Fréttablaðið - 17.03.2012, Page 71

Fréttablaðið - 17.03.2012, Page 71
KYNNING − AUGLÝSING Fermingargjafir17. MARS 2012 LAUGARDAGUR 5 MIKILVÆG MÁLTÍÐ Fermingarbörn vakna gjarnan snemma með hnút í maganum af spennu fyrir stóra daginn. Staðgóðum morgunmat má þó ekki sleppa þó lystin sé lítil þar sem kvíðahnúturinn stækkar bara á tóman maga. Byrja skal því daginn á hollum og trefjaríkum morgunmat með fjölskyldunni. Ef kvíðahnúturinn hefur ekki minnkað eða horfið eftir matinn má reyna að losa um hann með því að setja tónlist í eyrun og syngja hástöfum með. Þá er mikilvægt að muna eftir því að drekka vatn. HOLL BRAUÐTERTA MEÐ ROASTBEEF Brauðtertur eru ákaflega vinsælar á fermingarborðið og vel þegnar hjá gestum. Hér er uppskrift að brauðtertu með roastbeef sem virðist vera í hollari kantinum. Hægt er að skreyta kökuna að vild. Upp- skriftin miðast við tólf. 6 sneiðar gróft samlokubrauð án skorpu 12 sneiðar fínt samlokubrauð án skorpu Lifrarkæfufyll- ing 200 g lifrarkæfa 1 dl hrein jógúrt 1 dl súrsuð agúrka, smátt söxuð Hrærið jógúrt saman við kæfuna og blandið agúrku saman við. Bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Beikonfylling 150 g beikon, smátt sneitt 1 dl hakkaður rauðlaukur 1 dl majónes 1 dl hrein jógúrt Steikið beikonið þar til það verður stökkt og látið síðan fituna renna af á eldhúspappír. Kælið. Blandið beikoninu síðan saman við hakkaðan rauðlauk, majónes og jógúrt. Bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Ofan á tertuna og á hliðar 200 g rjómaostur 4 msk. majónes ½ tsk. karrí ½ tsk. turmerik 2 msk. sítrónusafi Blandið vel saman öllum hráefnum. Til skreytingar 12 sneiðar roastbeef 1 dl steiktur laukur 12 sneiðar súrsaðar gúrkur 6 kirsuberjatómatar, skornir í helminga Lollo rosso salat eða annað salat til skrauts og fersk steinselja. Leggið 6 fínar brauðsneiðar þétt saman á fat. Smyrjið beikonfyll- ingunni yfir brauðið. Leggið síðan 6 grófar brauðsneiðar yfir. Smyrjið lifrarkæfufyllingu yfir. Leggið aftur sex fínar brauðsneiðar yfir og smyrjið ostafyllingunni ofan á og á hliðarnar. Skreytið hliðarnar smekklega með salati til hliðar og smávegis ofan á tertuna. Reynið að klemma roastbeef sneiðar saman svo hver sneið líti út eins og blóm. Leggið fallega ofan á tertuna. Skreytið kringum hverja „rós“ með agúrku, kirsuberjatómötum, steiktum lauk og ferskum kryddjurtum. arionbanki.is/namsmenn – 444 7000 Þegar stórum áfanga er náð er mikilvægt að huga að framtíðinni. Við gefum fermingarbarninu 5.000 kr. eða bol frá Dogma ef 30.000 kr. eða meira eru lagðar inn á Framtíðarreikning þess í Arion banka. Hið sama á við ef Framtíðarreikningur er stofnaður í nafni fermingarbarnsins. Láttu gjöfina taka vaxtarkipp hjá okkur. Fermingargjöf Arion banka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.