var erfið að hennar sögn. Unglingarnir sem eru aðalsöguhetjur Hungurleikanna eru settir í ómann- eskjulegar aðstæður, og grimmilegt ofbeldi sögunnar hefur reynst sumum lesendum tilefni til þess að túlka þrí- leikinn sem allegóríu um erfiðleika unglingsáranna. Það líst höfundi ekki á: „Ég skrifa um stríð. Fyrir unglinga,“ sagði hún í viðtali við The New York Times. STRÍÐSSÖGUR FYRIR UNGLINGA? Dagskrá: 1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu og afgreiðslu. 3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins. 4. Kjöri stjórnar, trúnaðarráðs og samninganefndar, kjörstjórnar, skoðunarmanna reikninga og uppstill- inganefndar lýst. 5. Kosning endurskoðenda. 6. Tillögur um fulltrúa á þing Alþýðusambands Íslands 2012. 7. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem FIT er aðili að. 8. Önnur mál. Veitingar í boði félagsins. Stjórnin. AÐAL FUNDUR Félagið veitir ferðastyrk til þeirra félagsmanna sem búa í meira en 40 km fjarlægð frá fundarstað. Félags iðn- og tæknigreina verður haldinn í Iðnaðarmanna- salnum Skipholti 70, laugardaginn 24. mars 2012 kl. 11.00.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.