Fréttablaðið - 03.05.2012, Page 58
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR42 42
popp@frettabladid.is
Tónlist ★★★★ ★
Þorpið
Bubbi
Þorpið er önnur platan sem Bubbi
gerir með hljómsveitinni Sól-
skuggunum, en sú sveit var stofnuð
til þess að taka upp og kynna sálar-
tónlistarplötuna Ég trúi á þig sem
kom út í fyrra. Í þetta skipti varð
sálartónlistin samt ekki fyrir
valinu, heldur hefur Þorpið að
geyma fjórtán tilbrigði við sígilt
þjóðlagapopp. Það eru Benzín-
bræðurnir Börkur og Daði Birgis-
synir sem stjórna upptökum og sjá
um útsetningar ásamt Bubba.
Það verður að segjast eins og
er að það hefur tekist mjög vel
til. Þetta er frábær plata. Í fyrsta
lagi er Bubbi greinilega í miklu
formi í laga- og textasmíðunum,
í öðru lagi eru útsetningarnar
bæði fjölbreyttar og flottar og
svo eru hljómurinn og öll umgjörð
plötunnar fyrsta flokks.
Þorpið er ekki algerlega niður-
negld þemaplata, en hún fjallar
samt að mestu leyti um íslenska
þorpið. Þetta er nostalgísk mynd
af heimi sem er að hverfa, en inn í
hana blandar Bubbi ýmsum öðrum
umfjöllunarefnum, til dæmis
ástinni og fjármálakreppunni.
Eins og alþjóð veit fór Bubbi illa
út úr hruninu, en hann virðist vera
búinn að ná sér eftir það áfall og
getur núna horft með húmor á þá
sögu, eins og heyrist best í laginu
Bankagæla.
Útsetningarnar á Þorpinu eru
frábærar. Þó að það megi segja að
þetta sé allt saman þjóðlagapopp þá
er breiddin mikil og hvert lag fær
sína meðferð. Í upphafslaginu, Ótt-
anum, er t.d. falleg lítil útsetning
með píanói og kassagítar, en í lagi
númer tvö eru komnar trommur,
bassi og hammondorgelhljómur. Í
sumum laganna setja harmonikka
eða fiðla líka sterkan svip.
Mér finnst Þorpið
betri plata en Ég trúi
á þig, kannski af því
að Bubbi er alger-
lega á heimavelli í
þessari tegund tón-
listar. Það eru mörg
frábær lög á plöt-
unni: Titillagið sem
hann syngur með
Mugison er sann-
kölluð perla, en
Vonir og þrár, Óskin, Þerraðu
tárin, Sjoppan, Skipstjóravalsinn
og 16. ágúst eru líka í uppáhaldi.
Flest lögin eru góð, þó að mér
finnist lokalögin tvö síst. Í heildina
er þetta mjög sterk plata.
Flutningurinn er líka fyrsta
flokks. Sólskuggarnir er framúr-
skarandi hljóm-
sveit og þess
væri óskandi að
samstarf hennar
og Bubba héldi
áfram. Það má
segja að Bubbi sé
búinn að finna sína
Senuþjófa og það
er ekki lítils virði.
Þorpið er, ef mér
skjátlast ekki, 26.
plata Bubba með
nýju efni. Það eru ótrúleg afköst.
Og enn er karlinn að koma frá sér
eðalefni. Geri aðrir betur!
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Bubbi og Sólskuggarnir
með enn þá betri plötu en síðast.
BUBBI Í TOPPFORMI
Í GÓÐU FORMI Útsetningarnar á plötunni eru bæði fjölbreyttar og flottar að mati
gagnrýnanda.
Bobby Brown, tónlistarmaður
og fyrrum eiginmaður söng-
konunnar Whitney Houston, segir
að það sé ekki honum að kenna
að söngkonan lést fyrir aldur
fram. Í nýlegu viðtali við Today
Show á NBC segir Brown að
hann hafi farið út að borða ásamt
Houston og dóttur sinni Bobbi
Kristina viku áður en Houston
fannst látin á hótelherberginu
sínu. „Hún geislaði og leit vel út.“
segir Brown og þvertekur fyrir
að hann hafi átt þátt í eiturlyfja-
neyslu Houston.
„Ég neytti ekki eiturlyfja áður
en ég kynntist Houston og þess
vegna var það ekki ég sem fékk
hana til að byrja. Ég er ekki
ástæðan fyrir að hún er farin frá
okkur.“
Ekki mér
að kenna
ÞVERTEKUR Tónlistarmaðurinn Bobby
Brown var í sínu fyrsta viðtali eftir dauða
Houston við Today Show á NBC.
NORDICPHOTOS/GETTY
Sjónvarpskonan Alexa
Chung vaknaði í gær-
morgun eftir undarlegan
draum og ákvað að deila
innihaldi hans með öðrum
með aðstoð Twitter.
„ M i g v a r a ð
dreyma skr ít inn
og kynþokkafullan
draum um Karl Lag-
erfeld. Mig langar
ekki að tala um það
frekar,“ skrifaði Chung á
Twittersíðu sína. Stuttu
síðar hafði hún þó fjar-
lægt ummælin.
DREYMDI KARL Alexu
Chung dreymdi
fatahönnuðinn Karl
Lagferfeld.
NORDICPHOTOS/GETTY
Dreymdi Lagerfeld
MILLJÓNIR Íslenskra króna kosta endurbætur Khloe Kardashian og Lamar
Odom, eiginmanns hennar, á glæsihýsi sem þau keyptu nýlega í Miami. 376
Tímaritið Glamour Magazine
hefur kosið best klæddu konu
Bretlands en það er Twilight-
stjarnan Kristen Stewart sem
trónir á toppnum. Katrín hertoga-
ynja af Cambridge komst á fjórða
sæti listans á meðan litla systir
hennar, Pippa Middleton náði ekki
nema 47. sætinu.
Stewart þykir líta vel út í hverju
sem er og hefur þroskast mikið
síðan hún skaust upp á stjörnu-
himininn á unglingsárunum.
Þrátt fyrir að Twilight-æðinu sé
lokið er Stewart heitt nafn í Holly-
wood. Nýjasta mynd leik konunnar
er Snow White and the Huntsman.
Stewart er einnig andlit nýja
Balenciaga-ilmsins sem kemur út
með haustinu.
Stewart skaut tískufyrirmynd-
um á borð við Victoriu Beckham
og Emmu Watson ref fyrir rass í
kosningunni.
Stewart best klædda
kona Bretlands
VEL KLÆDD Leikkonan Kristen Stewart var nýlega kosin best klædda kona Bretlands.
NORDICPHOTOS/GETTY
Í
2012