Fréttablaðið - 17.03.2012, Síða 76
17. mars 2012 LAUGARDAGUR40
F
lestir knattspyrnu-
menn verða fyrir
meiðslum inni á vell-
inum, í leikjum eða á
æfingum, en það er
ekki algilt. Reglulega
verða þeir fyrir hnjaski við hvers-
dagslegri og gjarnan neyðarlegri
aðstæður og þurfa að taka sér
frí frá spilamennsku meðan þeir
jafna sig, leka slíkar fréttir óhjá-
kvæmilega út til fjölmiðla.
Einn þeirra er Darren Fletcher,
leikmaður Manchester United,
sem er einkar óheppinn þegar
kemur að salernismálum eins og
sýndi sig þegar hann hugðist nota
eitt slíkt í búningsherberginu eftir
leik gegn Lyon í Meistaradeildinni
árið 2008. Klósetthurðin losnaði af
hjörunum og féll á hausinn á Fletc-
her, sem steinrotaðist og þurfti að
láta sauma nokkur spor í ennið.
Leroy Lita, leikmaður Swan-
sea, tognaði í læri þegar hann
vaknaði og teygði úr sér í rúminu
einn morguninn og gat ekki leik-
ið knattspyrnu í nokkrar vikur á
eftir. Þá tókst landsliðsmannin-
um Rio Ferdinand að skaða hásin
heima í stofu hjá sér, þar sem
hann hafði fótinn í sömu stöðu
meðan yfir stóð nokkurra klukku-
stunda löng seta við PlayStation.
Það getur líka reynst hættulegt
að fagna um of, eins og Arsenal-
maðurinn Steve Morrow komst að
þegar hann skoraði sigurmarkið
í úrslitaleik Deildabikarsins árið
1993. Eftir leikinn lyfti fyrirliðinn
Tony Adams félaga sínum upp á
herðar sér í fögnuði en missti
hann á jörðina. Morrow braut við-
bein, var ófær um að veita med-
alíunni viðtöku og spilaði ekki
það sem eftir lifði tímabilsins.
Ein allra furðulegustu fót-
boltameiðslin hljóta þó að til-
heyra Darius Vassell, fyrrum
leikmanni Aston Villa, sem fékk
blæðingu undir nöglina á ann-
arri stórutánni. Vassell náði
sér í rafmagnsbor, boraði gat á
nöglina til þess að létta á þrýst-
ingnum, fékk blóðeitrun og
þurfti að láta fjarlægja nöglina.
Furðulegustu fótboltameiðslin
Ever Banega, leikmaður Valencia á Spáni, meiddist þegar bíllinn hans rann yfir fótinn á honum á bensínstöð í síðasta mánuði.
Skringileg íþróttameiðsl eru býsna algeng og þá sérstaklega hjá markvörðum, eins og Kjartan Guðmundsson komst að.
SKAMMVINNUR FÖGNUÐUR Steve Morrow skoraði sigurmark Arsenal í úrslitum deildarbikarsins árið 1993. Í fagnaðarlátunum að
leik loknum missti fyrirliðinn Tony Adams hann og Morrow braut viðbein. NORDICPHOTOS/GETTY
Argentínumaðurinn Ever Banega, leikmaður Valencia, leikur ekki knatt-
spyrnu næstu fimm mánuðina hið minnsta eftir ökklameiðsli sem hann
varð fyrir í lok febrúar. Banega var að dæla bensíni á bílinn sinn en gleymdi
að setja í handbremsu svo bíllinn rann aftur á bak og yfir fót leikmannsins.
Kólumbíumaðurinn Faustino Asprilla, sem var kallaður Kolkrabbinn og
lék meðal annars með Newcastle, missti af úrslitaleiknum í Evrópukeppni
bikarhafa árið 1993, þegar hann lék með Parma á Ítalíu, vegna meiðsla.
Þá lenti leikmaðurinn í árekstri við strætisvagn, fór út úr bílnum, sparkaði
í gegnum hurðina á strætisvagninum og skarst illa. Alls lenti Asprilla sex
sinnum í árekstri fyrsta mánuðinn sem hann lék á Ítalíu.
HÖFÐU EKKI HEMIL Á SÉR
Börn eru yndisleg, en geta líka
reynst atvinnuknattspyrnumönn-
um skeinuhætt. Það ætti enski
harðhausinn David Batty að vita,
en bata hans eftir ökklameiðsli var
seinkað um nokkra mánuði þegar
þriggja ára dóttir hans hjólaði yfir
fótinn á pabba sínum á þríhjólinu
sínu.
Þá hafa bæði Fabio Aurelio
hjá Liverpool og fyrrum Chelsea-
maðurinn Mario Melchiot, sem
leikur nú með liðinu Umm Salal
í Quatar, meiðst alvarlega og
misst út nokkra mánuði af spila-
mennsku eftir að hafa leikið sér í
fótbolta við börnin sín úti í garði.
BLESSAÐ BARNAÓLÁN
Norðmaðurinn Svein Gröndalen (til vinstri á mynd) komst á spjöld
sögunnar þegar hann bjó sig undir leik í undankeppni HM með því að
hlaupa úti í skógi á áttunda áratugnum. Gröndalen hljóp á elg og slasaðist
svo alvarlega að hann var ófær um að spila leikinn.
Enn verr fór fyrir Chic Broadie, markverði Brentford, árið 1970 þegar
hundur hljóp inn á völlinn í leik gegn Colchester og felldi markmanninn
sem braut hnéskelina. Meiðslin bundu enda á feril Broadies.
Þá reyndist hundur írska landsliðsmannsins Liam Lawrence honum
óþægur ljár í þúfu árið 2008. Lawrence ætlaði á salernið um miðja nótt,
hrasaði um hundinn og niður stiga og var lengi frá keppni.
HUNDAÓHEPPNI
Knattspyrnustjórinn Roy
Hodgson sagði Finnann
Jari Litmanen óheppn-
asta knattspyrnumann
sem hann hefði kynnst
þegar þeir störfuðu
saman hjá Fulham, en
á löngum ferli glímdi sá
síðarnefndi við endalaus
meiðsli, hjartavandamál
og sýkingar í eyrum
meðal annars. Þegar
Litmanen var einu sinni
sem oftar á góðum
batavegi, og átti að leika
varaliðsleik með Fulham
daginn eftir, þrumaði
varamarkmaður liðsins
boltanum í hnakka Finn-
ans af þvílíkum krafti að
Litmanen steinrotaðist,
fékk heilahristing og
náði því aldrei að spila
leik með félaginu. Finn-
inn fljúgandi hafði áður
meðal annars dottið
niður stiga og slasað
sig. Þegar hann lék með
Malmö í Svíþjóð opnaði
þjálfari liðsins gosdós
með neftóbaksdós, en
tappinn flaug í augað á
Litmanen, sem missti af
landsleik með Finnum í
kjölfarið.
FINNINN ÓHEPPNI
Markmenn eru sérkapítuli út af fyrir sig hvað
skringileg meiðsli varðar. Líklega tilheyra hin
merkilegustu sjálfum Alex Stepney, fyrrum leik-
manni Manchester United og enska landsliðsins,
sem öskraði svo mikið á liðsfélaga sína í leik árið
1975 að hann fór úr kjálkalið og var borinn af velli.
Dave Beasant, sem lék með Wimbledon
og fleiri liðum, missti krukku af salatsósu í
eldhúsinu hjá sér og reyndi að grípa hana
með fætinum með þeim afleiðingum að
hann missti úr nokkra leiki. Af svipuðum
toga voru meiðsli Santiago Canizares,
markmanns Spánar, sem missti af HM
2002 eftir að hann missti rakspíraglas á
löppina á sér og sleit í sundur sin.
Þeir David James og David Seaman eiga
fleira sameiginlegt en fornafnið og feril með
enska landsliðinu því þeir meiddust báðir
við að teygja sig eftir fjarstýringunni fyrir
framan sjónvarpið.
Kollegi þeirra hjá enska landsliðinu,
Richard Wright, var að hita upp í víta-
teignum fyrir leik með Everton þegar
hann datt um skilti sem á
stóð „Ekki hita upp í víta-
teignum“. Hann sneri sig á
ökkla, en þremur árum áður hafði
Wright meiðst illa þegar hann datt niður af háa-
loftinu heima hjá sér.
Þá er ótalinn Daninn Michael Stensgaard hjá
Liverpool, sem þurfti að leggja skóna á hilluna eftir
að hann meiddist á öxl við að brjóta saman
straubretti.
MARKVERÐIR MARKVERÐIR
Þegar Darren Bent lék með
Charlton skar hann sig svo illa í
fingur við samlokugerð að hann
gat ekki leikið með liði sínu næstu
sex vikurnar á eftir.
Skotinn Kirk Broadfoot, sem
skoraði gegn Íslandi á Laugardals-
vellinum árið 2008, hefur líka átt
í vandræðum með matargerð.
Árið 2009 sauð Glasgow Rangers-
maðurinn tvö egg í örbylgjuofni á
heimili sínu og þegar hann bjóst
til að snæða herlegheitin sprakk
annað eggið og brennandi heitur
vökvinn sprautaðist framan í leik-
manninn. Breska pressan hefur
sjaldan átt jafnauðvelt með að
búa til hnyttnar fyrirsagnir.
MATUR ER KNATTSPYRNUMANNSINS MEGIN