Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 80
17. mars 2012 LAUGARDAGUR44
CHANEL
PRADA
Sykursætir pastellitir í sumar
Það er gömul trú sem segir að pastellitir veki traust hjá öðrum. Það voru hins vegar ekki margir sem hoppuðu hæð sína þegar
þeir sáu að stóru tískuhúsin á borð við Marc Jacobs, Valentino, Prada og Chanel létu liti á borð við ljósbleikan, mintugrænan,
fölgulan og ljósbláan ráða ríkjum í sumartískunni. Þó að fáir hrífist af þessari fölu litapallettu er engin ástæða til að örvænta
því með ýmsum einföldum brögðum getur hver sem er klætt sig í sumarlitina. Álfrún Pálsdóttir sökkti sér ofan í pastellitina.
Gulur
Bleikur
Blár
■ Mintugrænn er
vin sælasti pastel-
litur sumarsins og því
öruggast að byrja á að
fjárfesta í flík í þeim lit.
■ Hann fer bæði dökk-
hærðum og ljós-
hærðum vel.
■ Mintugrænar prjóna-
peysur voru vinsælar á
tískupöllunum og flottar
yfir hvítar skyrtur eða við
munstraðar flíkur.
■ Fyrir þá sem vilja stíga
varlega til jarðar í
pastelæðinu er bent á að
byrja á að kaupa naglalakk í
pastellitunum til að venja sig
við herlegheitin.
■ Ljósgulur á það til að fara
dökkhærðum betur en ljós-
hærðum.
■ Frískaðu litinn til með því að
blanda honum saman við
sterka liti á borð við appel-
sínugulan eða grasgrænan.
■ Til að forðast það að líta út
eins og páskaungi er gott að
velja ljósgular flíkur sem eru
úr grófum efnum, eins og ull,
galla eða leður.
■ Ljósbleikur er vanda-
samur litur til að
klæðast, sérstaklega í
byrjun vors þegar húðin
er oft föl eftir sólarleysi
vetrarins. Þess vegna
ber að forðast það að
nota ljósbleikar flíkur
við andlitið.
■ Fjárfestu frekar í ljós-
bleikum buxur eða
pilsi og notaðu við
grófar ullarpeysur
eða leðurjakka.
■ Flott er að blanda
ljósbleikum við dökkar
flíkur og forðast að
nota ljósbleikan
og hvítan saman.
Litirnir ljós bleikur og
vínrauður fara mjög
vel saman.
■ Ljósblár á að klæða ljós-
hærða betur en dökkhærða .
■ Ekki ofgera litnum og
klæðast honum frá toppi til
táar en sú regla á við alla
litina í pastelpallettunni,
■ Fallegt er að klæðast ljós-
blárri flík við skærbláan
eða svartan til að dempa
hann niður.
Grænn
ACNEMARC JACOBSPRADA
MARC JACOBS
CHANEL
MARNI
VALENTINOJIL SANDERLOUIS VUITTON
LOUIS VUITTON VALENTINO
GIAMBATTISTA
VALLI MARNI