Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 24
24 3. maí 2012 FIMMTUDAGUR Ég hef eftir talsverða eftir-gangsmuni og fyrir tilstilli úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál fengið ársreikning Bænda- samtaka Íslands fyrir árin 2008 til 2010 afhentan óritskoðaðan. Það er ekki fögur lesning. Og fleiri ágengar spurningar vakna í kjöl- far þeirra sem svör fást við. Bændasamtök Íslands eiga einkahlutafélögin Hótel Saga ehf. og Hótel Ísland ehf. Þessi félög hafa til umráða umtalsverðar og verðmætar fasteignir tengdar hótel- og veitingarekstri sínum. Árið 2006 virðist staða þessa áhætturekstrar hafa verið góð, en það ár hafnaði Búnaðarþing að selja hluta rekstrarins þó í boði væru 4,3 milljarðar króna. En skjótt skipast veður í lofti því sex árum síðar var eiginfé Hótels Sögu ehf. neikvætt um 2,5 milljarða króna skv. ársreikningi! Félagið virðist ekki hafa getað staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2010. Eigandinn, Bændasamtökin, tekur afleiðingu þessarar stöðu og færir verðmæti hlutafjáreignar sinnar niður í núll bæði í Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. og afskrifar 950 milljón króna skuld Hótels Sögu við Bændasamtök Íslands. Af efnahagsreikningi Bænda- samtakanna verður einnig ráðið að Bændasamtökin hafi tals- verðar vaxtatekjur af svokölluðu geymslufé. Hér vaknar sú spurn- ing hvort þar sé um að ræða fé sem Bændasamtökin sýsla með í umboði ríkissjóðs. Geymslufé var um 160 milljónir króna um áramót 2007/8, um 350 milljónir króna áramótin 2008/9, 708 millj- ónir króna 2009/10 og 702 millj- ónir króna áramótin 2010/11. Aðeins er sýnd samtala vaxta- tekna og vaxtagjalda, en líklegt er að brúttóvaxtatekjur aukist í takt við aukið geymslufé. Virð- ist því fara saman aukin fjárþörf Bændasamtakanna í tengslum við hallarekstur hótelrekstrarins og hækkanir upphæða á geymslufjár- reikningi. Margar spurningar vakna í kjölfar þessa lestrar. Hér eru nokkrar: 1. Hvað skýrir hið mikla tap í hótelrekstri Bændasamtak- anna síðan 2006? 2. Er tap Bændasamtakanna sambærilegt við tap annarra rekstraraðila í sams konar rekstri hér á landi á sama tíma? 3. Hafa lánastofnanir verið vilj- ugri til að lána til hótelrekstr- ar Bændasamtakanna en til hótelrekstrar annarra aðila? Og ef það er tilfellið, þá hvers vegna? 4. Er rétt að hagsmunasamtök eins og Bændasamtök Íslands, sem sýsla með almannafé fyrir ríkissjóð, standi í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veitingahúsa og hótela? 5. Er rétt að félag, sem að stórum hluta hefur tekjur af opinberu fé, sé jafnframt að byggja upp eiginfé sem notað er í áhættu- rekstri? 6. Hvaða samrekstrarhag- kvæmni er fólgin í því að reka saman hagsmunasam- tök bænda annars vegar og hótel hins vegar? Eða að reka saman hagsmunasamtök ann- ars vegar og bari og lúxusveit- ingahús hins vegar? 7. Hvernig er hægt að skýra milljarða halla á rekstri hót- ela og veitingahúsa þegar ferðamenn flykkjast til lands- ins sem aldrei fyrr? 8. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað aðstreymi geymslu- fjár úr ríkissjóði, og ef svo er að hve miklu leyti? 9. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað frástreymi geymslu- fjár til umbjóðenda sinna, bænda, og þá í hvað ríkum mæli? 10. Hvaða sjónarmið leggja Bændasamtökin til grundvall- ar þegar þau safna geymslufé á vaxtaberandi reikninga? Af hverju aukast fjárhæðir á þessum reikningum áramót eftir áramót á tímabilinu 2007 til 2010? 11. Hefur það verklag sem við- haft er hvað varðar fjárreiður Bændasamtakanna verið borið undir sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið? 12. Hver hafa viðbrögð ráðuneyt- isins verið? 13. Hefur ráðuneytið fylgst af eigin frumkvæði með því hvernig Bændasamtökin greiða út styrki og annað rík- issjóðsfé til bænda? 14. Hafa Bændasamtökin bein- an eða óbeinan ávinning af umsýslu geymslufjár? 15. Með hvaða hætti hafa kjörn- ir og ráðnir forsvarsmenn Bændasamtakanna gert aðild- arfélögum sínum grein fyrir tapi af hótelrekstrinum? 16. Hafa komið upp hugmyndir um að fá óháða aðila til að gera úttekt á hallarekstri félaga í eigu Bændasamtaka Íslands? 17. Hefur verið fjallað um halla- rekstur félaga í eigu Bænda- samtaka Íslands í Bænda- blaðinu? 18. Hvers vegna eru Bændasam- tökin mótfallin því að umsýsla styrkja til bænda fari um sér- staka greiðslustofu að evr- ópskri fyrirmynd? Allar þessar spurningar snerta neytendur og skattgreiðendur beint, því staðreyndin er sú að með núverandi fyrirkomulagi á sölu- málum landbúnaðarins lendir allur kostnaður, nauðsynlegur jafnt sem ónauðsynlegur, að lokum annað hvort á neytendum í formi hærra vöruverðs eða hjá skattgreiðendum í formi hærri beingreiðslna. Áhætturekstur Bændasamtaka Íslands Bændasamtökin Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor UMDEILDIR PISTLAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Föstudaginn 4. maí kl. 12:00-13:30 í Lögbergi, L-101 Fyrirlestur á vegum Hagfræðideildar og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Afstaða póst-Keynesískra hagfræðinga til margra af helstu álitamálum hagfræðinnar er í mikilvægum atriðum frábrugðin því nýklassíska sjónarhorni sem hefur verið ríkjandi í hagstjórnar ráðgjöf og kennslu síðustu áratugi. Má þar nefna verðmyndun, tekjudreifingu, hagvöxt, atvinnumál og hagstjórn. Í fyrirlestrinum fjallar Marc Lavoie um samspil raunhagkerfis og peningakerfis, sem er eitt af helstu ágreiningsefnum póst-Keynesískrar og nýklassískrar hagfræði. Fjármálakreppan sem nú herjar á hagkerfi heimsins setur þetta efni í brennipunkt og gerir óhjákvæmilegt að taka afstöðu til kenninga póst-Keynesista um innbyggðan óstöðugleika fjármálakerfa og afleiðingar óheftrar útlánaþenslu. Marc Lavoie er prófessor í hagfræði við Ottawa háskóla og höfundur fjölda bóka, bókarkafla og fræðigreina. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir Samspil raunhagkerfis og peningakerfis frá póst- Keynesískum sjónarhóli Hagfræðideild FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Náttúrulegur orkugjafi! - eflir einbeitingu, úthald og þrek - vinnur gegn streitu og álagi - talin hjálpa gegn depurð og prófkvíða Tjáningarfrelsið er á meðal okkar dýrmætustu réttinda. Það liggur til grundvallar öllu öðru frelsi og er ein helsta stoð mannlegrar reisnar. Frjálsir, margradda og óháðir fjölmiðlar eru ómissandi til þess að tján- ingarfrelsið fái notið sín. Þetta er inntak Alþjóðlegs dags fjöl- miðlafrelsis. Frelsi fjölmiðla felur í sér frelsi til að hafa skoð- anir og leita, sækja og miðla upplýsingum og hugmyndum á hvaða hátt sem er og án tillits til landamæra; eins og kveðið er á um í 19. grein Mannréttinda- yfirlýsingarinnar. Slíkt frelsi er frumskilyrði heilbrigðs og kraft- mikils samfélags. Umbreytingarnar í Araba- heiminum hafa sýnt hversu sterkt afl felst í þránni eftir rétt- indum þegar nýir og gamlir fjöl- miðlar eru virkjaðir. Nýfengið fjölmiðlafrelsi gefur fyrirheit um umbreytingu samfélaga í krafti gagnsæis og reiknings- skila. Það opnar nýjar leiðir til samskipta og til að deila upp- lýsingum og þekkingu. Öflug- ar nýjar raddir sem áður fengu ekki að heyrast, hasla sér völl, ekki síst á meðal hinna yngri. Af þessum sökum er Alþjóða- dagur fjölmiðlafrelsis í ár helg- aður þemanu Nýjar raddir: Fjölmiðlafrelsi í þágu þjóð- félagsbreytinga. Fjölmiðlafrelsi er líka ógnað víða um heim. Á síðasta ári for- dæmdi UNESCO morð sextíu og tveggja blaðamanna sem týndu lífi vegna starfa sinna. Þessir blaðamenn ættu ekki að gleym- ast og draga ber fremjendur ódæðisverkanna til ábyrgðar. Fjölmiðlun færist í æ ríkari mæli inn á netið og á sama tíma sæta vefblaðamenn, þar á meðal bloggarar, ofríki og árásum og eru jafnvel drepnir starfa sinna vegna. Þá verður að vernda rétt eins og starfsmenn hefðbund- inna fjölmiðla. Stofnanir Sameinuðu þjóð- anna þinguðu í fyrsta skipti um öryggi blaðamanna og refsileysi ofsækjenda þeirra 13. og 14. september 2011. Þar var tekin saman áætlun um hvernig Sam- einuðu þjóðirnar gætu skapað frjálsara og öruggara umhverfi fyrir blaðamenn og fjölmiðla- starfsmenn hvarvetna í heim- inum. Á sama tíma munum við halda áfram að styrkja lagalegar stoð- ir frjálsra, margradda og óháðra fjölmiðla, sérstaklega í ríkjum sem ganga í gegnum umbreyt- ingar eða endurreisn eftir átök. Við verðum sérstaklega að leggja ungu fólki lið til þess að þróa með sér gagnrýnt viðhorf og fjölmiðlalæsi, nú á tímum upplýsingaofgnóttar. Alþjóðadagurinn er okkar tækifæri til að draga fánann að húni í baráttunni við að efla fjöl- miðlafrelsi. Við hvetjum ríki, atvinnufjöl- miðla og óháð félagasamtök til að taka höndum saman við Sam- einuðu þjóðirnar í þeirri við- leitni að efla tjáningarfrelsi jafnt á netinu sem utan þess í samræmi við alþjóðlega viður- kennd grundvallarsjónarmið. Þetta er hryggjarstykki ein- staklingsréttinda, grunnur heil- brigðra samfélaga og afl í þágu félagslegra breytinga. Ávarp á alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis Fjölmiðlafrelsi Irina Bokova framkvæmdastjóri UNESCO Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Fjölmiðlun færist í æ ríkari mæli inn á netið og á sama tíma sæta vef- blaðamenn, þar á meðal bloggarar, ofríki og árásum ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.