Fréttablaðið - 03.05.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 03.05.2012, Síða 16
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is Tekjur Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) af auglýs- ingum og kostun hafa aukist um tæp 60 prósent frá fyrri hluta rekstrarársins 2009. Alls nemur aukningin um 400 milljónum króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi RÚV fyrir tímabilið 1. september til 29. febrúar 2012 sem var gerður opinber á mánudag. Á sama tíma hafa auglýsingatekjur samkeppnisaðila RÚV dregist mikið saman, samkvæmt nýjustu tölum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Uppgjörstímabil RÚV er frá byrjun sept- ember til loka ágústmánaðar. Í árshluta- uppgjöri RÚV fyrir fyrstu sex mánuði yfir- standandi uppgjörsárs kemur fram að tekjur félagsins af auglýsingum og kostun sé 1.073 milljónir króna. Tekjur félagsins vegna aug- lýsinga og kostunar á sama tímabili árið 2009 voru 676,6 milljónir króna. Þær hafa því aukist um 396,4 milljónir króna, eða um 58,9 prósent. Auglýsinga- og kostunartekjur hafa einnig aukist umtalsvert sem hlutfall af heildar rekstrar tekjum RÚV. Á fyrri hluta rekstrarársins 2009 voru þær 28,2 prósent af rekstrartekjum en höfðu vaxið í 39,3 prósent á fyrri hluta rekstrarársins 2012. Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið fékk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrr á þessu ári drógust auglýsingatekjur annarra fjölmiðlafyrirtækja en RÚV saman um tæplega 2,1 milljarð króna á tímabilinu 2008-2010. Ekki eru til nýrri samanburðartölur þar sem fjöl- miðlafyrirtæki í einkaeigu hafa ekki birt árs- reikninga fyrir árið 2011. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, lagði fram nýtt frumvarp að lögum um starfsemi RÚV 31. mars síðast- liðinn. Málið var tekið til umræðu á Alþingi í síðustu viku og í kjölfarið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar. Frumvarpinu var meðal annars ætlað að takmarka þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Samkvæmt því má hlutfall auglýsinga í dag- skrá RÚV ekki fara yfir átta mínútur á klukku- tíma, vöruinnsetning verður óheimil í efni sem RÚV framleiðir sjálft eða er sérstaklega fram- leitt fyrir það, félaginu er gert að setja og birta gjaldskrá, afsláttakjör fyrir kostunaraðila og auglýsendur skulu vera gagnsæ og mega ekki mismuna viðskiptamönnum auk þess sem banni við auglýsingasölu á vefnum verður við- haldið. Í umsögn með frumvarpinu kemur fram að mennta- og menningarmálaráðuneytið telji að þessar takmarkanir muni „hafa í för með sér allt að 245 m.kr. árlega tekjurýrnun, sem svarar til um 5% af heildartekjum félagsins.“ Samkeppnisaðilar RÚV hafa gagnrýnt frum- varpið og segja það ekki ganga nógu langt. Í tölum sem teknar voru saman fyrir Frétta- blaðið kom meðal annars fram að meðallengd sjónvarpsauglýsinga RÚV á kjörtíma, klukkan 18 til 23, var 3,7 mínútur á klukkutíma sem er langt undir þeim átta mínútna takmörkunum sem frumvarpið segir til um. thordur@frettabladid.is Auglýsingatekjur RÚV hafa aukist um 60 prósent frá 2009 Tekjur RÚV vegna auglýsinga og kostunar hafa aukist um 400 milljónir frá fyrri hluta rekstrarársins 2009. Eru nú orðnar um 40 prósent af tekjum félagsins. Nýtt frumvarp á að takmarka RÚV á auglýsingamarkaði. Stærsti hluti tekna RÚV er tilkominn vegna þjónustutekna sem félagið fær frá íslenska ríkinu. Til að standa undir þeim framlögum er innheimt útvarpsgjald. Í forsendum fjárlaga fyrir árið 2012 kemur fram að reiknað sé með að 3,8 milljarðar króna muni innheimtast í útvarpsgjöld í ár. Þar af er áætlað að RÚV fái 3,1 milljarð króna en afgangurinn rennur til ríkissjóðs og er notaður í önnur verkefni. Frá árinu 2014 munu allar innheimtar tekjur hins vegar renna til RÚV og miðað við forsendur ársins í ár munu tekjur félagsins þá árlega aukast um 690 milljónir króna, eða 22 prósent. Fær allt útvarpsgjaldið frá árinu 2014 Dagskrá 1. Skýrsla rannsóknarnefndar lífeyrissjóða yfirferð Intellecta. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Gerð grein fyrir ársreikningi. 4. Tryggingafræðileg úttekt. 5. Samþykktir sjóðsins. 6. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt. 7. Önnur mál. Ársfundur 2012 Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 16:30, að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Reykjavík 23. 04. 2012 Reykjanesbær, Orkuveita Reykja- víkur og fjögur smærri sveitar- félög hafa falið Íslandsbanka að selja 34,38 prósenta hlut í HS Veitum, sem dreifir rafmagni, heitu og köldu vatni á suður- og suðvesturhluta landsins. Í til- kynningu vegna þessa kemur fram að söluferlið sé opið öllum fagfjárfestum og þeim sem „búa yfir fullnægjandi þekkingu og reynslu og geta sýnt fram á eigin- fjárstöðu umfram 300 milljónir kr.“. Reykjanesbær hyggst selja 16,65 prósenta hlut í HS Veitum og Orkuveita Reykjavíkur 16,58 pró- senta hlut. Auk þess ætla Grinda- víkurbær, Garður og Vogar að selja alla hluti sína í fyrirtækinu og Sandgerðisbær stærstan hlut sinn. Samtals eiga þessi fjögur sveitarfélög tæplega 1,3 prósent hlut í HS Veitum. Samkvæmt lögum þarf meiri- hluti í veitufyrirtæki að vera í eigu opinberra aðila. Það ákvæði er uppfyllt þrátt fyrir söluna, því gangi hún eftir mun Reykjanes- bær enn halda á 50,1 prósents hlut í HS Veitum. Auk þess á Hafnar- fjörður 15,4 prósenta hlut í fyrir- tækinu sem bæjarráð hans telur ekki tímabært að selja. Samkvæmt ársreikningi Reykja nes bæjar er bókfært virði 66,75 prósenta hlutar hans í HS Veitum 6,5 milljarðar króna. Miðað við það verð er heildarvirði HS Veitna rúmlega 9,7 milljarðar króna og því ættu að fást um 3,4 milljarðar króna fyrir hlutinn sem boðinn hefur verið til sölu. HS Veitur högnuðust um 270 milljónir króna á síðasta ári og 321 milljón króna árið 2010. Eigin fjárhlutfall fyrirtækisins var 53 prósent um síðustu ára- mót. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 1,4 milljarðar króna í fyrra. Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði út 300 milljóna króna arður á árinu 2012 vegna rekstrar- frammistöðu ársins á undan. -þsj Bókfært virði HS Veitna tæpir tíu milljarðar króna í ársreikningi Reykjanesbæjar: Þriðjungur í HS Veitum til sölu ARÐBÆRT Stjórn HS Veitna lagði til að greiddur yrði út 300 milljóna króna arður í ár. Vörður Tryggingar hf. hagn- aðist um 330 milljónir króna fyrir skatta á síðasta ári og arðsemi eigin- fjár þess var 17,5 prósent. Það er aukn- ing um rúmar 120 milljónir króna frá árinu á undan. Heildartekjur félagsins á árinu 2011 jukust um 700 milljónir króna og voru 4,8 milljarðar króna. Eigin- fjárhlutfall Varðar var 24,4 pró- sent um síðustu áramót. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vörður sendi frá sér í gær. Vörður er í eigu Bank Nordik, sem áður hét Færeyjabanki. Hann keypti upphaflega 51% hlut í félaginu seint á árinu 2009 og í mars síðastliðnum var tilkynnt um að bankinn myndi kaupa Vörð að fullu. - þsj Vörður Tryggingar hf: 330 milljóna ágóði fyrir skatta GUÐMUNDUR J. JÓNSSON forstjóri Varðar. EFNAHAGSMÁL Íbúðaverð á land- inu öllu hækkaði um 1,5% í apríl. Stærstan hluta hækkunar- innar má rekja til landsbyggðar- innar þar sem íbúðaverð hækk- aði um 5,4% í mánuðinum. Fram kemur í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka frá því í gær að miklar sveiflur hafi verið í mælingum Hagstofunn- ar á íbúðaverði það sem af er þessu ári. Þannig lækkaði íbúða- verð á landsbyggðinni um 2,8% í janúar og 2,6% í febrúar en þessar lækkanir hafa nú gengið til baka. Frá áramótum hefur íbúða- verð á landinu hækkað um 1,6% en undanfarna tólf mánuði nemur hækkunin 8,4% að nafn- virði og 1,1% að raunvirði. - mþl Nýjar tölur frá Hagstofunni: Húsnæðisverð hækkaði í apríl MILLJÓNIR KRÓNA var heildarvelta með bréf í Kauphöll Íslands í apríl. Jafngildir það 216 milljónum á dag en til saman- burðar voru meðalviðskipti 766 milljónir á dag í mars. 3.675 2009 2010 2011 2012 Þjónustutekjur 66,70% 66,60% 61% 57,40% Auglýsingar 28,2%* 28% 31,80% 35,60% Kostun - 2,10% 3,10% 3,70% Aðrar rekstrartekjur 5,20% 3,30% 4,10% 3,30% * Í ársreikningi árshlutareikningi Ríkisútvarpsins fyrir tímabilið 1. september 2008 til 28. febrúar 2009 eru auglýsingar og kostun saman í tekjulið. Hlutfallsleg skipting tekna RÚV fyrri hluta rekstraráranna 2009-2012 BREYTINGAR Nýtt frumvarp á að takmarka þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Samkvæmt mati mennta- og menningarmála- ráðuneytisins munu tekjur þess skerðast um 245 milljónir króna, sem svarar til um fimm prósent tekna félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.