Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 54
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR38 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 26. apríl - 2. maí 2012 LAGALISTINN Vikuna 26. apríl - 2. maí 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 The Black Keys ............................. Gold On The Ceiling 2 Fun / Janelle Monae .............................. We Are Young 3 Bubbi / Mugison ....................................................Þorpið 4 Ojba Rasta .......................................................Baldursbrá 5 Magni ..................................................................... Hugarró 6 KK ................................................................................ Frelsið 7 Alabama Shakes ................................................. Hold On 8 Gabríel, Valdimar og Opee ........................Stjörnuhröp 9 Michael Teló ..........................................Ai se eu te pego 10 Keane ...........................................Silenced By The Night Sæti Flytjandi Plata 1 Bubbi Morthens......................................................Þorpið 2 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 3 Mugison ....................................................................Haglél 4 Adele .................................................................................. 21 5 Chick Corea & Gary Burton .........................Hot House 6 Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius .............. ................................. Ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands 7 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 8 Valgeir Guðjónsson .....................Spilaðu lag fyrir mig 9 Chick Corea ............................................................ Best Of 10 One Direction ...............................................Up All Night Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljóm- sveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970. Sveitin, sem í voru auk Ferrys meðal annars Brian Eno og Phil Manzanera, var undir mikl- um áhrifum frá myndlistinni, bæði hvað útlit, ímynd og sjálfa tónlistina varðar. Fyrstu Roxy Music-plöturnar eru á meðal flottustu verka rokk- sögunnar og höfðu mikil áhrif. Roxy hætti árið 1976, en var endurstofnuð 1978 og hefur starfað með hléum síðan. Ferill Ferrys hefur lengst af skipst á milli hljómsveitarinnar og sóló- ferilsins. Fysta sólóplatan hans, These Foolish Things, kom út 1973 og hafði að geyma gamla dægursmelli í nýjum búningum, en sú nýjasta, Olympia, kom út 2010. Í fyrra gerði Ferry víðreist til að fylgja henni eftir. Hann hefur samið mikið af flottum lögum og textum, sérstaklega á fyrri- hluta ferilsins, en hann hefur líka gert sínar útgáfur af lögum annarra, m.a. mörgum Dylan-lögum. Ferry er frábær söngvari og mjög metnaðar- fullur og kröfuharður tónlistarmaður. Aðdáendur Ferrys skiptast í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem dýrka gömlu Roxy-plöturnar, hins vegar þeir sem féllu fyrir ofur fágaða poppinu sem einkenndi tónlist Ferrys á níunda og tíunda áratugnum þegar lög eins og Avalon, More Than This og Slave to Love slógu í gegn. Ferry passar sig á því að höfða til beggja þessara hópa á tónleikum eins og sjá má á lagalistanum frá tónleikum í Berlín í desember. Þar tók hann 24 lög, mikið af gömlum Roxy-lögum, poppsmellina frá níunda áratugnum og nokkur tökulög, auk þriggja laga af Olympiu. Stórviðburður í Hörpu > Í SPILARANUM Squarepusher - Ufabulum Norah Jones - Little Broken Hearts Damon Albarn - Dr. Dee > PLATA VIKUNNAR ★★★ ★★ Nicki Minaj – Pink Friday: Roman Reloaded „Bestu lögin eru frábær, önnur síðri.“ -tj Bandaríska hljóm sveitin Alabama Shakes hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir grípandi Suðurríkjarokk sitt. Fyrsta platan er nýkomin út. Alabama Shakes hefur vakið athygli með lagi sínu Hold On sem hljómar óneitanlega eins og eitthvað sem Kings of Leon hefði getað sent frá sér. Þetta Suðurríkja-sálarrokklag er tekið af fyrstu plötu sveitarinnar, Boys & Girls, sem kom út í síðasta mánuði. Alabama Shakes var stofnuð í menntaskóla í Aþenu í Alabama. Söngkonan Brittany Howard, sem hafði lært á gítar nokkrum árum áður, spurði bassaleikarann Zac Cockrell hvort hann vildi spila með henni. Þau byrjuðu að hittast eftir skóla og semja saman. Trommarinn Steve Johnson vann í einu plötu- búðinni í bænum og Howard frétti af því að hann kynni að spila á trommur. Hún bauð honum í hljóm- sveitina og þau héldu áfram að þróa hljóm sinn. Tríóið fór í hljóðver og tók upp nokkur prufulög. Gítarleikarinn Heath Fogg, sem hafði gengið í sama skóla og þau, heyrði lögin og bauð þeim að hita upp fyrir hljóm- sveitina sína. Það gerðu þau með því skilyrði að hann spilaði með þeim og eftir það gekk hann til liðs við bandið. Tónleikarnir gengu mjög vel og eftir þá bættust nokkur töku- lög við tónleikadagsskrána eftir Led Zeppelin, James Brown, Otis Redding og AC/DC. Á þessum tíma kallaði hljómsveit- in sig einfaldlega The Shakes. Næst á dagskrá var að drífa sig til Nash- ville í hljóðver. Þar spilaði sveitin einnig í plötubúð við góðar undir- tektir og eftir að tónlistarbloggari setti lagið You Ain´t Alone á vefsíð- una sína hrúguðust inn tölvupóstar til Howard daginn eftir frá útgáfu- fyrirtækjum og umboðsmönnum. Nafninu var breytt í Alabama Shakes, sveitin fór í tónleikaferð með Drive-By Truckers og fyrsta smáskífulagið Hold On leit dagsins ljós í djammi á miðjum tónleikum. Í október í fyrra spilaði hljóm sveitin á CMJ-hátíðinni í New York-borg og fengu tónleikarnir frábæra dóma hjá New York Times. Núna er fyrsta platan komin út og náði hún þriðja sæti breska vin- sældarlistans og því áttunda á þeim bandaríska. Alabama Shakes verður á tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin í sumar. Hún spilar á öllum helstu hátíðunum, þar á meðal Hróarskeldu, Rock Werchter, Lol- lapalooza og Bestival, og á vafalítið eftir að heilla tónleikagesti upp úr skónum með einlægu Suðurríkja- rokki sínu. freyr@frettabladid.is Sálarrokk úr Suðurríkjum HOWARD OG FOGG Brittany Howard og gítarleikarinn Heath Fogg úr Alabama Shakes. NORDICPHOTOS/GETTY Jeff Hanneman, gítarleikari Slayer, mun ekki spila með þungarokkssveit- inni á væntan- legri tónleikaferð hennar. Ástæðan er heldur betur óvenjuleg, eða köngulóarbit sem hann varð fyrir. Bitið var svo alvarlegt að hann missti næstum hand- legginn, fór í dá og þurfti að gangast undir margar að- gerðir til að losna við eitrið úr líkamanum. „Hand leggurinn var mjög heitur. Ég fór á bráðamóttökuna og sem betur fer vissi hjúkrunarkonan strax hvað amaði að mér. Þrátt fyrir að svona bit séu mjög sjaldgæf hafði hún fyrir tilviljun séð sams konar bit skömmu áður. Á þeim tímapunkti var ég einni klukkustund frá dauðanum,“ sagði Hanneman við Gigwise og bætti við að læknirinn hefði verið aðdáandi Slayer. Ár er liðið síðan gítar- leikarinn losnaði af sjúkra- húsinu og síðan þá hefur hann gengið í gegnum mikla endur- hæfingu, meðal annars lært að ganga á nýjan leik og fengið húðígræðslu. Bitinn af könguló SLÆMT BIT Jeff Hanneman lenti í slæmu köngulóarbiti. NORDICPHOTOS/GETTY Eigendur að 34,38% hlut í HS Veitum hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á eignarhlut sínum í félaginu. Þessi hlutur er í dag í eigu Reykjanesbæjar, Orkuveitu Reykjavíkur, Grindavíkurbæjar, Sand- gerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. HS Veitur hf. eru dreifiveita rafmagns samkvæmt Raforkulögum nr. 65/2003 og annast að auki dreifingu heits vatns og ferskvatns á starfssvæðum sínum. Höfuðstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ en jafnframt eru starfsstöðvar í Árborg, Hafnarfirði og í Vest manna- eyjum. Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylla skilyrði um að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, auk aðila sem búa yfir fullnægjandi þekkingu og reynslu og geta sýnt fram á eiginfjárstöðu umfram 300 milljónir kr. Seljendur áskilja sér þó rétt til þess að takmarka aðgang að söluferlinu, meðal annars í þeim tilvikum þegar fyrir hendi eru lagalegar takmarkanir á því að fjárfestir eignist hlut í félaginu, svo sem vegna samkeppnisreglna. Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við Fyrir- tækjaráðgjöf Íslandsbanka í síma 440 4000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hsveitur2012@islandsbanki.is. Áhugasamir fjárfestar þurfa að fylla út trúnaðar yfir lýsingu ásamt því að leggja fram nauðsynlegar upplýsingar og gögn sem staðfesta að ofangreind skilyrði séu uppfyllt. Í kjölfarið fá fjárfestar afhentar frekari upplýsingar um tímasetningar og skilmála söluferlisins auk upplýsinga um fjárhag og starfsemi félagsins. 34,38% hlutur í HS Veitum hf. í söluferli - Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka falið að annast söluferli - Söluferlið opið öllum fjárfestum sem uppfylla tilgreind skilyrði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.