Fréttablaðið - 17.03.2012, Page 71
KYNNING − AUGLÝSING Fermingargjafir17. MARS 2012 LAUGARDAGUR 5
MIKILVÆG MÁLTÍÐ
Fermingarbörn vakna gjarnan
snemma með hnút í maganum
af spennu fyrir stóra daginn.
Staðgóðum morgunmat má þó
ekki sleppa þó lystin sé lítil þar sem
kvíðahnúturinn stækkar bara á tóman
maga. Byrja skal því daginn á hollum og
trefjaríkum morgunmat með fjölskyldunni.
Ef kvíðahnúturinn hefur ekki minnkað eða horfið
eftir matinn má reyna að losa um hann með því að setja tónlist í
eyrun og syngja hástöfum með. Þá er mikilvægt að muna eftir því
að drekka vatn.
HOLL BRAUÐTERTA MEÐ
ROASTBEEF
Brauðtertur eru ákaflega
vinsælar á fermingarborðið og
vel þegnar hjá gestum. Hér er
uppskrift að brauðtertu með
roastbeef sem virðist vera í
hollari kantinum. Hægt er að
skreyta kökuna að vild. Upp-
skriftin miðast við tólf.
6 sneiðar gróft samlokubrauð
án skorpu
12 sneiðar fínt
samlokubrauð
án skorpu
Lifrarkæfufyll-
ing
200 g lifrarkæfa
1 dl hrein jógúrt
1 dl súrsuð agúrka, smátt söxuð
Hrærið jógúrt saman við kæfuna
og blandið agúrku saman við.
Bragðbætið með salti og pipar
ef þarf.
Beikonfylling
150 g beikon, smátt sneitt
1 dl hakkaður rauðlaukur
1 dl majónes
1 dl hrein jógúrt
Steikið beikonið þar til það verður
stökkt og látið síðan fituna renna
af á eldhúspappír. Kælið. Blandið
beikoninu síðan saman við
hakkaðan rauðlauk, majónes og
jógúrt. Bragðbætið með salti og
pipar ef þarf.
Ofan á tertuna og á hliðar
200 g rjómaostur
4 msk. majónes
½ tsk. karrí
½ tsk. turmerik
2 msk. sítrónusafi
Blandið vel saman öllum
hráefnum.
Til skreytingar
12 sneiðar roastbeef
1 dl steiktur laukur
12 sneiðar súrsaðar gúrkur
6 kirsuberjatómatar, skornir í
helminga
Lollo rosso salat eða annað salat
til skrauts og fersk steinselja.
Leggið 6 fínar brauðsneiðar þétt
saman á fat. Smyrjið beikonfyll-
ingunni yfir brauðið. Leggið síðan
6 grófar brauðsneiðar yfir. Smyrjið
lifrarkæfufyllingu yfir. Leggið aftur
sex fínar brauðsneiðar yfir og
smyrjið ostafyllingunni ofan á og
á hliðarnar.
Skreytið hliðarnar smekklega með
salati til hliðar og smávegis ofan
á tertuna. Reynið að klemma
roastbeef sneiðar saman svo hver
sneið líti út eins og blóm. Leggið
fallega ofan á tertuna. Skreytið
kringum hverja „rós“ með agúrku,
kirsuberjatómötum, steiktum lauk
og ferskum kryddjurtum.
arionbanki.is/namsmenn – 444 7000
Þegar stórum áfanga er náð er mikilvægt að huga að framtíðinni.
Við gefum fermingarbarninu 5.000 kr. eða bol frá Dogma ef
30.000 kr. eða meira eru lagðar inn á Framtíðarreikning þess í
Arion banka. Hið sama á við ef Framtíðarreikningur er stofnaður
í nafni fermingarbarnsins.
Láttu gjöfina taka vaxtarkipp hjá okkur.
Fermingargjöf
Arion banka