Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 46
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR30 Icelandic Poetry nefnist umfangsmikið úrval enskra þýðinga á íslenskum ljóðum sem kom út í gær á vegum Sögu forlags. Útgáfan, sem er eitt yfirgripsmesta hei ldar safn íslenskra ljóða sem komið hefur út á erlendu máli, var kynnt við athöfn í Þjóðmenningar- húsinu. Ljóðin eru öll þýdd af Bernard Scudder, einum mikilvirkasta þýðanda af íslensku á ensku sem fram hefur komið, en hann lést árið 2007, rétt rúmlega fimmtugur að aldri. Í bókinni þræðir þýð- andinn sögu íslenskrar ljóðlistar allt frá Völuspá og Höfuðlausn Egils Skalla- grímssonar til höfuðskálda síðustu alda og ungskálda dagsins í dag. Í bókinni eru ljóð eftir 68 skáld og það er einsdæmi að einn þýðandi láti eftir sig jafnvíðfeðmt úrval af íslenskum kveð- skap og birtist í þessari bók. „Bernard var ótrúlega fjölhæfur þýðandi,“ segir Jóhann Sigurðsson hjá Sögu forlagi. „Hann þýddi fjölda skáldsagna, ljóða, leikrita og fræðitexta auk þess sem hann þýddi margs konar efni fyrir stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld og ég leyfi mér að fullyrða að fáir menn hafa reynst íslenskri menningu þarfari en Bernard,“ segir Jóhann. Síðustu ár ævi sinnar var Bernard aðalþýðandi Seðlabankans en samhliða því starfi sinnti hann þýð- ingum á öndvegisverkum íslenskra bókmennta og kveðskap. „Við ákváðum að ráðast í þessa útgáfu til að heiðra minningu hans en jafnframt til að veita um- heiminum hlutdeild í stór- brotnu og einstöku ævi- starfi,“ segir Jóhann, en flest þeirra núlifandi skálda sem Bernard þýddi voru viðstödd athöfnina í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Úrval þýðinga á íslenskum ljóðum Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir, mágur og tengdasonur, EINAR ÞÓR ÞÓRHALLSSON framkvæmdastjóri, Mávanesi 18, Garðabæ, lést fimmtudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. maí kl. 15.00. Andrea Þ. Rafnar Sunna Björg Einarsdóttir Gunnar Rögnvaldsson Stefán Arnar Einarsson Erna Leifsdóttir Örn Þórhallsson Erla Magnúsdóttir Þórunn Þórhallsdóttir Jón Hjaltalín Ólafsson Sigríður Þórhallsdóttir Jón Kristján Árnason Hörn Harðardóttir Matthías Jakobsson Þorbjörg J. Rafnar Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Stórholti síðar Dalbraut 18, Rvík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir hlýhug og góða umönnun. Guðmundur Theódórs Þrúður Karlsdóttir Elinborg Theódórs Bjarni Jensson Benedikta Theódórs Ólafur Gunnlaugsson Jón Brands Theódórs Kristjana Benediktsdóttir Páll Theódórs Hrafnhildur Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs, frænda og vinar, SIGURÐAR JÚLÍUSSONAR Álfaskeiði 72, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks L-2 á Landakoti og Líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir hjúkrun og umönnun. Ingibjörg Ása Júlíusdóttir Jóhannes Þórðarson Ásta Haraldsdóttir Steinþór Nygaard Erla Júlíusdóttir Júlíus, Valgerður, Ásbjörn Ingi, Jón Páll, Sigurður Þór, Erlendur fjölskylda og vinir. Eiginmaður minn FRIÐRIK M. HARALDSSON leiðsögumaður, Hverafold 48, andaðist 22. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Anna F. Birgisdóttir Ástkær systir okkar og mágkona, SVANDÍS JÓNSDÓTTIR WITCH andaðist í London föstudaginn 27. apríl. Ingimar G. Jónsson Ester Eyjólfsdóttir Tómas Jónsson Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN GUÐMUNDSSON Suðurgötu 8, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi sunnudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 14.00. Jóhanna Guðjónsdóttir Hafdís Hafsteinsdóttir Haukur Hafsteinsson Þóra G. Gísladóttir Svala Hafsteinsdóttir Magnús Björn Magnússon Brynja Hafsteinsdóttir Skúli Jónsson Sigrún Hafsteinsdóttir Björn Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÓSKAR JÓNSSON frá Loftsstöðum, Skólavöllum 10, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sunnudaginn 29. apríl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 13.30. Ásta Guðrún Benjamínsdóttir Hansína Kristjánsdóttir Jón Árni Guðmundsson Kristján Jóhann Kristjánsson Bríet Kristjánsdóttir Benedikt Sigurgeirsson Alda Björg Kristjánsdóttir Þorvaldur Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN RUTH JÓNSDÓTTIR Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, andaðist laugardaginn 28. apríl. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 7. maí klukkan 13.00. Inga Jóna Jónsdóttir Steindór Guðmundsson Ólína Bergsveinsdóttir Guðmundur Ragnar Ólafsson Jón Bergsveinsson Ásdís Árnadóttir Björg Bergsveinsdóttir Eggert Dagbjartsson Bergsveinn Bergsveinsson Gígja Hrönn Eiðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Lagadeild Háskólans í Reykjavík og lagadeild Oslóarhá- skóla hafa gert mér sér samning um doktorsnám, sem felur í sér að doktorsnemar við HR fá aðgang að nám- skeiðum á doktorsstigi við Oslóarháskóla. Þeir geta einnig valið að taka alla námskeiðaröðina sem þar er í boði. Þetta mun vera mikilvægt, þar sem fæð doktorsnema í lögfræði á Íslandi gerir það að verkum að sjaldan er unnt að bjóða upp á doktorsnámskeið. Doktorsnemar búsettir á Íslandi, sem vilja stunda nám við Oslóarháskóla, geta stundað það frá Íslandi, haft aðstöðu í HR og annan leiðbeinanda úr kennaraliði skólans. Samningurinn felur einnig í sér viljayfirlýsingu þess efnis að deildirnar muni í framhaldinu einnig ganga frá samningi um sameiginlega doktorsgráðu. Það mun gefa nemum möguleika á að stunda doktorsnám við báða skólana undir leiðsögn kennara frá lagadeildum þeirra beggja. Nýjar leiðir til doktorsnáms NÁ MIKILVÆGUM SAMNINGI Hans Petter Graver, forseti lagadeildar Oslóarháskóla, og Guðmundur Sigurðsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. MYND/HR Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA SVALA PÁLSDÓTTIR Reykjafold 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 28. apríl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigurmundur Haraldsson Rakel Garðarsdóttir Lars Otto Grindheim Stefán Garðarsson Laufhildur Harpa Óskarsdóttir Ólöf Garðarsdóttir Sigþór Haraldsson Guðrún Ösp Sigurmundardóttir Jakob Guðmundur Rúnarsson barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍN ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR húsfreyja frá Ófeigsfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 7. maí kl. 13.00. Bára Guðmundsdóttir Ragnar I. Jakobsson Pétur Guðmundsson Margrét Ó. Eggertsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Torfi Þorkell Guðmundsson Helga V. Rósantsdóttir Ásgeir Guðmundsson Inga A. Waage Böðvar Guðmundsson Hrönn Valdimarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR HJALTALÍN frá Brokey, lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi mánudaginn 30. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Freysteinn V. Hjaltalín Friðgeir V. Hjaltalín Salbjörg Sigríður Nóadóttir Laufey V. Hjaltalín Þorsteinn Sigurðsson Guðjón V. Hjaltalín Ásta Sigurðardóttir barnabörn og langömmubörn. ÚRVALSLJÓÐ Bókin var kynnt við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær og höfundum afhent eintök. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, bróðir og afi, GUÐMUNDUR HANNES JÓNSSON rafvirkjameistari, lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 29. apríl. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 7. maí kl. 13.00. Fjóla Erlingsdóttir, Haraldur Hannes Guðmundsson, Erling Freyr Guðmundsson, Ragnheiður K. Ástvaldsdóttir, Jón Þór Guðmundsson, Laufey Rut Guðmundsdóttir, Erling Jóhannsson, Þórunn Rut Þorsteinsdóttir, Þórhildur Harpa Jónsdóttir, Guðrún Þórdís Ferrier Jónsdóttir, Björg Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Líneik Jónsdóttir, Ylfa Marín, Arnar Freyr og Jórunn Eva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.