Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 3. maí 2012 17 RANNSÓKNIR Matís og fyrirtækin Iceprotein á Sauðárkróki og Grímur kokkur í Vestmannaeyjum eru að ljúka verkefninu Auðgaðir sjávar- réttir, en þróaðar voru nokkrar frumgerðir af vörum úr íslensku sjávarfangi þar sem bætt hefur verið við lífefnum eins og þörunga- þykkni og lýsi. Niðurstöðurnar sýna að vel er hægt að auka magn ómega-3 fitu- sýra í fiskibollum án þess að það komi niður á bragðgæðum. Sama má segja um íblöndun þörungadufts og einnig tókst vel að auka prótein- magn í fiskibollunum. Neytendakönnun á netinu, sem yfir 500 manns tóku þátt í, sýndi að fólk er almennt jákvæðara gagn- vart auðgun matar ef um er að ræða þekkt hollustuefni á borð við ómega- 3 fitusýrur. Auðgun með þara virðist einnig vera raunhæfur kost- ur og svipað átti við um fiskiprótein. Þessar vörur höfða almennt frekar til fólks sem leggur áherslu á hollustu matvæla. Almennt ályktar hópurinn að auðgun sjávarrétta sé raunhæfur möguleiki en huga þarf að merkingum og upplýsingagjöf til neytenda. Mikilvægur afrakstur þessa verkefnis er styrkur frá norræna sjóðnum Nordic Innovation til að halda áfram stærra verkefni á þessu sviði og stuðla þannig að auknum verðmætum sjávarfangs og lífefna úr hafinu. - shá Hægt er að auka næringargildi matar án þess að það komi niður á bragðgæðum: Raunhæft að auðga sjávarrétti og halda gæðum SÆLGÆTI ÚR SJÓ Þörungaþykkni og lýsi auka næringagildið en bollurnar eru jafn ljúffengar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LANDHELGISGÆSLAN Maður var hætt kominn þegar smábátur hans lagðist á hliðina og sökk svo rétt undan Látrabjargi skömmu fyrir klukkan níu á þriðjudagskvöld. Skipstjóri á fiskibátnum Lóu varð vitni af atvikinu og til- kynnti til Landhelgisgæslu. Manninum var svo í framhaldinu bjargað um borð í Lóu, köldum og þrekuðum. Þegar það var ljóst var hætt við að kalla út þyrlu Gæslunnar, en Vörður, björgunarskip Landsbjarg- ar á Patreksfirði fór á vettvang. Smábátur sökk við Látrabjarg: Bátsverja var bjargað úr sjó IÐNAÐUR Liðlega 450 manns sóttu um sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli og hafa rúmlega eitt hundrað verið ráðnir úr þeim hópi, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Fjöldinn er sagður svipaður og undanfarin ár. Haft er eftir Guðnýju Björgu Hauksdóttur, framkvæmda- stjóri mannauðsmála hjá Fjarðaáli, að um 40 prósent þeirra sem ráðin voru hafi áður starfað í sumarafleysingum hjá fyrirtækinu. Um 60 prósent umsækjenda séu að austan eða eigi þar nákomna ættingja. - óká 450 sóttu um vinnu í sumar: Hundrað fá sumarvinnu REYÐARFJÖRÐUR Álíka margir voru ráðnir til álvers Alcoa-Fjarðaáls í sumar og síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UMHVERFISMÁL Tveir Íslendingar eru á meðal þeirra ellefu sem til- nefndir eru til umhverfisverðlauna Norðurlanda- ráðs, en verð- launin verða afhent 22. maí á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna um líf- fræðilegan fjöl- breytileika. Pétur M. Jónasson er til- nefndur fyrir rannsóknir sínar á vistkerfi vatna og Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi og eigandi fyrir tækisins Móður jarðar, fyrir lífrænan bú- skap. Þema verðlaunanna í ár er líffræðilegur fjölbreytileiki. - kóp Tveir Íslendingar tilnefndir: Hugað að fjöl- breytni lífríkis DANMÖRK Stjórnvöld í Danmörku hyggjast urða fimm þúsund rúm- metra af geislavirkum úrgangi í landinu fyrir árið 2018. Svæði í fimm sveitarfélögum koma til greina fyrir urðunina, en bæjarstjórar þeirra allra eru mjög ósáttir við fyrirætlan stjórnvalda. Þeir hafa fundað með heilbrigðisráðherra vegna málsins, en það hefur ekki breytt ákvörðun stjórnvalda. Meðal úrgangsins eru efni sem hafa komist í tæri við mikla geislun. Verið er að reyna að minnka umfang hans. - þeb Ósætti í Danmörku: Geislavirk efni grafin í jörðu EYMUNDUR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.