Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 26
26 3. maí 2012 FIMMTUDAGUR Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500 tölvu- slög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villu- lausum texta. Greinahöfund- ar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu. Sendið okkur línu Eftir að hafa fylgst með umræðunni um skipulags- daga leikskólanna undan- farna daga langar mig að vekja athygli á einu sem virðist vera að gleymast í þessari umræðu og það eru foreldrarnir sem eru sjálfir námsmenn! Skipulagsdagar dúkka nefni- lega stundum upp í miðri prófa- tíð hjá stúdentum sem eiga börn á leikskóla. Lokapróf hefjast yfirleitt í lok apríl og standa fram í miðjan maí að undanskildum sjúkra- og upptökuprófum sem eru yfir- leitt í kringum 20. maí. Þó auð- vitað misjafnt eftir skólum. Er ekki mögulegt að velja skipulagsdaga sem lenda ekki einmitt á þessum tíma ársins? Í Reykjanesbæ var skipulagsdag- ur mánudaginn 30. apríl, 1. maí er frídagur, svo þessi helgi var extra löng. Mjög óheppilegt fyrir þá for- eldra sem eru í prófi 30. apríl eða 2. maí! Þann 18. maí er aftur skipu- lagsdagur í Reykjanesbæ sem er mjög óheppilegt fyrir þá foreldra sem færðu prófið sitt vegna skipulagsdagsins 30. apríl, voru veikir/með veik börn eða þurfa að taka prófið sitt upp. Þetta þarf klárlega að endur- skoða, því ekki búa allir svo vel að eiga ömmur og afa eða frænkur og frændur til að hlaupa undir bagga með sér og getur margt haft áhrif þar á, til dæmis búseta námsmanna fjarri fjölskyldu. Það er eins og það gleymist hreinlega hversu margir for- eldrar eru sjálfir í námi. Það þarf að vekja meiri athygli á þessu svo leikskólarnir geti komið til móts við þann stóra hóp foreldra sem er í námi og reynt að velja aðra daga en í miðri prófatíð fyrir skipulags- daga og aðra viðburði, auðvit- að svo lengi sem það er ekki óheppilegt fyrir leikskólana. Ég held og ég vona að lang- flestir foreldrar skilji þörf- ina fyrir skipulagsdaga og vilji jafnframt taka þátt í sem flestum viðburðum á leikskóla barna sinna. Ég bind því vonir mínar við að hægt sé að mæta foreldrum í námi á miðri leið. Skipulagsdagar – sjónarmið námsmanna Við búum í fjölmenningarsam-félagi. Í samfélagi þar sem ólíkir menningarheimar mætast ríður á að búa þannig um hnúta að sátt og samlyndi ríki. Okkur ber því skylda til að ræða hvernig fjölhyggjunni skuli mætt og kosta kapps um að læra af reynslu ann- arra í því efni. Fyrir skömmu birtist hér á landi grein sem lýsir afstöðu Davids Cameron forsætisráðherra Breta til fjölhyggjunnar. Hann ræðir sérstaklega hlutverk Biblíunnar og kristinnar trúar í því samhengi (B+, Fréttabréf Biblíufélagsins, apríl 2012, bls. 9). Í orðum Came- rons hlýtur að felast ákveðinn skilningur á hlutverki kirkjunnar í samfélaginu. Enska biskupakirkjan á um sumt svipaða sögu og nýtur að vissu leyti hliðstæðrar stöðu og þjóðkirkjan hér. Því er vert að gefa hugleiðingum hans gaum. Veruleiki eða draumsýn? Cameron lýsir því yfir að Bret- land sé kristið land og Bretar eigi ekki að vera hræddir við að viður- kenna það. Biblían er að hans mati einkar mikilvæg fyrir „bresk gildi“ og loks kallar hann eftir að „hefð- bundin kristin gildi“ verði endur- vakin til þess að vega á móti „sið- ferðislegu hruni“ Bretlands. Hér vakna ýmsar spurningar vegna þeirrar opnu og friðsam- legu sambúðar milli trúarbragða og einnig milli trúaðra og ekki-trú- aðra sem verður að ríkja í lýðræð- islegu fjölhyggjusamfélagi. Er for- sætisráðherrann að lýsa Bretlandi fyrri tíma, veruleikanum eins og hann er í dag eða draumsýn sinni um Bretland? Cameron lýsir þó ekki yfir ein- faldri afstöðu. Hann veit og virð- ir að margir „landsmenn“ eru ekki kristnir og telur ekki „rangt“ að vera annarrar trúar – eða trúlaus. Hann kveðst meira að segja stolt- ur yfir að mörg „trúarsamfélög eigi heima í Bretlandi“ og að það efli landið. Umburðarlyndishefð Forsætisráðherrann byggir hug- myndir sínar á eldgamalli enskri hefð. Allt frá 17. öld hefur verið skilið á milli opinberrar trúar og einkatrúar í Bretlandi. Biskupa- kirkjan hefur verið hin opinbera kirkja landsins og eitt helsta sam- einingartákn Heimsveldisins við hlið krúnunnar. Frá 1688 hefur aftur á móti ríkt umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum og síðar trúfrelsi – lengi þó með skert- um borgaralegum réttindum. Af þeim sökum lítur Cameron raun- ar svo á að kristnin sé „bresk“ en önnur trúarbrögð „eigi bara heima“ í landinu líkt og gestir eða útlend- ingar. Kallað eftir veraldarvæddri trú Í ákalli Camerons um endurvakn- ingu kristinna gilda felst áskorun til kirkjunnar og þá einkum Ensku biskupakirkjunnar. Cameron kall- ar eftir að kirkjan standi vörð um hefðbundin, kristin gildi. Hann kallar kirkjuna jafnframt til ákveð- ins hlutverks sem felst í því að efla hin bresku gildi. Það sem Cameron raunverulega kallar eftir er að kirkjan finni sig í því hlutverki að vera stofnun eða rammi utan um það sem kalla má borgaralega eða nánast veraldlega trú (e. civil religion). Aðall borg- aralegrar trúar er að standa vörð um hefðbundin gildi samfélags eins og ráðandi öfl kjósa að skilja þau og verða hluti af opinberum tákn- heimi samfélagsins og efla þannig einingu þess og samstöðu. Kirkja sem gengur inn í slíkt hlut- verk af heilum huga verður allt- af framlengdur armur ríkisvalds- ins hvernig sem tengslum ríkis og kirkju er háttað að öðru leyti. Hún verður alltaf hluti af hástétt- inni, hámenningunni, kerfinu eða bákninu. Það telst alltaf til borg- aralegra dyggða að tilheyra slíkri kirkju hvað svo sem líður persónu- legri afstöðu og virkni. Ákall Came- rons til kirkjunnar kemur okkur við vegna þess að íslenskir stjórnmála- menn skilgreina oft hlutverk kirkj- unnar í samfélaginu á sama hátt og hann. Spámaður, trúður eða fífl? Í samfélagi samtímans er brýnt að kirkjan spyrji hvort hún geti áfram sætt sig við það að vera einungis rammi um borgaralega trú. Oft er lögð áhersla á að kristinni kirkju beri að vera gagnrýnið, „spá- mannlegt“ afl í anda þeirra fornu samfélagsrýna sem við mætum í mörgum ritum Gamla testament- isins. Þá er jafnframt minnt á hlut- verk trúðsins eða hirðfíflsins sem kom við kaun sem aðrir þóttust ekki sjá. Öll þekkjum við líka frásögnina um barnið í ævintýri Andersens sem eitt benti á nekt keisarans og þannig mætti lengi telja. Gömul og virðuleg kirkja á borð við íslensku þjóðkirkjuna verður að vísu seint trúverðugt hirðfífl. Kirkja sem bregst gagnrýnislaust við ákalli um að vera vettvangur borgaralegrar trúar afsalar sér aftur á móti hlutverki spámannsins algerlega. Hún er til friðs, er prúð, stillt og umfram allt íhaldssöm. Að lokum Ábyrgðarlaust væri að svara þeirri ágengu spurningu sem varpað var fram í upphafi með einföldu já-i eða nei-i. Þjóðkirkjan er hluti af lang- tímaminni samfélags og ber því að gæta ákveðinnar festu. Hún er þó líka hluti af hinni alþjóðlegu kirkju Krists. Í því felst ákall til gagn- rýnins endurmats sem beinist ekki síst að kirkjunni sjálfri. Í því felst brýning um að gæta ekki aðeins hefðanna heldur endurskapa þær við síbreytilegar aðstæður, m.a. í ljósi fjölhyggjunnar. Í því felst óhjá- kvæmilega áskorun um róttækni. Verður þjóðkirkja að vera íhaldssöm? Í samfélagi samtímans er brýnt að kirkjan spyrji hvort hún geti áfram sætt sig við það að vera einungis rammi um borgaralega trú. Trúmál Hjalti Hugason guðfræðingur Sigrún Óskarsdóttir guðfræðingur Menntamál Sara Björg Pétursdóttir nemi í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og móðir leikskólabarna. Save the Children á Íslandi Það er eins og það gleymist hreinlega hversu margir foreldrar eru sjálfir í námi. Það þarf að vekja meiri athygli á þessu svo leikskólarnir geti komið til móts við þann stóra hóp foreldra sem er í námi ...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.