Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 4
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 02.05.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,731 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,29 125,89 202,93 203,91 164,68 165,6 22,136 22,266 21,75 21,878 18,518 18,626 1,5594 1,5686 193,67 194,83 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Í umsögn gagnrýnanda um leikritið Svar við bréfi Helgu í Fréttablaðinu 1. maí féll út ein stjarna. Sýningin átti að fá fjórar stjörnur. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT China and the Arctic Egill Þór Níelsson ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN RANNSÓKNARSETUR UM SMÁRÍKI Kína og Norðurslóðir OPINN FUNDUR: Föstudaginn 4. maí frá kl. 12 til 13 í stofu 101 í Odda. Egill Þór Níelsson heldur erindi um starfsemi og framtíðarsýn Heimskautastofnunar Kína er varðar rannsóknir á norðurslóðum. Einnig fjallar hann um möguleika Íslands og Kína til samstarfs. Fundurinn fer fram á ensku. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 21° 20° 21° 17° 19° 16° 16° 22° 12° 21° 20° 31° 15° 17° 17° 8°Á MORGUN Strekkingur með A- strönd annars hægur vindur. LAUGARDAGUR Strekkingur með A- strönd annars hægur vindur. 4 68 -1 -1 6 6 8 8 7 8 6 9 7 5 4 66 5 4 4 5 4 2 4 3 5 4 6 10 3 3 2 BJARTIR DAGAR eru framundan og vindur verður hæg- ur enda hæð yfi r landinu. Sunnan til verður þokkalega milt en svalara annars staðar og á Norðausturlandi má búast við vægu frosti á laugardag. Ekki lítur út fyrir miklar breytingar á veðri fyrr en eftir helgi. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður KANADA, AP Vélhjól af gerðinni Harley Davidson rak í hálfopnum gámi yfir hafið frá Japan til Kan- ada, þar sem það fannst nýverið. Hjólið var í geymslu í litlum flutningagámi í Japan þegar jarðskjálftinn mikli reið þar yfir 11. mars á síðasta ári. Gámnum skolaði á haf út með stóru flóð- bylgjunni sem lagði mikinn hluta norðausturstrandar Japans í rúst. Það var Kanadamaðurinn Peter Mark sem fann gáminn á strönd Kanada og tók eftir vél- hjólinu. Nokkru síðar skolaði gámnum aftur út á haf en vél- hjólið varð eftir. Eigandi hjólsins í Japan, Ikuo Yokoyama, varð heldur betur feginn þegar fréttist af fundinum, en hjólið er reyndar illa farið og mikið ryðgað. - gb Vélhjól týndist í flóðbylgju: Rak frá Japan til Kanada Á STRÖNDINNI Í KANADA Eftir að gámnum skolaði á haf út aftur varð hjólið eftir og hálfgrófst niður í sandinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EGYPTALAND, AP Átök brutust út í Kaíró í gær eftir að ráðist var á hóp mótmælenda fyrir utan varnarmálaráðuneytið þar í borg. Þrjár vikur eru til forseta- kosninga í landinu. Mótmælendurnir eru mús- limskir andstæðingar herforingj- anna, sem farið hafa með völd síðan að Mubarak forseti hraktist frá völdum snemma á síðasta ári. Þeir fullyrða að árásarmenn- irnir hafi verið sendir út á vegum herforingjastjórnarinnar eða stuðningsmanna hennar. - gb Átök brutust út í Kaíró: Ráðist á hóp mótmælenda ÁRÁSARMÖNNUM SVARAÐ MEÐ GRJÓTI Spenna fer vaxandi nú þegar styttist í forsetakosningar. NORDICPHOTOS/AFP ÖRGGISMÁL Björgunarsveitin Klakkur á Grundarfirði var kölluð út á níunda tímanum í gærmorgun vegna smábáts sem fengið hafði í skrúfuna. Báturinn var staddur rétt utan við Grundarfjörð og var einn maður um borð. Björgunar- sveitin sótti bátinn og dró hann til hafnar. Veður var gott og ekki talin mikil hætta á ferðum. Búist er við nokkru annríki hjá björgunarsveitum Lands- bjargar á næstu dögum vegna strand veiðanna sem hófust í gær. Reynslan sýnir að á meðan á þeim stendur þurfa fjölmargir á aðstoð að halda. - shá Klakkur á Grundarfirði: Drógu strand- veiðibát í land KÓPAVOGUR „Ég er að sjálfsögðu að kalla eftir frekari skýringum á þeim og met stöðuna þegar þær liggja fyrir,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, um vaxtakjör sem Guðrún Páls- dóttir, fyrrverandi bæjar stjóri naut vegna lóðakaupa af bænum í fjármálastjóratíð sinni. Ármann segist fyrst nú hafa fengið gögn um vaxtakjörin á sitt borð og undirstrikar að upplýs- ingarnar hafi verið teknar saman að beiðni Guðríðar Arnardóttur, þáverandi formanns bæjarráðs, í byrjun ágúst í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Guðrún fékk hagstæðari vexti en tíðkuðust hjá bænum á um 2,6 milljóna króna skuldabréf- um sem gefin voru út 1996 vegna lóðakaupa. Einnig að hún borgaði ekki vexti af um 1,1 milljóna króna gatnagerðargjöldum sem hún greiddi upp á árunum 1999 til 2002. Skýrði hún vaxtakjörin á skuldabréfunum sem „mannleg mistök“ og vaxtaleysið á gatna- gerðargjöldunum sem bætur fyrir tafir vegna deiliskipulags- breytinga. Haft var eftir Guðríði Arnar- dóttur í Fréttablaðinu í gær að meðal annars þessi mál Guðrúnar hafi orðið til þess að Samfylkingin hafi ekki lengur stutt hana til setu í bæjarstjórastólnum. „Ég hef engar forsendur til að draga þessar skýringar í efa að svo komnu máli,“ segir Guðríður þó nú um skýringar Guðrúnar. „En enn sem fyrr er ég þeirrar skoðunar að málið þurfi að skoða miklu betur og meðal annars fara rækilega yfir það í hvaða tilfellum heimildir til niðurfellinga vaxta voru veittar og þá af hverjum.“ Upphafspunktur s koðunarinnar á kjörum Guðrúnar Pálsdóttur í lóða- viðskiptunum var í læstum skjala- skápi á bæjarskrifstofunni. Endur- skoðunarfyrirtækið Deloitte var ráðið í fyrra til að kanna skjöl úr skápnum sem er steyptur inn í vegg í opnu rými á skrifstofu bæjarins. „Einn lykill er til að skápnum sem er tvískiptur, annar hlutinn er geymdur inni á skrifstofu fjár- málastjóra og hinn í skjalageymslu bæjarins. Margir starfsmenn vita af þessari ráðstöfun og hafa þannig hugsanlega aðgang að skápnum en enginn ætti að fara í skápinn nema með vitneskju fjármálastjóra,“ segir í skýrslu Deloitte. Endurskoðunarfyrirtækið rann- sakaði ávísanir, tryggingavíxla og skuldabréf úr skjala skápnum. Komu meðal annars í ljós um og yfir tíu ára gamlar ávísanir sem bærinn hafði aldrei inn- leyst. Ólag virtist á ýmsum verð- bréfum. „Skuldabréfið virðist hafa dagað uppi í skjalaskápnum án frekari innheimtuaðgerða,“ segir sem dæmi um 911 þúsund króna skuldabréf frá því á árinu 2002. „Teljum við augljóst að sú með- höndlun á gögnum sem hér hefur verið lýst er ekki ásættanleg,“ segir Deloitte sem leggur til að um slík viðskipti verði settar skýrar og samræmdar reglur og farið sé að öllu leyti eftir þeim reglum. gar@frettabladid.is Skýringa leitað í máli fyrrum fjármálastjóra Verðbréf dagaði uppi óinnheimt í læstum skjalaskáp hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri leitar skýringa á kjörum sem Guðrún Pálsdóttir, fyrr- verandi bæjarstjóri, naut við lóðakaup er hún var fjármálastjóri bæjarins. Samkvæmt prentmiðlakö p Upptökur á nýrri plötu hafnar: SVEITARSTJÓRNIR Guðrún Pálsdóttir, sem lét af störfum sem bæjarstjóri Kópavogs í febrúar, naut í tíð sinni sem fjármálastjóri bæjarins sér- kjara umfram aðra við lóðakaup. Eftir athugun sem endurskoðun- arfyrirtækið Deloitte var í fyrra- sumar fengið til að gera á inni- haldi peningaskáps sem steyptur er í vegg á bæjarskrifstofunum í Kópavogi komu meðal annars í ljós fjögur skuldabréf vegna kaupa Guðrúnar og eiginmanns hennar á einbýlishúsalóð í Jökla- lind 5. Bréfin, sem dagsett eru 27. desember 1996, voru upp á sam- tals 2.586.400 krónur. Vextir, sem ekki byrjuðu að reiknast fyrr en 18. febrúar 1997, voru 6,0 prósent auk verðtryggingar. Aðrir í sömu stöðu greiddu 6,75 til 6,85 prósent í vexti af sínum skuldabréfum vegna lóðakaupa af bænum. Síðar kom í ljós við nánari könnun sem Guðríður Arnar- dóttir, þáverandi formaður bæjar- ráðs, lét gera að Guðrún borgaði þess utan enga vexti af 1.105.265 króna gatnagerðar gjöldum. Engin sambærileg dæmi fundust. Upp- hæðina greiddi Guðrún á þremur árum – frá því í nóvember 1999 þar til í nóvember 2002. Mál þetta vó þungt í því að meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Næst besta flokksins og Y-lista Kópavogsbúa undirbjó að segja Guðrúnu upp bæjastjóra- starfinu fyrr á þessu ári. „Eins og komið hefur fram studdi Samfylkingin ekki bæjarstjóra til áframhaldandi starfa, meðal annars vegna þessa máls,“ segir Guðríður Arnardóttir um það hvernig brugðist hafi verið við málinu. Núverandi meirihluti Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa, sem tók við í febrúar, samdi um starfs- lok Guðrúnar sem bæjarstjóra en réði hana jafnframt í nýja sviðsstjórastöðu sem hún tekur við í haust. Ármann Kr. Ólafsson bæjar stjóri vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. - gar Fjármálastjóri í Kópavogi á sérkjörum við lóðakaup Guðrún Pálsdóttir, sem hætti sem bæjarstjóri í Kó pavogi í febrúar, fékk í tíð sinni sem fjármálastjó ri bæjarins vaxtalaust lán fyrir gatnagerðargjöldum og hagst æðari vaxtakjör en aðrir vegna kaupa á einbýlish úsalóð. Guðrún Pálsdóttir segist enga skýringu sjá á lægri vöxtu m á skuldabréfunum aðra en að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Þv í miður veitti ég þessu ekki athygli þegar við skrifuðum undir bréfin. Enda kom þetta mér í opna skjöldu nú 15 árum síðar.“ Spurð hver hafi tekið ákvörð un um að innheimta ekki vexti af gatnagerðargjöldum, segir hún að vegna d eiliskipulagsbreytinga hafi framkvæmdir við hús hennar tafist úr hófi og „því v ar gert samkomulag við yfirboðara mína um greiðslufyrirkomulag á viðbótargjö ldunum.“ Aðspurð hvort þetta hafi verið venjulegt vinnulag segir Guðrún: „Breytingar af hálfu bæjarins sem skapa tafir hjá lóðarhöfum um le ngri tíma hafa ætíð leitt til niðurfellingar vaxta. Og oft skaðabótakrafna af hálfu lóðarhafa.“ Guðrún segist ekki telja að hún hafi notið kjara, sem öð rum stóðu ekki til boða. Aðspurð hvort hún hafi gefið bæjarfulltrúum skýringar á málinu segir hún: „Fyrrverandi meirihluti skoðaði málið með mér og öðru m embættismönnum.“ Mannleg mistök og tafir á framkvæmdum FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Fyrrverandi bæjarstjóri segir mannleg mistök hafa leitt til að hún fékk hagstæðari vaxtakjör en aðrir vegna lóðakaupa er hún var fjár- málastjóri hjá Kópavogsbæ. ÁRMANN KR. ÓLAFSSON SVEITARSTJÓRNARMÁL Huang Nubo fær Grímsstaði á Fjöllum á leigu til 40 ára samkvæmt samningi sem lagður verður fyrir ríkis- stjórn á föstudag. Lagt er til að hlutafélag í eigu sveitarfélaga á Norður- og Austurlandi kaupi jörðina. Þetta kom fram í kvöld- fréttum RÚV í gærkvöld. Atvinnuþróunarfélögin í Eyja- firði og Þingeyjarsýslu hafa skilað útfærslu á því með hvaða hætti sveitarfélög á Norður- og Austur- landi geti eignast land á Gríms- stöðum á Fjöllum í því skyni að leigja það kínverska fjárfestinum Huang Nubo. Meðal þess sem lagt er til er að íslenskt félag Huangs Nubo leigi landið til 40 ára og greiði leigufé fyrirfram. Kaup sveitarfélaganna á landinu verði þannig fjármögnuð með fyrir- framgreiddri leigu, að því er segir í frétt RÚV. Huang Nubo hugðist kaupa Grímsstaði fyrir tæplega 860 millj- ónir króna á sínum tíma, en var synjað um kaupin af stjórnvöldum. Í heildina er áætlað að fjárfest- ingar Huangs Nubo verði um 20 milljarðar króna og skapi 400 til 600 störf. - shá Leigusamningur Huang Nubo á Grímsstöðum lagður fyrir ríkisstjórn á morgun: Fær Grímsstaði á leigu í 40 ár FÆR GRÍMSSTAÐI Huang Nubo ætlar að fjárfesta fyrir milljarða og skapa mörg hundruð störf í leiðinni. NORDICPHOTOS/AFP SÞ Öryggisráð Sameinuðu Þjóð- anna samþykkti í gær ályktun þar sem Súdan og Suður-Súdan er gert að hætta stríðsátökum á næstu tveimur sólarhringum, annars verði gripið til refsiað- gerða gegn löndunum. Átökin hafa harðnað mjög á undangengnum mánuðum og óttast margir að allsherjarstríð eigi eftir að brjótast út. Þá lýsti Öryggisráðið yfir stuðningi við friðaráætlun Afríku sambandsins vegna átak- anna á landamærum landanna. Átök Suður-Súdan og Súdan: Skipað að láta af stríðsátökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.