Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 8
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR8 LANDSDÓMUR Frummælendur á opnum fundi um Landsdómsmálið í Háskóla Íslands í gær voru sam- mála um að endurskoða þyrfti lögin um Landsdóm og að ákæru- valdið ætti ekki heima hjá Alþingi. Róbert R. Spanó, forseti laga- deildar HÍ, rökstyður það meðal annars með því að mikilvægt sé að fagleg, lögfræðileg sjónarmið og yfirvegað mat á málavöxtum liggi til grundvallar ákvörðun um ákæru í málum. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkis- saksóknari og fyrrverandi sak- sóknari Alþingis, sagðist telja að Landsdómur hefði átt að sakfella Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, fyrir stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu, eða brot á 141. grein almennra hegningarlaga. Hún er ósammála niðurstöðu dómsins og telur sýknuna ekki byggða á rétt- um fullyrðingum. Sigríður ræddi um meðferð málsins og stiklaði á stóru. Hún sagði stóran mun á að vera ríkis- saksóknari og svo saksóknari Alþingis, þar sem búið var að gefa út ákæru áður en rannsókn máls- ins hófst formlega. „Þetta veitti nýja innsýn í lífið og tilveruna og stjórnmálin líka,“ sagði Sigríður. Friðrik Árni Friðriksson Hirst, aðstoðarmaður Andra Árnasonar, verjanda Geirs, gagnrýndi aðdrag- anda Landsdóms harðlega í ræðu sinni. Benti hann einkum á að ekki hefði verið tekin skýrsla af Geir fyrr en við réttarhaldið, og bar það saman við meðferð almennra sakamála þar sem saksóknari er sá sem ákvarðar ákæru, en ekki Alþingi. Öll voru þau sammála um að breyta þyrfti kerfinu sem fyrst og afnema ákæruvald Alþingis. - sv Saksóknari telur að sakfella hefði átt Geir fyrir vanrækslu en telur að breyta þurfi lögum um Landsdóm: Sammála um að Alþingi eigi ekki að ákæra FUNDAÐ UM LANDSDÓM Frummæl- endur voru sammála um að afnema ætti ákæruvald Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HLIÐIÐ AÐ ÍSLANDI 95,6% ferðamanna komu um Keflavíkurflugvöll í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FERÐAÞJÓNUSTA Tæplega 541 þús- und ferðamenn komu til Íslands um Leifsstöð árið 2011 eða 17,8 prósentum fleiri en árið 2010. Fjöldamet í brottförum ferða- manna um Leifsstöð voru slegin í öllum mánuðum ársins nema mars en þá kom álíka fjöldi og á árinu 2010. Þetta má lesa í tölfræðiúttekt Ferðamálastofu fyrir árið 2011. Langflestir komu með flugi um Keflavíkurflugvöll, eða 95,6 prósent, 2,2 prósent með Nor- rænu um Seyðisfjörð og 2,2 pró- sent með flugi um Reykjavíkur-, Akureyrar- eða Egilsstaðaflug- völl. Vert er að taka fram að tölur fyrir aðra staði en Keflavíkur- flugvöll byggja ekki á talningum heldur mati út frá sölu- og far- þegatölum. - shá 541.000 fóru um Leifsstöð: Fjöldamet sett 11 mánuði 2011 Vínflöskum stolið Brotist var inn í Kaffi Flóru í grasa- garðinum í Laugardal aðfaranótt miðvikudags og stolið þaðan 23 léttvínsflöskum. Að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var í gær ekki enn vitað hver eða hverjir voru þar að verki. LÖGREGLUFRÉTTIR LANDBÚNAÐUR Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að herða þurfi opinbert eftirlit á Íslandi til að tryggja að kjöt og mjólk innihaldi ekki efnaleifar af dýralyfjum. Yfirdýralæknir segir niðurstöður ESA frekar hastarlegar og sumar byggðar á misskilningi, þó sé þar að finna gagnlegar ábendingar sem unnið verði úr. Nýtt rafrænt skráningarkerfi með skráningu dýralyfja og lyfjasölu dýralækna er í burðarliðnum, en það er for- senda þess að unnt verði að sinna lögboðnu eftirliti. ESA hefur eftirlit með fram- kvæmd evrópsku matvælalög- gjafarinnar hér á landi. Af því til- efni komu fulltrúar stofnunarinnar í eftirlitsheimsókn í desember 2011 til að fara yfir framkvæmd á eftirliti með efnaleifum í dýra- afurðum, með sérstakri áherslu á eftirlit með notkun dýralyfja. Í nýútkominni skýrslu, byggðri á heimsókninni, eru gerðar nokkrar athugasemdir við eftirlitið hér á landi. Helstar eru að dýralæknar gefi ekki út lyfseðla og bændur skorti því upplýsingar um biðtíma frá lyfjagjöf til slátrunar. Eins að sláturhús fái ekki upplýsingar til að tryggja að dýrum, sem hafa verið gefin lyf, sé ekki slátrað áður en biðtími sé liðinn. Eins segir: „stór hluti dýralækna hefur ekki sætt neinu eftirliti stjórnvalda.“ Halldór Runólfsson, yfirdýra- læknir hjá Matvælastofnun, segir hættuna, sem felst í því að lyfja- leifar berist á disk neytenda, helst vera fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir lyfjum, til dæmis pensilíni. Hins vegar séu niðurstöður ESA hastarlegar og sumar hverjar byggðar á misskilningi. „Til dæmis Vilja hert eftirlit með dýra- lyfjagjöf og búfjárafurðum Yfirdýralæknir segir að skýrsla um eftirlit með dýralyfjum og lyfjaleifum í kjöti og mjólk séu hastarlegri en tilefni sé til. Rafrænt skráningarkerfi er í burðarliðnum. Ofnæmi er helsta hætta vegna lyfjaleifa í mat. Í GRIPAHÚSI Rafræn skráning verður tekin upp til að uppfylla reglur um eftirlit. Þegar hefur slík skráning verið tekin upp fyrir nautgripi og hesta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■ Dýralæknar gefa ekki út lyfseðla. Þetta leiðir til þess að bændur skortir skriflegar upplýsingar um biðtíma, það er þann tíma sem það tekur lyf að hverfa úr líkama dýra. Fyrr er ekki leyfilegt að mjólka þau eða slátra þeim. ■ Sláturhús hafa ekki alltaf upp- lýsingar eða nota verkferla til að tryggja að dýrum, sem hafa verið gefin lyf, sé ekki slátrað áður en biðtími er liðinn. ■ Enn hafa engar skoðanir farið fram á sauðfjár- og hesta- býlum í tengslum við notkun og dreifingu dýralyfja. Stór huti dýralækna hefur ekki sætt neinu eftirliti stjórnvalda. ■ Dýralæknar afhenda lyf til bóndabæja og eru um leið ábyrgir fyrir opinberu eftirliti á notkun þeirra. Þetta gæti hugsanlega valdið hagsmuna- árekstri. ■ Annmarka er að finna á skipulagi og vinnu rannsóknar- stofa, meðal annars er notast við aðferðafræði sem er ekki viðurkennd eða fullgild og getur haft í för með sér ónákvæmar niðurstöður. Athugasemdir eftirlitsstofnunar EFTA skortir bændur ekki skriflegar upplýsingar um biðtíma. Allar upplýsingar eru skráðar á lyfja- glösin svo bændur vita nákvæm- lega hvernig á að fara með þau.“ Halldór segir það rétt að dýra- eigendum beri skylda til að tryggja að dýr séu ekki send í slátur hús með lyfjaleifar. Hins vegar geti mistök alltaf átt sér stað. Nýtt skráningarkerfi, HEILSA, muni vonandi koma í veg fyrir þau. Upplýsingar séu skráðar í kerfið og fari yfir í heilsukort gripa sem fylgja þeim í sláturhús. Kerfið hefur þegar verið innleitt fyrir nautgripi og hross. Fundist hafa gripir eftir komu í sláturhús sem voru með lyfjaleifar þegar við- komandi gögn sem fylgdu þeim voru skoðuð. Afurðum þeirra var hent. Hvað mjólkina varðar segir Halldór að virkt eftirlit sé með allri mjólk sem berist til afurða- stöðvanna og því sem ekki standist skoðun sé hellt niður. Matvælastofnun og Lyfja- stofnun hafa þegar hafið úrvinnslu ábendinga ESA. svavar@frettabladid.is 1. Undir hvaða nafni kemur tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen fram? 2. Hvað heitir fyrrverandi bæjar- stjóri Kópavogs sem áður var fjár- málastjóri og hefur fengið nýja sviðsstjórastöðu? 3. Hvað mega tólf ára börn vera lengi úti á kvöldin samkvæmt útivistartíma sem tók gildi um mánaðamótin? SVÖR 1. Hermigervill. 2. Guðrún Pálsdóttir. 3. Til klukkan tíu að kvöldi. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Vönduð bómuhlið sem henta við íslenskar aðstæður, allt að 6 metrar á lengd. Stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar getur vaktað hliðið, tekið á móti viðvörunarboðum og stýrt aðgangi. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 20 98 1 Aksturshlið fyrir sumarhúsasvæði sem þú opnar með GSM-síma VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.