Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 2
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR2 Andri, er þetta risastökk fyrir tónlistarheiminn? „Klárlega. Móðurskipið er lent.“ Andri Ólafsson og félagar hans í hljóm- sveitinni Moses Hightower gáfu nýlega út lagið „Stutt skref“. BRUNI Sumarbústaður í Efsta- dalsskógi í Laugardal í Bláskóga- byggð stórskemmdist í bruna síð- degis í gær. Allt tiltækt slökkvilið frá Reykholti og Laugarvatni var kallað á staðinn, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum dfs. is. Að auki var sjúkra- og lög- reglulið sent frá Selfossi. Bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp en nágrannar gerðu viðvart. Allir innanstokksmunir brunnu til kaldra kola. Bruni í Bláskógabyggð: Sumarbústaður eyðilagðist í eldi SPURNING DAGSINS DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært Guðna Guillermo Gorozpe, 33 ára, fyrir að hafa við annan mann ráðist á mann vopnaður járnröri og barið hann í fætur og höfuð. Þolandinn hlaut þrjá skurði á höfði, tognaði á hné og hlaut ofreynsluáverka. Guðni er einn ákærður þar sem rannsókn leiddi aldrei í ljós hver samverkamaður hans var. Árásin var framin í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í júlí 2009. Hún er talin varða við lagaákvæði um sérstaklega hættulega líkamsárás, þar sem vopni var beitt við atlöguna. Þolandinn krefst tæpra 1,8 milljóna króna í bætur frá Guðna, sem tók sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar. Guðni er tengdur vélhjólasamtökunum Outlaws og hefur áður komið við sögu lögreglu. Hann hlaut síðast tveggja ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm í lok febrúar fyrir hrottafengna árás á grískan ferðamann í miðbæ Reykjavíkur í maí 2010. Ferða- maðurinn svipti sig síðar lífi og heldur móðir hans nú á lofti skaðabótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Guðna og hinum árásarmönnunum tveimur. Árið 2007 var Guðni dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás, og auk þess að leggja á ráðin um skotárás á heimili í Hafnarfirði og að reyna seinna að kveikja í húsinu með eldsprengju. Hann hefur jafnframt fengið dóma fyrir vægari líkams árásir og brot gegn valdstjórninni. - sh Nýdæmdur Outlaws-maður dreginn fyrir dóm vegna líkamsárásar: Ákærður fyrir árás með járnröri ÞJÓÐMINJAR Skáksamband Íslands harmar í yfirlýsingu að munir tengdir heimsmeistaraeinvígi Borís Spasskís og Bobby Fischers í skák árið 1972, eða einvígi ald- arinnar, séu seldir úr landi. Vísar SÍ til þess að til stendur að selja einvígisborð í einkaeign úr landi. Stjórn SÍ hefur ákveðið að skipa nefnd sem rannsakar hvað varð um muni tengda einvígi Fis- hers og Spasskís, og hvernig sölu og varðveislu þeirra var háttað í kjölfar einvígisins. Reynt verður að kortleggja hvar munirnir eru niður komnir í eitt skipti fyrir öll. SÍ hvetur jafnframt þá sem hafa verðmæta muni tengda ein- víginu að hafa samband við skrif- stofu sambandsins. - shá Einvígi Fishers og Spasskí: Meðferð muna rannsökuð af SÍ FARIÐ ÚR LANDI Borðið sem var notað í þriðju skákinni 1972 var selt úr landi í fyrra. FORÐAST SVIÐSLJÓSIÐ Guðni faldi sig á bak við staðfestingu frá Europol á andláti gríska ferðamannsins í héraðsdómi fyrr á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKOÐANAKÖNNUN Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um þrjú prósentustig frá fyrri mán- uði og mælist nú 31 prósent, að því er kom fram í frétt RÚV í gærkvöldi. Þetta er niðurstaða nýs þjóðarpúls Gallups. Stjórnarflokkarnir hafa báðir aukið fylgi sitt lítillega. Sam- fylkingin mælist með 18,7 pró- sent og Vinstri græn með 11,5 prósent. Í frétt RÚV kom fram að Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn tapa báðir fylgi frá síðustu könnun. Sjálf- stæðisflokkurinn er með 37 prósenta fylgi en 12,5 prósent styðja Framsóknarflokkinn. 5,6 prósent styðja Bjarta framtíð, 5,4 prósent styðja Dögun og 6,9 prósent styðja Samstöðu. 5.400 voru í úrtaki Gallup, svarhlutfallið var tæp 62 pró- sent. - shá Stjórnarandstaðan tapar fylgi: Ríkisstjórnin mælist með 31% AFGANISTAN, AP Sjö manns fórust í sprengjutilræði í Kabúl í fyrra- dag, stuttu eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafði flutt sjón- varpsávarp frá bandarískri her- stöð í Afganistan þar sem hann lofaði því að „ljúka þessu stríði af ábyrgð.“ Obama kom til Afganistans í fyrrinótt, án þess að tilkynnt væri um það fyrir fram, í þeim tilgangi að undirrita samkomulag við þar- lend stjórnvöld. Þetta samkomulag á að gilda til ársins 2024 og felur í sér að Bandaríkjamenn lofa aðstoð við efnahagsþróun og uppbyggingu stjórnsýslu landsins eftir að nærri níutíu þúsund manna herlið þeirra fer þaðan. Sjónvarpsávarp Bandaríkja- forseta í Afganistan var tímasett þannig, að bein útsending yrði á besta áhorfstíma í Bandaríkjunum. Obama mun á næstu dögum hefja form kosningabaráttu sína gegn Mitt Romney. Enda beindi Obama orðum sínum beint að bandarískum kjósendum: „Nú þegar við losnum undan áratug stríðsátaka erlendis og efnahagskreppu heima fyrir, þá er kominn tími til að endurnýja Bandaríkin.“ - gb Obama kom óvænt til Afganistans í fyrrinótt til að undirrita samstarfssamning: Lofar aðstoð við uppbyggingu BANDARÍKJAFORSETI Í AFGANISTAN Barack Obama flutti sjónvarpsávarp sitt til Bandaríkjanna frá Bagram-her- stöðinni í Afganistan. NORDICPHOTOS/AFP FERÐAÞJÓNUSTA Íslandsstofa kannar um þessar mundir áhuga fyrirtækja, sem annast þjónustu við fuglaskoðara, á þátttöku í sýningunni Birdfair í ágúst. Markmiðið með þátttöku Íslands er að kynna landið sem áfanga- stað til fuglaskoðunar fyrir erlendum fuglaáhugamönnum. Rúmlega 20 þúsund manns sækja sýninguna heim á ári hverju og sýnendur, um 300 tals- ins, koma víða að úr heiminum. Þetta er í fjórða sinn sem Íslandsstofa skipuleggur þátttöku í sýningunni. - shá Íslandsstofa kannar ný mið: Fuglaskoðun til tals á ráðstefnu EFNAHAGSMÁL Íslendingar hafa minni þekkingu á fjármálum nú en árið 2008, samkvæmt nýrri rannsókn Stofnunar um fjár- málalæsi. Rannsóknin var gerð á síðasta ári. Þátttakendur voru spurðir nítján spurninga sem reyndu á almenna þekkingu á fjármál- um. Þegar þær spurningar sem voru samanburðarhæfar á milli áranna 2011 og 2008 eru skoð- aðar sést að nú svaraði fólk að meðaltali 47 prósentum spurn- inganna rétt, samanborið við 53 prósent árið 2008. Meðal annarra niðurstaðna rannsóknarinnar er að mun færri halda nú heimilisbókhald en 2008. Hlutfallið er nú 24,1 prósent, samanborið við 37,3 prósent þá. - sh Færri halda heimilisbókhald: Fjármálalæsi á Íslandi hrakar LÖGREGLUMÁL Rúmlega fertugur karlmaður af Suðurnesjum hefur setið í gæsluvarðhaldi í um sex vikur grunaður um að hafa beitt stjúpdóttur sína grófu kynferðis- ofbeldi með reglulegu millibili um margra ára skeið. Jafnframt hafa verið til rann- sóknar möguleg brot mannsins gegn dóttur sinni og jafnvel þriðju stúlkunni til viðbótar, sem einnig tengdist honum fjölskyldu- böndum. Maðurinn var handtekinn rúmri viku fyrir páska eftir að lög- reglunni á Suðurnesjum barst kæra á hendur honum fyrir gróft ofbeldi gegn stjúpdótturinni og vægari brot gegn dóttur hans, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stjúpdóttirin, sem nú er rúm- lega tvítug, hafði greint móður sinni frá ofbeldinu og kvað það hafa staðið með hléum í um ára- tug. Í kjölfarið sagði dóttir þeirra, sem er á unglingastigi í grunn- skóla, frá því að maðurinn hefði leitað á hana. Sögunum fylgdi að hann hefði hótað þeim lífláti segðu þær móður sinni eða öðrum frá brotunum. Samkvæmt heimildum blaðsins áttu brotin sér flest stað þegar móðirin var fjarstödd vegna næturvinnu. Síðustu brotin gegn stjúpdótturinni munu hafa verið framin einni viku áður en maðurinn var handtekinn. Þá hefur, sem áður segir, kviknað grunur um vægari brot gegn þriðju stúlkunni, sem um skeið var tengd inn í fjölskylduna. Maðurinn var fyrst úr- skurðaður í gæsluvarðhald til einnar viku. Það hefur síðan í þrígang verið framlengt. Maður- inn var síðast leiddur fyrir Hér- aðsdóm Reykjaness í gær og þar kvað dómari upp þann úrskurð að maðurinn skyldi sæta varðhaldi til loka maí mánaðar vegna almanna- hagsmuna. Dóttir mannsins og stjúp dóttir hafa þegið aðstoð frá fagfólki vegna málsins, meðal annars hjá Stígamótum. Lögreglan á Suðurnesjum verst fregna af málinu. Þar fékkst lítið sem ekkert gefið upp um það annað en staðfesting á því að maður sæti í gæsluvarðhaldi grunaður um kyn- ferðisbrot. stigur@frettabladid.is Í varðhaldi grunaður um grófa misnotkun Rúmlega fertugur maður hefur setið í gæsluvarðhaldi í sex vikur grunaður um alvarleg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Brotin eiga að hafa staðið í um áratug. Vægari brot gegn dóttur mannsins og þriðju stúlkunni til rannsóknar. LÖGREGLUSTÖÐIN Á SUÐURNESJUM Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum í hálfan annað mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.