Fréttablaðið - 17.03.2012, Page 80

Fréttablaðið - 17.03.2012, Page 80
17. mars 2012 LAUGARDAGUR44 CHANEL PRADA Sykursætir pastellitir í sumar Það er gömul trú sem segir að pastellitir veki traust hjá öðrum. Það voru hins vegar ekki margir sem hoppuðu hæð sína þegar þeir sáu að stóru tískuhúsin á borð við Marc Jacobs, Valentino, Prada og Chanel létu liti á borð við ljósbleikan, mintugrænan, fölgulan og ljósbláan ráða ríkjum í sumartískunni. Þó að fáir hrífist af þessari fölu litapallettu er engin ástæða til að örvænta því með ýmsum einföldum brögðum getur hver sem er klætt sig í sumarlitina. Álfrún Pálsdóttir sökkti sér ofan í pastellitina. Gulur Bleikur Blár ■ Mintugrænn er vin sælasti pastel- litur sumarsins og því öruggast að byrja á að fjárfesta í flík í þeim lit. ■ Hann fer bæði dökk- hærðum og ljós- hærðum vel. ■ Mintugrænar prjóna- peysur voru vinsælar á tískupöllunum og flottar yfir hvítar skyrtur eða við munstraðar flíkur. ■ Fyrir þá sem vilja stíga varlega til jarðar í pastelæðinu er bent á að byrja á að kaupa naglalakk í pastellitunum til að venja sig við herlegheitin. ■ Ljósgulur á það til að fara dökkhærðum betur en ljós- hærðum. ■ Frískaðu litinn til með því að blanda honum saman við sterka liti á borð við appel- sínugulan eða grasgrænan. ■ Til að forðast það að líta út eins og páskaungi er gott að velja ljósgular flíkur sem eru úr grófum efnum, eins og ull, galla eða leður. ■ Ljósbleikur er vanda- samur litur til að klæðast, sérstaklega í byrjun vors þegar húðin er oft föl eftir sólarleysi vetrarins. Þess vegna ber að forðast það að nota ljósbleikar flíkur við andlitið. ■ Fjárfestu frekar í ljós- bleikum buxur eða pilsi og notaðu við grófar ullarpeysur eða leðurjakka. ■ Flott er að blanda ljósbleikum við dökkar flíkur og forðast að nota ljósbleikan og hvítan saman. Litirnir ljós bleikur og vínrauður fara mjög vel saman. ■ Ljósblár á að klæða ljós- hærða betur en dökkhærða . ■ Ekki ofgera litnum og klæðast honum frá toppi til táar en sú regla á við alla litina í pastelpallettunni, ■ Fallegt er að klæðast ljós- blárri flík við skærbláan eða svartan til að dempa hann niður. Grænn ACNEMARC JACOBSPRADA MARC JACOBS CHANEL MARNI VALENTINOJIL SANDERLOUIS VUITTON LOUIS VUITTON VALENTINO GIAMBATTISTA VALLI MARNI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.