Fréttablaðið - 03.05.2012, Side 53

Fréttablaðið - 03.05.2012, Side 53
FIMMTUDAGUR 3. maí 2012 37 „Við spilum eingöngu tónlist eftir Leonard Cohen,“ segir Ólafur Kristjánsson, bassaleikari ábreiðubandsins The Saints of Boogie Street, sem gaf út diskinn Leonard Cohen Covered í síðustu viku. Á disknum er að finna fjórtán lög frá Cohen í nýjum útsetn- ingum. Diskurinn hefur fallið vel í kramið víða og meðal annars hefur hljómsveitinni verið boðið að taka þátt í einni stærstu Leonard Cohen-hátíðinni í heiminum í Madison í Bandaríkjunum nú í sumar. „Hátíðin verður um verslunarmannahelgina og við erum svo ofur upptekin þá helgi að við komumst ekki. En það er ferlega gaman að vera boðið,“ segir Ólafur. Cohen sjálfur hefur sent hljómsveitinni góðar kveðjur í gegnum ritara á einni af aðdáendasíðunum sínum, en sá dásamaði plötu íslensku hljómsveitarinnar í hástert. „Cohen er ekki búinn að fá plötuna í hendurnar ennþá, en hún er í póstinum,“ segir Ólafur. The Saints of Boogie Street stefnir á tónleika víða um land á næstu mánuðum og hefst fjörið með veglegum útgáfutónleikum í Iðnó á morgun, föstudag, klukkan 20.30. - trs Leonard Cohen tónleikar í Iðnó THE SAINTS OF BOOGIE STREET Hljómsveitin er svokallað ábreiðuband fyrir tónlistar- manninn Leonard Cohen og spilar eingöngu tónlist eftir hann. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 03. maí 2012 ➜ Tónleikar 20.00 Karlakórinn Fóstbræður heldur vortónleika í Langholtskirkju. Tenór- söngvarinn Gissur Páll Gissurarson kemur fram með þeim. Miðaverð er kr. 3.000. ➜ Sýningar 14.00 Hátíðin List án landamæra á Norðurlandi verður sett í Hofi, Akureyri í dag. Um er að ræða hátíð þar sem fatlaðir og ófatlaðir mætast í list sinni. Nánar á listanlandamaera.blog.is 16.00 Sýningin Handverk og hönnun opnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin stendur til 7.maí. ➜ Málþing 12.00 Haldið verður málþing um frönsku forsetakosningarnar í stofu 101 í Lögbergi. Málþingið er á vegum Félags stjónmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslu- fræða og stjórnmála og Alþjóðamála- stofnun Háskóla Íslands. Fundarstjóri verður Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir stjórnmálafræðingur. ➜ Tónlist 20.00 Finnur Karlsson og Haukur Þór Harðarson halda sameiginlega tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Eru þeir báðir að útskrifast úr tónsmíðanámi frá LHÍ. 21.00 Hljómsveitin Alchemia heldur tónleika á Bar 11. DJ verður í búrinu að tónleikum loknum. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Bítladrengirnir blíðu skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Dúettinn 2Good leikur á sportbarnum Kóngurinn, Kirkjustétt 4 í Grafarholti. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Kriyama Family kemur fram á styrktartónleikum á Hressó. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaseríu gogoyoko og Hressó til styrktar þeim sem minna mega sín og velur hljómsveitin hverju sinni það málefni sem hún kýs að styrkja. Kriyama Family hefur ákveðið að ágóði tónleikanna að þessu sinni rennur til Breið Bros samtakanna, styrktarfélagi aðstandenda og þeirra sem eru með skarð í vör. Ókeypis er inn á tónleikana en tónleikagestir hvattir til að leggja málefninu lið með frjálsum framlögum á kvöldinu. ➜ Leiðsögn 12.15 Steinunn Sigurðardóttir sýningar- stjóri gengur með hönnuðum og skoðar verk þeirra á sýningunni Fingramál. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Þrír nemendur við Listahá- skóla Íslands, Albert Hauksson, Skúli Jónsson og Björn Halldór Helgason, halda útskriftartón- leika í Iðnó á laugardag. Þre- menningarnir útskrifast allir með BA-gráðu í tónsmíðum frá LHÍ í vor. Á efnisskránni eru þrjú verk. Tónverkið Landslag eftir Albert er ferðalag um land sem mótast í huga hlustandans. Verk Skúla heitir Bastilludagurinn í Bordeaux – Draumkennd minn- ing ferðalangs og er samið fyrir kammerhóp. Verkið er byggt á minningum höfundar frá sumrinu 2011 og lýsir upplifun ferðalangs á framandi slóðum á Bastilludeginum. Verk Björns Halldórs heitir Svipbrigði. Svip- brigði eru okkur eðlislæg áður en við vitum hvað þau þýða. Hið sama gildir um lögmál tón listarinnar. Tónleikarnir í Iðnó hefjast klukkan þrjú. Útskriftar- tónleikar í Iðnó

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.