Fréttablaðið - 03.05.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 03.05.2012, Síða 6
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR6 BÚRMA, AP Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í Búrma, tók í gær sæti á þjóðþingi landsins og sór eið að stjórnarskránni ásamt félögum sínum, sem unnu sigur í aukakosningum í byrjun síðasta mánaðar. „Við þurfum að starfa innan þings núna og utan líka alveg eins og við höfum alltaf gert,“ segir Suu Kyi og heitir því að halda ótrauð áfram baráttu sinni fyrir lýðræðisumbótum. Hún hóf baráttu sína gegn herforingjastjórn landsins strax árið 1988 og hefur fyrir vikið setið í fangelsi eða stofufangelsi í samtals fimmtán ár á tímabilinu frá 1989 til 2010. Herforingjastjórnin hefur breytt um stefnu og sýnir stjórnarandstæðingum ekki lengur þá hörku sem áður tíðkaðist. Fjölmörgum samviskuföngum hefur verið sleppt úr haldi og fjölmiðlar hafa fengið meira frelsi en áður. Fyrir vikið hafa flest helstu ríki heims fallið frá refsiaðgerðum og boðað samstarf við herforingja- stjórnina í Búrma, í von um að styðja við lýðræðis- þróun í landinu. Óvíst er þó hvort herforingjarnir hafi í reynd áhuga á að gefa eftir völd sín. Sumir stjórnmála- skýrendur telja stjórnvöld fyrst og fremst vilja losna við refsiaðgerðir og vonist til þess að stjórnar- andstaðan muni leggja blessun sína yfir núverandi stjórnfyrirkomulag. - gb Aung San Suu Kyi sest á þing í Búrma eftir áratugabaráttu við stjórnvöld: Berst fyrir breytingum áfram SVER EMBÆTTISEIÐINN Suu Kyi heitir því að verja stjórnar- skrána ásamt öðrum þingmönnum. NORDICPHOTOS/AFP KÍNA, AP „Ég er frjáls. Ég hef fengið örugga fullvissu,“ sagði kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng að sögn lögfræðings síns þegar hann fór út úr sendi- ráði Bandaríkjanna í Peking. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagðist hann þó vera hræddur um líf fjölskyldu sinnar. Úr slitum hefði ráðið þegar starfsmenn bandaríska sendiráðsins sögðu honum að eiginkona hans, móðir og börn yrðu flutt aftur til heima- bæjar þeirra, Shandong, þar sem líf þeirra kynnu að vera í hættu. „Þeir sögðu að ef ég færi ekki yrðu börn mín og fjölskylda flutt aftur til Shandong,“ sagði hann á sjúkrahúsinu sem hann var fluttur á eftir að hann yfirgaf sendiráðið. Það var Gary Locke, sendiherra Bandaríkjanna í Kína, sem fylgdi Chen á sjúkrahúsið, þar sem gera átti að meiðslum sem Chen hlaut þegar hann flúði úr stofufangelsi í Shandong í síðustu viku. Á sjúkrahúsinu hitti hann aftur fjölskyldu sina. Bandarískir embættismenn fullyrða að kínversk stjórnvöld hafi samþykkt að leyfa Chen og fjölskyldu hans að flytja á öruggan stað í Kína, þar sem hann gæti lagt stund á háskólanám. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem er í opinberri heimsókn í Kína, segir að grannt verði fylgst með því hvort kínversk stjórnvöld standi við þessi loforð. Hún segir hins vegar að Chen hafi sjálfur kosið að vera áfram í Kína, úr því hann hafi fengið full- vissu fyrir því að öryggi hans og fjölskyldu hans verði tryggt. „Þetta er í samræmi við hans val og gildismat okkar,“ sagði Clinton í yfirlýsingu í gær. Á hinn bóginn hafa kínversk stjórnvöld krafið Bandaríkja- menn um afsökunarbeiðni og rannsókn á því hvernig Chen hafi komist inn í sendiráð Banda- ríkjanna. Þeir sem þar eigi hlut að máli verði dregnir til ábyrgðar. „Það sem Bandaríkjamenn hafa gert er íhlutun í innanríkismál- efnum Kína, og Kínverjar munu aldrei fallast á það,“ segir í yfir- lýsingu frá Liu Weimin, talsmanni kínverska utanríkisráðuneytisins. Chen sat fjögur ár í fangelsi fyrir sakir sem stuðningsmenn hans segja upplognar. Hann hafði vakið athygli á mannrétt- indabrotum í tengslum við þá stefnu stjórnvalda að enginn megi eignast fleiri en eitt barn. Eftir að hafa afplánað dóminn var hann hafður í stofufangelsi ásamt eiginkonu sinni, móður og dóttur og segir þau öll hafa sætt harðræði og áreitni af hálfu stjórnvalda. gudsteinn@frettabladid.is Segist óttast um líf fjölskyldu sinnar Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng yfirgaf bandaríska sendiráðið í Peking eftir að honum bárust hótanir frá kínverskum embættismönnum um að fjölskylda hans væri annars í lífshættu. Hann var fluttur á sjúkrahús í Peking. KOMINN Á SJÚKRAHÚS Chen segir að sér hafi verið sagt að kínverskir embættis- menn myndu drepa eiginkonu hans ef hann yfirgæfi ekki bandaríska sendiráðið. NORDICPHOTOS/AFP PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 2 1 3 8 8 Lyf & heilsa Kringlunni www.lyfogheilsa.is 20% Kynn inga r- afslá ttur Nýtt Kynning á nýju Neutral andlitslínunni í Lyfjum & heilsu Kringlunni 3.–5.maí af surgi gildir frá 3.maí -31.maí SJÁVARÚTVEGUR Íslenski flotinn hafði í gær veitt rúm- lega 35 þúsund tonn af kolmunna af rúmlega 60 þús- und tonna kvóta, samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Alls hafa fimmtán skip aflaheimildir sem gefa tilefni til veiða, eða frá tveimur til sex þúsunda tonna. Í frétt á heimasíðu HB Granda kemur fram að skip fyrirtækisins séu í síðustu veiðiferðum ársins. Faxi RE landaði 1.500 tonnum á Vopnafirði um helgina en fyrir veiðiferðina voru eftirstöðvar kolmunnakvóta skipa HB Granda um 2.500 tonn en heildar aflinn á vertíðinni stóð þá í rúmum 10 þúsund tonnum. Að sögn skipstjórans á Faxa hefur veiðisvæðið færst norðar síðustu dagana en frá þeim stað sem Faxi lauk veiðum er um 35 til 38 tíma sigling til Vopnafjarðar þar sem skipið landar. Nokkur fjöldi skipa er á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum. Mest er um rússnesk skip en þar eru einnig færeysk skip og nokkur íslensk skip, og þá aðallega skip þar sem aflinn er unninn um borð. - shá Íslensk, rússnesk og færeysk skip á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum: Helmingur kolmunnans á land FAXI RE Það gengur hratt á 60 þúsund tonna kolmunnakvóta Íslendinga. MYND/HB GRANDI KJÖRKASSINN Ert þú búin(n) að vígja grillið þetta sumarið? JÁ 56,4% NEI 43,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að strandveiðarnar eigi rétt á sér? Segðu skoðun þína á visir.is UTANRÍKISMÁL Fyrirhugaðar við- skiptaþvinganir ESB í deilu um makrílveiðar brjóta í bága við alþjóðalög, þar á meðal EES- samninginn. Svo hljóðar yfir- lýsing sem fulltrúar íslenskra stjórnvalda lögðu fram á fundi Sameiginlegu EES- nefndarinnar í gær. Sjávarútvegsnefnd Evr- ópuþingsins hefur lagt til að bann verði lagt við löndun á fiski frá ríkjum sem stunduðu ósjálf bærar fiskveiðar að þess mati, en það segja íslensk stjórn- völd að stríði gegn reglum. - þj Stjórnvöld á EES-fundi: Segja aðgerðir brjóta reglur Þeir sögðu að ef ég færi ekki yrðu börn mín og fjölskylda flutt aftur til Shandong.” CHEN GUANGCHEN ANDÓFSMAÐUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.