Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2012, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 17.03.2012, Qupperneq 40
KYNNING − AUGLÝSINGFermingargjafir LAUGARDAGUR 17. MARS 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen, ivarorn@365.is s. 512 5429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur hefur búið ung- linga undir fermingu í 35 ár. Hann segist ekki finna neinn mun á unglingum dagsins í dag og fyrir þrjá- tíu og fimm árum. Það sé 4000 ára gömul hefð fyrir því að hafa áhyggjur af óhlýðni unglinga en þeir séu alltaf jafn skemmtilegir. „Eini munurinn sem ég finn fyrir er sá að þegar ég var að byrja minn prestskap var ég prestur á Sauðárkróki og hafði þá kynnst krökkunum í barnastarfinu áður en kom að fermingar- fræðslunni,“ segir Hjálmar spurður hvort honum finnist fermingarbörn dagsins í dag frábrugðin fermingarbörnunum þegar hann var að byrja, fyrir 35 árum. „Þá þekkti maður líka fjölskyldur þeirra og aðstæður. Hér er svæðið stærra og kynnin eru minni og stopulli þangað til kemur að fermingar- vetrinum. En krakkar á þessum aldri eru ekkert öðruvísi en þá. Þau eru alveg jafn hugmyndarík og skemmtileg.“ Hjálmar segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að unglingar í dag séu verr staddir en í gamla daga. „Alls ekki. Ég vitna stundum í fjögur þúsund ára gamalt skrif á leirtöflum þar sem því er lýst að aug- ljóst sé að nú líði að lokum heimsins þar sem börn séu hætt að hlýða foreldrum sínum og allt virðist ganga á afturfótunum. Það eru nú ekki alveg fjögur þúsund ár síðan ég byrjaði en það var líka talað um þetta þá svo ég hef engar áhyggjur af því. Auðvitað er margt að varast en krakkar í dag læra það. Þar eru heimilin, skólarnir og kirkjan gífurlega mikilvæg.“ Stundum er því haldið fram að börn fermist vegna gjafanna, en Hjálmar blæs á þá umræðu. „Það hefur alltaf verið talað um þetta sama. Að börn séu að fermast vegna gjafanna, það er aldrei minnst á slíkt þegar menn eiga afmæli eða fólk gift- ir sig. Ég er sannfærður um að svo er ekki. Ungling- arnir ákveða sjálfir hvort þeir fermast og njóta til þess tilstyrks fjölskyldu sinnar. Það fyrsta sem við prestar segjum börnunum í fermingarfræðslunni er að þau séu að taka sjálfstæða ákvörðun en svo eru ýmsir aðrir sem eru andsnúnir fermingu og liggja ekki á þeirri skoðun sinni. Þannig að það fermist enginn án þess að vilja það sjálfur, það þarf jafn- vel að ganga gegn ákveðnum fordómum til að ferm- ast. Þess vegna er raunin sú, ekki síður nú en áður, að krakkarnir taka upplýsta ákvörðun um að ferm- ast, byggða á trú sinni og viðhorfum og krakkar í dag eru síður en svo verr í stakk búnir til þess held- ur en áður var.“ Krakkarnir taka upplýsta ákvörðun Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir unglinga ekki hafa breyst neitt á þeim þrjátíu og fimm árum sem hann hefur starfað sem prestur. MYND: STEFÁN Tískan í hárklippingu eða –greiðslu er mjög í anda fata-tískunnar. Einfaldleikinn fær að njóta sín. Léttir liðir, eðlilegir litir og hárið er enn sítt. Mikilvægt er að halda því vel hirtu og fallegu,“ segir Ágústa. „Vafningar ýmiss konar í hárinu eru vinsælir, líkt og sjá mátti á stjörnunum á Óskarsverðlaunahá- tíðinni. Þá eru f léttur í marg- víslegum útfærslum enn mjög vinsælar og verða líklega aðal- fermingargreiðslan þetta vorið. Fléttugreiðslurnar þykja látlausar og fallegar,“ greinir hún frá. Látlaus tíska Ágústa segir að hárskrautið eigi að vera látlaust eins og greiðslan og þess vegna komi blóm sterk inn í tískuheiminum. Ég sá í New York að blómamyndir eru á bolum og kjólum fyrir sumarið og þar með verða blómin einnig vinsæl í hárið. Þetta fylgist allt að í tískusveiflum,“ segir hún. „Ég hef legið yfir vörulistum með fallegu blómaskrauti fyrir hárið undanfarið. Þetta eru til dæmis stór blóm sem hægt er að setja aftan á hnakkann eða mörg lítil. Það má vel nota lifandi blóm ef ferming- arbörnin vilja það frekar. Einnig er mikið úrval af hárböndum með litlum blómum. Litirnir eru svipað- ir og í fatatískunni, laxableikt, föl- bleikt og drapplitað. Einnig er hægt að fá þessi blóm í hvítu en ljós litur er alltaf vinsælastur hjá fermingar- stúlkum,“ segir Ágústa. Léttir liðir Hún segir að mömmurnar fari ekki lengur í greiðslu á fermingardegi dótturinnar. „Konur á öllum aldri eru með sítt hár í dag og gæta þess í flestum tilfellum að hirða það vel með litun og klippingu. Síðan er alltaf fallegt að setja létta liði í hárið og það hentar vel síðu hári.“ Þegar Ágústa er spurð um nýj- ustu straumana í klippingu segir hún að skálínur séu fyrirferðamikl- ar í vortískunni. Sítt hár er áfram vinsælt en það er mikið tjásað og er það gert með nýrri aðferð.“ Fléttur og blóm í hárið Ágústa Hreinsdóttir, hársnyrtimeistari hjá Hár Expo, er nýkomin frá New York þar sem hún sat námskeið fyrir fagfólk. Hún segir að blóm í öllum gerðum séu vinsæl um þessar mundir. Blómaskrautið er í ýmsum útfærslum. Einnig er hægt að fá hárbönd með litlum blómum. Ágústa Hreinsdóttir, hársnyrtimeistari Hár Expo, segir að blóm í alls kyns útfærslum séu það nýjasta í hárskrauti. Á myndinni til hægri er Ágústa á stofunni. Þórhildur Kristinsdóttir fermist í Víkurkirkju þann 9. apríl, annan í páskum. Fermingarbörnin þann daginn verða þrjú í heildina en tvær skólasystur Þórhildar fermast með henni. „Hinir tveir krakkarnir í ár- ganginum fermast svo á hvítasunnudag,“ segir Þórhildur sem hefur haft gaman af öllum undirbúningnum í vetur. „Ferm- ingarfræðslan hjá séra Haraldi M. Krist- jánssyni var mjög skemmtileg og við lærð- um mjög margt,“ upplýsir Þórhildur en fermingarbörnin fimm hittust einu sinni í viku á heimili prestsins. „Við höfum lært öll boðorðin, trúarjátninguna og ýmis- legt fleira utanbókar. Svo er séra Harald- ur mjög skemmtilegur og fékk okkur til að spjalla um ýmislegt sem tengist trúnni,“ segir Þórhildur sem þótti bara skemmti- legt að mæta í messur í vetur og þykir allt eins líklegt að hún haldi því áfram. Fermingarveisla Þórhildar verður í Vík- urskóla og boðið verður upp á kökuveislu. Þórhildur segir að fjölmörgum hafi verið boðið og vonast hún til þess að sem flestir mæti þó um nokkuð langan veg sé að fara. Innt eftir því hvers hún óskar sér í fermingargjöf nefnir hún tvennt. „Ég vonast eftir að fá ferðatösku og ef það er ekki allt of dýrt þá lang- ar mig svolítið í rafmagnspíanó,“ segir Þórhildur sem hefur sjálf lært á píanó. Tónlistariðkun er enda rík á heimilinu enda faðir Þórhildar, Kristinn Níelsson, deildarstjóri tónlistarskólans í bænum. Þórhildur er einnig mikill söngfugl og nýtur þar leiðsagnar móður sinnar, Hörpu Jónsdóttur, sem menntuð er í söng. Þórhildur og vinkona hennar stóðu sig enda með prýði á dögunum þegar þær unnu söngvakeppni Samsuðs og tóku þátt í söngvakeppni Samfés. En ætlar hún að taka lagið í veislunni sinni? „Já, það getur vel verið að ég syngi eitt eða tvö lög í veislunni,“ segir hún glaðlega. Syngur sjálf í veislunni Þórhildur Kristinsdóttir fermist ásamt tveimur skólasystrum sínum í Víkurkirkju á annan í páskum. MYND/HARPA JÓNSDÓTTIR Erna Skipholti 3 Sími: 552 0775 www.erna.is Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október 312 fyrir réttum 1700 árum, sá Konstantín mikli teikn krossins á himni og orðin “in hoc signo vinces” “Undir þessu tákni muntu sigra”. Árið 313 er Konstantín var orðinn keisari veitti hann kristnum mönnum trúfrelsi eftir langvarandi ofsóknir. Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,- úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-). IN HOC SIGNO VINCES (Undir þessu tákni muntu sigra)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.