Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 70
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR54 BESTI BITINN Í BÆNUM „Þetta er bara lyginni líkast, sem á ákaflega vel við þegar Múnkhásen er annars vegar,“ segir Gunnar Helgason. Hann leikur í sýningunni Ævintýri Múnkhásens í Gaflaraleikhúsinu sem hefur verið boðið á eina stærstu barnaleikhúshátíð heims, The International Children´s Festival, í Edinborg. Hún verður haldin í júní á næsta ári. Virginia Gillard, sem leikur frú Múnkhásen, sendi forsvarsmönnum hátíðarinnar í Edinborg póst um sýninguna og þeir brugðust skjótt við. „Það kom á óvart hvað viðbrögðin voru strax jákvæð því þeir voru ekki búnir að sjá neitt nema smá myndbands- efni sem við sendum þeim,“ segir Gunnar og bætir við að þetta sé mikill heiður fyrir Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði. Ekki er samt öruggt að leikhúsið þekkist boðið. „Þetta er allt á byrjunarreit. Við eigum eftir að skoða öll fjármál og mín reynsla er sú að fagna ekki fyrr en allt er orðið klappað og klárt.“ Þrettán sýningum af Ævintýrum Múnkhásens er lokið og hefur verið nánast fullt á þær allar. Gagn- rýnendur hafa einnig hrósað verkinu í hástert. Sýningum verður haldið áfram í maí. „Það eru ekki rosalega margar sýningar eftir og ef fólk hefur áhuga ætti það að skella sér sem fyrst.“ -fb Múnkhásen boðið til Edinborgar ÆVINTÝRI MÚNKHÁSENS Verkið verður líklega sýnt á alþjóð- legri barnaleikritahátíð í Edinborg á næsta ári. „Ég verð að segja hamborgar- arnir sem eru grillaðir fyrir leiki á KR-vellinum. Grillaðir af góð- mennsku og það er eins gott að það er stutt í fyrsta leik.“ Andrea Röfn Jónasardóttir, fyrirsæta Hátt í þrjú þúsund manns hafa skráð sig í nýja Fantasy-deild vef- síðunnar Fótbolti.net í tengslum við Pepsi-deildina í sumar. Aðspurður segir ritstjórinn Magnús Már Einarsson að deildin hafi ekki verið stofnuð til höfuðs vefsíðunni Fantasydeildin.net sem fór í loftið fyrir skömmu. „Alls ekki. Við erum búnir að stefna að þessu í marga mánuði og þeirri vinnu lauk í gærkvöldi [á þriðjudagskvöld]. Þetta er mjög líkt ensku Fantasy-deildinni. Við horfum á hana sem fyrirmynd,“ segir Magnús Már en þúsundir íslenskra fótboltaáhugamanna eru skráðir til leiks í ensku deildinni. „Við hefðum viljað koma þessu fyrr í loftið en við ætlum að nýta tímann vel fram að móti og það er vonandi að sem flestir skrái sig. Það hefur verið vöntun á svona leik og þessi hugmynd kviknaði í sumar. Viðtökurnar sýna að þetta er eitthvað sem hefur vantað.“ Það er því ljóst að hörð sam- keppni verður utan vallar sem innan í íslenska boltanum í sumar. Rúmlega þrjú þúsund lið eru skráð til leiks á Fantasydeildin.net en sú deild er einmitt í samstarfi við samkeppnisaðila Fótbolta. net, vefsíðuna 433.is. Samanlagt eru íslensku sýndarfótboltaliðin því orðin um sex þúsund talsins. Aðspurður um þessa óvæntu sam- keppni í Fantasy-leiknum segist Aron Már Smárason hjá Fantasy- deildin.net lítið vita um nýju síðuna hjá Fótbolta.net. Hann fagnar samkeppninni en viðurkennir að stofnun síðunnar hafi komið sér á óvart svona skömmu fyrir mót. Þeir sem taka þátt í nýju Fantasy- deildinni fá, rétt eins og í hinni Fantasy-deildinni, hundrað milljónir króna til að kaupa fimm- tán leikmenn úr Pepsi-deildinni í fótbolta. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum. Dýrustu leikmennirnir eru Garðar Jóhannsson, Steven Lennon og Kjartan Henry MAGNÚS MÁR EINARSSON: HEFUR VERIÐ VÖNTUN Á SVONA LEIK Hart barist í íslenskum sýndarfótbolta á netinu SÝNDARFÓTBOLTI. HVAÐ ER ÞAÐ? Finnbogason. Sá keppandi sem endar efstur þegar Fantasy- mótinu lýkur í haust fær ferð fyrir tvo á leik í ensku úrvals- deildinni í boði Úrvals Útsýnar. Stigahæsti keppandinn í hverri umferð fyrir sig fær einnig verðlaun. Hægt er að skrá sig á slóðinni Fantasy.fotbolti.net. Í Fantasydeildin.net eru einnig mánaðarleg verðlaun. Ekki er búið að ákveða hver aðal vinningurinn verður þar á bæ. „Við erum að skoða það. Það liggur ekkert á því fyrr en í september. Það verður stór vinningur, jafnvel stærri en hjá þeim,“ segir Aron Már. freyr@frettabladid.is „Ég var orðinn svo þreyttur á að fólk væri að spyrja mig hvað það ætti að gera á föstu- dagskvöldum núna þegar þátturinn væri hættur, svo við ákváðum að skella í sex þætti í viðbót,“ segir Logi Bergmann Eiðs- son, stjórnandi Spurningabombunnar sem er væntanleg aftur á skjáinn 18. maí. Upphaflega átti Spurningabomban að vera einn áramótaþáttur en það endaði þó í heilli þáttaröð með 22 þáttum. „Þetta var svo skemmtilegt og gekk svo fáránlega vel að við héldum bara áfram að búa til fleiri og fleiri þætti,“ segir Logi. Þættirnir verða á sama sýningartíma og þeir voru og með svipuðu sniði. „Þetta verða bara sömu fífla- læti og voru í vetur. Nú þurfum við að hella okkur í að búa til spurningar og gjöra svo vel að fara að bóka einhverja gesti,“ bætir hann við. Reikna má með að sjá gömul og góðkunn andlit meðal gesta þáttarins auk þess sem einhverjir nýir skjóta upp kollinum. „Við erum alveg óhrædd við að fá sömu gesti aftur. Þetta er allt í gamni gert og allir skemmta sér vel. Þegar keppnisandinn er orðinn meiri en bjánaskapurinn er þetta bara komið út í einhverja vitleysu, en sem betur fer virðist ekki vera neitt stórmál hjá neinum að vinna þennan forljóta bikar,“ segir Logi og hlær. Logi segist aldrei hafa skemmt sér jafn vel og við að búa til Spurningabombuna og það hlýtur að vera að skila sér til áhorfenda miðað við þau ótrúlegu viðbrögð sem þættirnir hafa fengið. „Ég get ekki beðið eftir að byrja aftur,“ segir Logi að lokum. - trs Bíður spenntur eftir nýrri Spurningabombu SKEMMTILEGASTA SEM ÉG HEF GERT Logi Bergmann segir Spurningabombuna vera það skemmtilegasta sem hann hafi nokkru sinni gert. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fantasydeild, eða sýndarfótbolti, er ókeypis leikur þar sem keppendur fá ákveðna upphæð til að búa til eigið fótboltalið á netinu. Leikmennirnir kosta mismikinn pening og fer virði þeirra eftir getu leikmannanna. Þeir fá stig eftir því hvernig þeir standa sig í raunverulegu deildinni sem er spiluð samhliða Fantasydeildinni. Mínusstig eru gefin fyrir ýmislegt, þar á meðal spjöld, mörk fengin á sig og sjálfsmörk en plússtig fyrir mörk, stoðsendingar, að halda markinu hreinu og fleira. Einn keppandi stendur síðan eftir sem sigurvegari þegar leiktíðinni lýkur. HÖRÐ SAMKEPPNI Magnús Már Einarsson, ritstjóri hjá Fótbolta.net, bindur miklar vonir við nýja Fantasydeild vef- síðunnar. Aron Már Smárason og Fannar Berg Gunnólfsson stýra síðunni Fantasydeildin. net. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dregið verður 15. maí úr keyptum miðum í forsölu. Í verðlaun er flug fyrir tvo til Evrópu með Iceland Express. L A N D SM ÓT HESTAM AN N A N A T IO N AL HORSE SHOW O F IC E L A N D Landsmót hestamanna Reykjavík 2012 Taktu þátt í forsöluleiknum Kynntu þér forsölukjörin. Athugið að forsölu lýkur 15. maí. Sæti í stúku, miðar á landsmót og hjólhýsastæði – allt bókanlegt á www.landsmot.is Minnum á afsláttarkjör félaga í LH og BÍ. N1 korthafar fá 1.000 kr. afslátt. 25.06 – 01.07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.