Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 31
TÍSKA Sumarið 2006 gerðu bandarískir vísindamenn frá virtri jarð-fræðistofnun í New Jersey merkilega uppgötvun þegar þeir fundu óvenjulega tegund reyniviðar við rannsókn á berg- lögum í Krýsuvík. Í byrjun vakti sérstök staðsetning trésins at- hygli, sem og óvenjulegt útlit þess sem benti til mjög hás aldurs. Norskur vísindamaður og sérfræðingur í rannsóknum trjáviðar tók prufu úr trjástofninum og eftir aldursgreiningu vestra kom í ljós að tréð væri um 5300 ára. Aldrei áður hefur jafn fornt tré fundist á Íslandi og því var aldur þess dreginn í efa. Við bættist sá orðrómur að vísinda- maðurinn styddi uppgötvun sína með goðfræðilegum stoðum og því ákveðið að hætta frekari rannsóknum og setja prufuna í vörslu. Í norrænni goðafræði er reyniviður helgaður Þór sem tákn um hamingju og lífskraft og Keltar litu á reynivið sem lífsins tré. Árið 2011 gat norski vísindamaðurinn aftur gert tilkall til rann- sókna á íslensku prufunni og eftir enn nákvæmari rannsóknir voru fyrri niðurstöður staðfestar: íslenski reyniviðurinn er 5300 ára og því eldri en elsta tréð sem hingað til er vitað um, sem er langær fura í White Mountains í Bandaríkjunum. Nákvæmri staðsetningu reynisins í Krýsuvík er haldið opinber- lega leyndri vegna uggs um að straumur ferðamanna skaði tréð, en slíkt varð raunin í White Mountains. Íslensk kona sem starfað hefur lengi að rannsóknum á trjám á Íslandi hefur bent á að álfar hafi búsetu í íslenskum trjávið og krafist þess að tré og umhverfi þeirra séu útilokuð frá frekari vís- indalegum rannsóknum til að trufla ekki „hið ósýnilega fólk“. Vísindamaðurinn telur þennan framgang „óheyrilega hindrun vísindalegra rannsókna“ því reynitréð geti gefið vitneskju um viðarlaust landslag Íslands á árum áður og aukið nýja þekkingu á jarðfræði- og veðurfarslegri framvindu á Norðurhveli. J. Weissenberg 5300 ÁRA REYNITRÉ JW KYNNIR Fyrir sex árum fannst 5300 ára gam- all reyniviður á Íslandi. Álfar hindra nú frekari rannsókn sem auka mundi þekkingu á jarðfræði landsins. Tískuheimurinn hefur lengi átt í eins konar ástarsambandi við heim ævintýranna. Ástarsagan heldur áfram því nú hefur skó hönnuðurinn Christian Louboutin hannað skó þar sem hann sækir innblástur í ævin týrið um Öskubusku. Eftirlíking af glerskónum kemur á markað í haust í tilefni þess að teiknimyndin verður endurútgefin á mynddiski. Tískuáhugafólk verður þó að bíða eftir sumrinu til að berja dýrðina augum en sagt er að hönnuðurinn, sem er frægur fyrir rauða skósóla, muni þrátt fyrir gegnsæi ná að setja mark sitt á skóna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem glerskórinn úr ævintýri Grimms bræðra hefur orðið hönnuðum innblástursefni. Martin Margiela setti sína útfærslu af glerskónum á markað í takmörkuðu upplagi fyrir nokkrum árum. Það lítur út fyrir að ævintýrið um Mjall- hvíti verði einnig uppspretta hugmynda fyrir tískuhönnuði þökk sé nýrri kvikmynd, Snow White and the Huntsman sem verður frumsýnd í haust. Nú þegar er snyrtivörulína komin á markað sem gerir fólki kleift að líkjast Mjallhvíti eða vondu stjúpunni. HANNAR GLERSKÓ Í ÖSKUBUSKUSTÍL AUGLÝSING Skráning í inntökupróf á Listdansbraut JSB Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Inntökupróf - framhaldsskólastig Laugardaginn 12. maí kl. 15:00 – 16.30. Inntökupróf - grunnskólastig 10 -12 ára, laugardaginn 19. maí kl. 14:00 – 15:00 13 -15 ára, laugardaginn 19. maí kl. 15:00 – 16:30 Kennslustaðir: Danslistarskóli JSB í Kópavogi, Íþróttahúsi Digraness. Almenn braut. Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Almenn braut og listdansbraut. Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Innritun á haustönn fyrir listdansbraut er hafin! Nánari upplýsingar eru á vefnum www.jsb.is og á facebook | FÓLK | 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.