Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 22
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR Nýkomin út úr græðgisbólu og hruni, sem kostaði fjármuni, virðumst við nú stefna í afdrifa- ríkara siðferðishrun sem kosta mun einstæð og óafturkræf verð- mæti, m. a. í hlaðvarpa höfuðborg- arsvæðisins. „Reykjanesskagi, – ruslflokkur Rammaáætlunar“, felur í sér þá staðreynd að samkvæmt áætlun- inni fara aðeins 3 hugsanleg virkj- anasvæði af 19 á skaganum í vernd- arflokk og 11 er búið að virkja eða á að virkja. 5, sem fara eiga í bið- flokk, breyta litlu um heildar- myndina eftir að búið verður að breyta Reykjanesfólkvangi í virkj- anasvæði og gera allan Reykja- nesskagann að nær samfelldu virkjanasvæði með stöðvarhús- um, skiljuhúsum, borholum, gufu- leiðslum og vegum og njörva þetta allt síðan inn í net af möstrum og háspennulínum. Fólkvangur skag- ans fer verst út úr þessu auk fleiri friðaðra svæða. Þulin er síbyljulygin um endur- nýjanlega og hreina orku sjálf- bærrar þróunar þótt fyrir liggi að í forsendum þessara virkjana er aðeins gert ráð fyrir 50 ára end- ingu orkunnar og að óleyst eru vandamál mengunar, affallsvatns og manngerðra jarðskjálfta í stað þess að fara hægar í sakir í átt sjálfbærrar endingar. Dæmi um þetta er hin sam- þykkta Eldvarpavirkjun sem felur í sér tvöfaldan glæp: 1. Svartsengisvirkjun og Eldvörp eru með sameiginlegt jarðhita- hólf þannig að með því að virkja í Eldvörpum verður flýtt fyrir því að klára orkuna og ganga enn hraðar en áður á rétt kom- andi kynslóða. Uppgefnar tölur gefa til kynna að jarðhitageym- irinn verði tæmdur á 30 árum í stað 50 og að þar með verði orkusölusamningar í uppnámi, arðsemisútreikningar rangir og í lokin tap á hinni ónýtu virkjun sem afkomendur okkar eiga að borga. 2. Eldvörp eru gígaröð og þarf að fara austur að Lakagígum til að finna hliðstæðu. Gígaraðir og móbergshryggir finnast hvergi í heiminum eins og á Íslandi. En með Eldvarpavirkjun og öðrum virkjunum vestan Kleifarvatns á einmitt að ráðast á þessi fyr- irbæri, sem eru einkennandi fyrir það að Ísland hefur orðið til á flekaskilum tveggja heims- álfa og á engan jafnoka í veröld- inni að þessu leyti. Að hrifsa til sín orkuna í ofstopa- græðgi frá afkomendum okkar og eyðileggja í leiðinni fyrir þeim einstök náttúruverðmæti er sið- laust athæfi, sem mun verða núlif- andi Íslendingum til ævarandi skammar, ekki síst vegna þess að stanslaust er logið til um hið raunverulega eðli þessa máls. Á þessu fyrirhugaða virkjanasvæði og öðrum í Reykjanesfólkvangi væri hægt að gera stórbrotinn eld- fjallagarð ósnortinnar náttúru ekki síðri en eldfjallagarðinn á Havaí sem lokkar til sín þrjár milljónir ferðamanna um margfalt lengri og erfiðari veg. Þessi íslensku nátt- úruundur eru aðeins spölkorn frá aðalalþjóðaflugvelli landsins og mesta þéttbýli þess og eru mun verðmætari en skammlífar virkj- anir, bæði fyrir dýrmæta ímynd lands og þjóðar og tekjumöguleika af þeim til frambúðar. Við Eldvörp er að finna ónýtta möguleika til að upplifa einstæða náttúru landsins og lífsbaráttu fyrri kynslóða. Í Sundvörðuhrauni eru t.d. dularfullar og magnaðar kofarústir sem líkast voru felu- staður í Tyrkjaráninu og við norð- urenda Eldvarpa er hinn forni göngustígur Árnastígur, þar sem hægt væri að sýna hvernig ver- menn gengu þar eða riðu með poka sína. Ósnortin náttúra og umhverfi, saga fyrri kynslóða og hvernig þær lifðu af (survival) eru eftirsótt atriði fyrir ferðafólk ekkert síður en hið tilbúna og líkast til skamm- lífa Bláa lón. Þetta leiðir hugann að Mývatni. Jafnvel daglega er greint frá því sem sjálfsögðum hlut að gera 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi og þrítugfalda núverandi orkuöfl- un þar fyrir stóriðju á Bakka. Frá Bjarnarflagi hallar landi beint til Mývatns, sem er aðeins í fjögurra kílómetra fjarlægð. Nú þegar renn- ur óstöðvandi affallsvatn frá þess- ari litlu virkjun í átt til vatnsins og hefur gruggað vatnið í Grjótagjá. Menn virðast alveg tilbúnir að spila áhættuspil með þá einstæðu blöndu jarðminja og lífríkis, sem Mývatn er, þótt vandamál með affallsvatn hafi hvergi verið leyst og tilraun- irnar við Hellisheiðarvirkjun hafi skapað ónæði og tjón hjá Hvergerð- ingum í 15 kílómetra fjarlægð. Nið- urdæling við Mývatn yrði í þrefalt minni fjarlægð og við Bláa lónið nánast í hlaðvarpanum. Engin bitastæð úttekt hefur verið gerð á því hvert gildi Eldfjalla- garðs á Reykjanesskaganum hafi fjárhagslega og ímyndarlega fyrir þjóðina í samanburði við að nánast allt eigi að virkja. Þetta eitt ætti að nægja til að virkjanirnar vestan Kleifarvatns fari að minnsta kosti í biðflokk þangað til allar upplýs- ingar liggi fyrir. Í staðinn virðast sofandi þingmenn ætla að gera útreið Reykjanesskagans að vegvísi í þeirri vegferð að einstæð ósnortin náttúruverðmæti lendi í ruslflokki og verði umturnað, þeim og þjóð- inni til ævarandi skammar. Kynslóðir munu um ókomnar aldir undrast að þetta gat gerst, að gimsteinar sem voru gersemar taldir guldu hér afhroðið mest. Ómetanlegum auðæfum landsins á altari skammgróðans brennt og svæði til yndis og unað- ar mannsins í úlfskjaft græðginnar hent. Það hefur verið gleðilegt að fylgjast með hvernig umsvif og afkoma í sjávarútvegi hafa auk- ist á síðustu árum. Þar hefur farið saman hátt afurðaverð í erlendri mynt, lágt raungengi krónunnar og góðar gæftir. Mörg af stærstu fyrirtækjunum hafa notað und- anfarin ár til þess að grynnka á skuldum í stað þess að fjárfesta. Það var eðlileg ráðstöfun þar sem skuldir hækkuðu mikið við hrunið. Lágt veiðigjald Veiðigjald hefur verið lagt á útgerðarfyrirtækin síðustu árin. Gjaldið hefur verið fremur lágt síðustu 10 árin enda var afkoman á árunum fyrir hrun umtalsvert lakari en hún er í dag. Nú er stað- an hins vegar allt önnur og fram- legðin í greininni er nálega tvöfalt hærri mælt í íslenskum krónum. Þrátt fyrir stórbætta afkomu hefur veiðigjaldið í greininni ein- ungis numið 1-6% af framlegð fyr- irtækjanna. Þetta þýðir að fyrir- tæki í sjávarútvegi hafa haldið eftir ríflega 94% af framlegðinni fyrir sig til að standa straum af fjármagnskostnaði, nauðsynlegri viðhaldsfjárfestingu, tekjuskatts- greiðslum af hagnaði og til arð- greiðslu. Veiðigjaldsgreiðslur hafa því ekki haft mikil áhrif á heild- arafkomu fyrirtækjanna fram að þessu. Hversu mikið? Með núverandi frumvarpi er lögð til veruleg hækkun á gjaldinu og þess freistað að veita þjóðinni hlut- deild í arði auðlindarinnar. Ég hef ekki áhuga á því að ganga of nærri útgerðinni með innheimtu gjalda, en tel þó mikilvægt að þjóðin öll njóti að minnsta kosti aukins hluta af viðbótararði auðlindarinnar. Frumvarpið leggur til að þegar útgerðin hefur staðið skil á kostn- aði og tekið eðlilega arðsemi úr sínum rekstri, eigi fyrirtækin að skipta því sem eftir stendur með almenningi. Fáir hagsmunaaðil- ar hafa tjáð sig um hvernig eigi að skipta arðinum á milli útgerð- armanna og almennings, það er hvert sé eðlilegt veiðigjald. Áhuga- vert væri að heyra hugmyndir útgerðarmanna um hvernig mætti skipta arðseminni af fiskveiðun- um á milli eigenda auðlindarinnar og þess sem nýtir hana. Þær hug- myndir myndu varpa skýru ljósi á viðhorf LÍÚ til stöðu almennings sem eigenda auðlindar gagnvart þeim arði sem auðlindin gefur. Menn virðast alveg tilbúnir að spila áhættuspil með þá einstæðu blöndu jarðminja og lífríkis, sem Mývatn er. 80,0 70,0 60,0 50,0 40,0 30,0 20,0 10,0 0,0 2008 2009 2010 2011s ■ Heildar EBITDA eftir greiðslu veiðigjalds ■ Veiðigjald til ríksins 47,6 63,6 63,6 72,0 0,5 1,4 2,5 4,5 HEIMILD: SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ Eldvarpavirkjun vegvísirinn – ekkert lært af hruninu Sex prósent Sjávarútvegsmál Magnús Orri Schram alþingismaður Rammaáætlun Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.