Fréttablaðið - 17.03.2012, Síða 88

Fréttablaðið - 17.03.2012, Síða 88
17. mars 2012 LAUGARDAGUR52 Aldur: 8 ára. Verð 9 ára í maí. Í hvaða skóla ertu: Háteigsskóla. Í hvaða stjörnumerki ertu: Nautinu. Áttu happatölu? Já, 4. Helstu áhugamál/hvað gerirðu í frístundum þínum? Spila á píanó, æfa handbolta og leika mér við vini mína. Eftirlætissjónvarpsþáttur: Teiknum dýrin. Besti matur? Pasta og tortillur. Eftirlætisdrykkur? Vatn. Hvaða námsgrein er í eftirlæti? Samfélags- fræði, þar hef ég lært um bíla og himingeiminn. Áttu gæludýr – ef svo er, hvernig dýr og hvað heitir það? Nei. Skemmtilegasti dagurinn og af hverju? Öskudagur, þá má maður slá köttinn úr tunnunni og fara í búninga. Eftirlætistónlistarmaður/hljóm- sveit? Páll Óskar. Uppáhaldslitur? Blár og gulur. Hvað gerðirðu í sumar? Ég keyrði kringum allt landið. Í haust fór ég til Parísar og Madagaskar og hitti fullt af lemúrum. Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið? Fimm-bækurnar, Ævintýra-bækurnar og Harry Potter. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin/n stór? Rithöfundur eða leikari. krakkar@frettabladid.is 52 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Mamma: Af hverju setur þú bangsann þinn inn í frysti? Halli: Af því mig langar í ísbjörn. Mamma, litli bróðir er með ofsalega viðkvæm eyru! Af hverju segirðu það? Hann fer að hágráta í hvert sinn sem ég toga í þau. Ari kallar til mömmu sinnar: Mamma það er maður hérna frammi að safna fyrir elli- heimili. Á ég að gefa honum ömmu? Hvernig brenndi drekinn sig á hendinni? Hann hélt fyrir munninn þegar hann geispaði. Hvernig veistu að fíll hefur verið í ísskápnum? Það eru fótspor í smjörinu. Ég heiti Katrín Gunnars dóttir, ég er 25 ára, vinn sjálfstætt sem samtímadansari og dans- höfundur. Ég kenni dans í Dans- listarskóla JSB og tek þátt í að skipuleggja opnun Barna- menningar hátíðar í Reykja- vík sem verður haldin 17. til 22. apríl. Á opnun hátíðarinnar sem haldin verður í Hörpu munu allir nemendur í 4. bekk grunn- skóla Reykjavíkur dansa saman. Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að læra að dansa? Ég byrjaði níu ára, fyrst aðeins í ballett en fljótlega skipti ég yfir í freestyle-dans og svo nútíma- dans. Varstu þá búin að ákveða að verða dansari þegar þú yrðir stór? Nei, alls ekki, þá ætlaði ég að verða vísindamaður. Þarf maður ekki að vera svaka- lega duglegur að æfa sig? Jú, svo sannarlega, æfingin skapar meistarann. Hvað er skemmtilegast við að vera dansari? Að fá að vinna með skemmtilegu og skapandi fólki og njóta þess að dansa og búa til list. En leiðinlegast? Það er stundum erfitt að vera þolinmóður þegar eitthvað tekst ekki í fyrstu til- raun. Getur maður unnið bara við það að dansa? Já, það er alveg hægt en maður þarf að skapa sér vinnu sjálfur og maður verður ekki ríkur! Hefurðu dansað í mörgum sýningum? Já, bæði dans- að og samið dans í alls konar sýningar, ég er til dæmis að semja atriði fyrir Nemenda- sýningu JSB í Borgarleikhúsinu 19. og 20. mars. Hvað leggurðu mesta áherslu á við krakkana sem þú ert að kenna? Það skiptir alltaf mestu máli að lifa sig inn í dansinn og hafa gaman af. Hver er skemmtilegasta sýningin sem þú hefur tekið þátt í? Að fá að dansa hangandi í 45 metra hæð yfir Austurvelli í fyrra, það var ótrúleg tilfinning! Ertu fræg? Það veit ég ekki. Ég hef verið í sjónvarpinu og sýnt í helstu leikhúsum borgarinnar, er maður þá frægur? - fsb SKIPTIR MESTU AÐ LIFA SIG INN Í DANSINN Mörg börn dreymir um að verða dansarar þegar þau verða stór. En er hægt að vera bara dansari? Já, það er hægt. Katrín Gunnarsdóttir lifir af því að dansa og kenna dans og sagði Krakkasíðunni frá sjálfri sér og vinnunni. Katrín Gunnarsdóttir dansari segir stundum erfitt að vera þolinmóður í dansæfingunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KRAKKSKAK.IS er ný heimasíða þar sem börn læra að tefla og þjálfa sig í skák- listinni. Þar horfa þau á kennslumyndbönd og geta teflt við önnur börn á netinu. Auk þessa er fjölbreytt efni á vefnum svo sem skákþrautir og litabækur með taflmönnum. Elín Katla Henrysdóttir Kjarrivaxnar útsýnislóðir í Hvalfirði Til sölu eða leigu stórar, fall- egar lóðir með frábæru útsýni yfir Hval örð. Lóðirnar eru í skjólgóðri, kjarrivaxinni hlíð sem snýr mót suðri í landi Kalastaða, 55 km frá Reykjavík. Tilbúnar l a endingar. Fjölbrey afþreying í nágren-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.