Fréttablaðið - 17.03.2012, Side 44

Fréttablaðið - 17.03.2012, Side 44
FÓLK|HELGIN er oft mikið stuð á árs hátíðum og við leikum okkar lög í bland við önnur vin- sæl lög,“ segir Jónsi þegar hann er spurð- ur um lagavalið. Hann telur fullvíst að beðið verði um Eurovision-lagið Mundu eftir mér. Þannig hafi það verið undan- farið. „Þá syng ég bara báðar raddirnar,“ bætir hann við en engin kvenrödd er í hljóm sveitinni. Á milli þess sem Jónsi syngur með Í svörtum fötum spilar hann á gítar og treður upp sem trúbador. Þá er hann oft fenginn sem veislustjóri og er vinsæll til að gæsa verðandi brúðir. VON TRAPP-FJÖLSKYLDAN Jónsi er mikill fjölskyldumaður. Hann á tvo syni, Trausta, 11 ára, og Ara, 6 ára. Þeir eru báðir að læra á fiðlu en móðir þeirra, Rósa Björgvinsdóttir, er fiðlu- leikari þótt hún starfi ekki við það. Trausti er auk þess í karate og Ari í ballett svo það er nóg að gera hjá Jónsa við að skutla strákunum í tóm stundir. „Laugardagsmorgnar eru oft anna samir við skutl. Við vöknum því alltaf snemma, enda nóg að gera,“ segir Jónsi. Rósa og Jónsi kynntust í Tónlistarskóla Akur eyrar þegar þau voru sextán ára. Þá voru bæði að læra tón- list. Þegar Jónsi er spurður hvort fjöl skyldan spili og syngi saman jánkar hann því. „Við gerum það undir vissum kringum- stæðum, til dæmis í fjölskyldu boðum. Við búum oft til skemmtidagskrá fyrir fjölskyldu- veislur og gerð- um það síðast um áramótin. Við erum hægt og sígandi að breyt- ast í Von Trapp- fjölskylduna. Það er töluvert líf á þessu heimili,“ segir Jónsi sem er sálfræðinemi í HR og útskrifast þaðan eftir eitt ár. „Vegna þess hve mikill tími hefur farið í undirbúning Eurovision þá bíða mín stór verkefni fyrir skólann sem ágætt verður að klára um helgina.“ FRÆÐSLA UM ASERBAÍDSJAN Jónsi tók áður þátt í Eurovision- keppninni árið 2004. Hann komst síðan áfram í undankeppninni hér heima árið 2007. „Ég er mjög spenntur yfir að fara í keppnina núna, sérstaklega vegna þess að við erum að fara til lands sem ég myndi ekki annars heimsækja. Rebekka A. Ingimundardóttir, leikstjóri og búninga hönnuður hópsins, ætlar að halda fyrir lestur um Aserbaídsjan fyrir okkur, segja frá siðum og venjum og kenna okkur nokkur orð í málinu. Hún hefur farið víða um heiminn og kynnt sér meðal annars menningu þessa lands,“ segir Jónsi. Á sumrin starfar Jónsi sem flug- þjónn hjá Icelandair og svo verður aftur í sumar. Hann fer því beint í loftið aftur þegar hópurinn kemur heim frá Bakú. Hann segir að námið í sálfræði henti vel fyrir flugþjóna og komi oft að góðum notum í há loftunum. „ Vinnusálfræði heillar mig mikið,“ segir Jónsi. ■ elin HRESSIR STRÁKAR Ari og Trausti leika báðir á fiðlu og spila oft með foreldrum sínum í fjöl- skylduveislum. MYND/GVA ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU ■ HÚMORSÞING VERÐUR HALDIÐ Í FJÓRÐA SINN Í DAG Á HÓLMAVÍK. Þjóðfræðistofa og þjóðfræðideild Háskóla Ís- lands, í samstarfi við Eddu- öndvegissetur, standa fyrir hinu árlega Húmorsþingi í dag. Það er nú haldið í fjórða sinn á Hólmavík á Ströndum. Á mál- þinginu munu fræðimenn stíga á stokk og varpa ljósi á nýjustu rannsóknir og miðlun á húmor. Í fyrirlestrum og umræðu- hópum verður rætt um hinar ýmsu birtingarmyndir húmors í daglegu lífi og fjölmiðlum. Á meðal þátttakenda verða Þorsteinn Guðmundsson, Ugla Egilsdóttir, Ari Eldjárn, Örn Úlfar Sævarsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Íris Ellenber- ger, Ármann Jakobsson, Sóley Guðmundsdóttir, Kristinn Schram og Kristín Einarsdóttir. HÚMORSÞING ALLTAF FJÖR „Við erum hægt og sígandi að breytast í Von-Trapp- fjölskylduna. Það er töluvert líf á þessu heimili.“ Áttablaðarós rúmföt Stærð 140x200 UM SÝNINGUNA: Sýningargestum er boðið í ferðalag um Ísland. Ferðin tekur óvænta stefnu þar sem náttúran og ýmis óræð öfl setja mark sitt á ferðalagið. KYNNIR: Borgarleikhúsinu 19. og 20. mars 2012 Ísland er land þitt 45 ára starfsafmæli JSB 1967 - 2012 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 63 s: 551 4422 • laxdal.is VORFRAKKARNIR KOMNIR Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16, www.topphusid.is Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Vattjakkar, 4 litir, kr. 19.900 alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.