Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 66
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR50 golfogveidi@frettabladid.is Stöðugleiki fæst með því að spila sem mest Héraðsbúinn Hrafn Guðlaugsson var valinn nýliði ársins í sinni deild í banda- ríska háskólagolfinu. Lenti tvisvar í sjöunda sæti á mótum í vor. Segist hlakka til að koma heim í sumar og keppa við þá bestu á Eimskipsmótaröðinni. Hrafn Guðlaugsson, ungur og efni- legur kylfingur frá Egilsstöðum, varð þess heiðurs aðnjótandi fyrir skemmstu að vera útnefndur nýliði ársins í Southern States Athletic deildinni í bandaríska háskóla- golfinu. Hrafn, sem er 22ja ára, leikur með Faulkner-háskólanum í Ala- bama og er fyrsti nemandi skólans sem fær þessa viðurkenningu. Hann átti góðu gengi að fagna í vor þar sem hann lenti tvisvar í sjöunda sæti í mótum, einu sinni í þrettánda og einu sinni í fjórtánda. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá mér,“ sagði Hrafn í samtali við Fréttablaðið í gær, nýkominn úr strembnu prófi, en skólinn snýst nú ekki bara um golf. „Ég spilaði mjög mikið í byrjun árs og það kom mér í gott leikform. Ég spilaði á hverjum einasta degi og afrakst- urinn var mjög góður. Það skilar sér í stöðugleika í spilinu og hefur komið í veg fyrir að ég eigi mjög slæma hringi. Það er oft ansi van- metinn hluti af undirbúningnum að spila golf, fram yfir það að æfa og æfa.“ Þetta var annar veturinn í röð sem Hrafn ver í golf utan land- steinanna. Ég fór út til Sturlu Höskulds- sonar þar sem ég var hjá honum fyrst á Spáni og svo í Svíþjóð og hann hefur verið mér góður félagi og frábær kennari.“ Hrafn segir mikinn mun að geta helgað sig íþróttinni allt árið. Hann verður á Íslandi í sumar þar sem hann tekur þátt í Eimskipsmóta- röðinni og telur að hann ætti að geta komið ferskur inn í golfvorið. „Þetta verður í fyrsta skipti í þrjú ár og það verður gaman að koma heim og taka á því með þeim bestu hér heima.“ Aðspurður um væntingar til sumarsins segist hann hafa ágætis trú á eigin getu. „Þetta kemur allt í ljós, en ég er allavegana betri golfari í dag en ég var fyrir ári síðan.“ Hrafn meiddist þó í baki á móti í síðustu viku, en segist vera á bata- vegi og hann verði búinn að ná sér innan skamms. Varðandi framhaldið næsta vetur segir Hrafn að hann sé að skoða næstu skref. „Ég er að skoða málin. Ég stefni að því að klára viðskiptafræði- námið hérna úti, spurning hvort það verði í Faulkner eða annars staðar.“ thorgils@frettabladid.is Mannaskipti á toppi heimslistans í golfi: Luke Donald hrekur Rory úr toppsætinu Englendingurinn Luke Donald tyllti sér aftur á topp heimslistans í golfi með því að lenda í þriðja sæti á Zürich Open á PGA-mótaröðinni um síðustu helgi. Donald hrakti Rory MacIlroy þaðan, en hann og Norður-Írinn ungi hafa skipst á að vera á toppnum síðustu vikur og mánuði. Lee Westwood er í þriðja sæti, Masters-sigurvegarinn Bubba Watson er í fjórða og Hunter Mahan í því fimmta. Tiger Woods er í sjöunda sæti listans, en hann verður meðal þátt- takenda á Wells Fargo mótinu um helgina, fyrsta mótinu sem hann keppir á síðan á Masters um páskana. Bandaríkja- maðurinn Jason Dufner komst upp í 20. sæti með sigri sínum á Zürich Classic. LUKE DONALD BESTI NÝLIÐINN Hrafn var fyrir skemmstu valinn besti nýliðinn í sinni deild í bandaríska háskólagolfinu. Þjálfarar liðanna völdu sigurvegarann, en Hrafn er sá fyrsti frá Faulkner-háskól- anum sem hlýtur þessa viðurkenningu. Í SVEIFLUNNI Hrafn hefur leikið víða um Bandaríkin á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu og segir ómetanlegt að geta stundað íþróttina allan ársins hring. KYLFINGAR léku í hinu árlega 1. maí-móti Golfklúbbs Hellu sem fram fór á Strandarvelli. Nökkvi Gunnarsson, Nesklúbbnum, sigraði á mótinu á 68 höggum.230
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.