Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 38
3. MAÍ 2012 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● hjólað í vinnuna ● HJÓLAÐ AF ÖRYGGI OG HAMINGJU „Hjól eru ökutæki og eiga alltaf heima í umferðinni og á umferðargötum. Á gangstéttum og blönduðum stígum er hjólreiðafólk gestir og kurteisir gestir þakka alltaf fyrir sig þegar gangandi víkja, gera vart við sig og hægja á sér í stað þess að koma óvænt og þjótandi fram hjá þannig að gangandi fólki standi ógn af,“ segir Sesselja Traustadóttir framkvæmdastjóri Hjólafærni á Ís- landi, sem er með fyrirlestra og námskeið um hjólafærni og umferðar- öryggi hjólandi fólks. „Hjólafærni er áætlun um eflt öryggi hjólreiðafólks í umferðinni og miðar sérstaklega að hjólandi fólki með ökuréttindi og sem þekkir vel umferðina. Reykjavík er æðisleg hjólaborg þar sem er fljótlegt og frábært að hjóla allra sinna ferða, en á meðan við höfum ekki boðlega hjólastíga er mikilvægt að efla öryggi og færni hjólreiðafólks með því að kenna því að nota göturnar fyrir hjól sín,“ útskýrir Sesselja. „Í umferðinni eigum við að gera okkur sýnileg á götunni, taka okkar réttmæta pláss og öryggissvæði en ekki vera úti í kanti þar sem skapast hætta á að bílar fari utan í okkur. Á götunum er nóg pláss fyrir bíla jafnt sem reiðhjól og enginn sem á að þurfa að hjóla um óttasleginn. Reglurnar eru enda ekki flóknar og snúast um hægri rétt, kurteisi, að horfa í augun og láta vita hvað maður ætlar að gera. Sé eftir þeim farið geta allir hjólað hamingjusamir í öruggri umferð.“ Sjá nánar um námskeið og fyrirlestra á www.hjolafaerni.is. Sesselja segir afar vinsælt á vorin að fá Doktor B.Æ.K til að ástandsskoða hjól í skólum og fyrirtækjum. MYND/STEFÁN „Hjólað í vinnuna er dæmi um almenningsverkefni sem hefur slegið í gegn. Það hefur haft mikil áhrif sem sýna sig í þátttökunni. Það hefur örugglega líka haft þau áhrif að einstaklingar sem hafa tekið þátt hafa í kjöl farið ákveðið að breyta um lífs- stíl og farið að hjóla reglu- lega,“ segir Kristján Þór Magnússon, verkefnisstjóri hreyfingar hjá embætti Land- læknis og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Fjöldi rannsókna sýnir fram á jákvæð áhrif hreyf- ingar og segja má með nokk- urri vissu að hreyfing lengi lífið. „Við aukum líkurnar á að lifa lengur sjálfstæðu lífi utan heilbrigðisstofnana ef við hreyfum okkur. Það skiptir meira máli að við höfum gott þrek og þol heldur en við séum endalaust að berjast við vigtina og þrekið fáum við meðal annars með því að hjóla reglulega,“ segir Kristján. Landlæknisembættið er samstarfsaðili ÍSÍ og er virkur þátt- takandi í verkefninu. „Það verður góður hópur hér innanhúss sem tekur þátt í Hjólað í vinnuna og það verður tekið verulega á því,“ segir Kristján sem sjálfur notar reglulega virkan samgöngumáta og hjólar í vinnuna. „Það er mikilvægt að vinnu staðir og ríki hafi sína þætti í lagi og geri fólki kleift að koma hjólandi í vinnuna. Ríki og sveitarfélög þurfa að sjá um að samgöngu þátturinn sé í lagi og vinnustaðir þurfa að bjóða upp á sturtuaðstöðu. Maður getur þá farið í sturtu eftir að maður kemur í vinnuna og svo hjólar maður bara „danskur“ heim, en það þýðir að hjóla í vinnu- fötunum. Svo má líka alltaf kippa hjólinu með sér í strætó ef þannig ber við.“ Samgöngukannanir sýna að fjöldi þeirra sem notar reiðhjól sem samgöngumáta hefur aukist verulega undanfarin tíu ár. „Það er mun betra að komast um borgina á hjóli í dag en fyrir 10 árum. Ég held að það sé gott fyrir fólk að taka eina helgi í það að prófa að hjóla á vinnustaðinn sinn og þá sér það að þetta er minna mál en maður heldur. Hjólað í vinnuna er gott verkefni til að hvetja fólk af stað,“ segir Kristján. Kristján Þór notar hjólið mikið, bæði til að komast í og úr vinnu og til að njóta hollrar útivistar með fjölskyldunni. Hjólar „danskur“ úr vinnunni Hjá Valitor er undirbúningur í fullum gangi fyrir átakið Hjólað í vinnuna og þar á bæ mætir starfsfólk mikilli velvild vinnuveitenda síns. „Ég klæðist regnkápu og hæla- skóm og hjóla svo mína stuttu og þægilegu 1,5 kílómetra í vinnuna,“ segir Ingibjörg K. Halldórsdóttir viðskiptastjóri hjá Valitor um af- slappandi hjólatúr sinn til og frá vinnu í miðbænum. „Mér finnst hrein slökun í því að hjóla til vinnu, maður hressist við súr- efnið og mætir ferskur og til búinn til starfa.“ Starfsfólk Valitors hefur undan- farin ár tekið virkan þátt í átakinu Hjólað í vinnuna og sífellt bætist við fjölda þátttakenda. „Í fyrra varð sprenging í hjól- reiðum starfsmanna og þá setti fyrirtækið upp baðaðstöðu fyrir starfsfólkið. Það var kærkomið enda myndaðist stundum biðröð eftir steypibaðinu á eftir,“ segir Stefán Ari Stefánsson starfs- mannastjóri Valitors. Hann hefur sjálfur hjólað til og frá vinnu síðan snjóa leysti í vor og segist helst ekki mega til þess hugsa að fara með öðrum hætti í vinnuna. „Ánægjan er svo mikil og hreyfingin góð, en það tekur mig um 50 mínútur að hjóla fram og til baka úr Grafarvognum. Þegar ég breiði svo út fagnaðarerindið bendi ég einmitt á að sú hreyfing dugar fyrir daginn,“ segir Stefán. Í gærmorgun bauð Valitor starfsfólki sínu upp á ókeypis ástandsskoðun og stillingu á hjólum sínum frá starfsmönnum Kría hjóla og á meðan á keppninni stendur verða dregnir út veglegir vinningar. „Allir sem hjóla til og frá vinnu verða í potti sem dregið verður úr annan hvern dag, hvort sem þeir fara um langan veg eða stuttan,“ útskýrir Ingibjörg. Nú þegar vika er til stefnu hafa 38 starfsmenn skráð sig til þátt- töku en í fyrra tók yfir þriðjungur 160 starfsmanna þátt í átakinu. „Íþróttanefnd Valitors hefur verið iðin að kveikja í mann- skapnum að draga hjólin sín fram og þá hefur sturtan fækkað af- sökunum fyrir því að koma ekki hjólandi til vinnu. Því á enn eftir að bætast í hópinn og vonandi sláum við eigið met aftur í ár,“ segja þau Ingibjörg og Stefán. Hjólað á háum hælum Ingibjörg og Stefán Ari fyrir miðju með hópi starfsmanna Valitors sem þegar hafa skráð sig til þátttöku í Hjólað í vinnuna. Eftir átakið í fyrra keypti Valitor fjögur „starfsmannahjól” til að skutlast á til funda og erinda í nágrenninu. MYND/VALLI Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 16“ 16“ Allt fyrir „Hjólað í vinnuna“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.