Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 18
18 3. maí 2012 FIMMTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Um sextíu innflytjendur mættu á sam-komuna „Tölum saman“ sem var haldin af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur- borgar og Fjölmenningarráði 28. apríl síð- astliðinn. Þetta var eins konar undirbúningssam- koma fyrir Fjölmenningarþing í haust, sem verður mikið stærri samkoma innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Mikið var rætt á þessari samkomu um hvers konar mál inn- flytjendur og borgin skyldu tala saman um. Skipulagningu kosninga til að kjósa fulltrúa innflytjenda, atvinnumál, dvalarleyfi, for- dóma… ýmiss konar mál voru nefnd, þótt það væri ekki hægt að kafa djúpt í málefnin. Það sem vakti athygli mína var hins vegar hversu mjög þátttakendur voru líf- legir í umræðum og hve mikið þeir höfðu að segja. Þeir voru virkilega að njóta þess að taka þátt í umræðu með öðrum. Við innflytjendur viljum ekki einungis tala um úrræði vandamála sem við mætum hérlendis, eða leita svara við spurningum. Að hitta aðra og tala saman er eftirsóknar- vert í sjálfu sér og það hjálpar okkur mikið. En það gleymist oft hjá þeim sem veita inn- flytjendum þjónustu. Ég hef sjálfur slæma minningu um slíkt. Fyrir tíu árum talaði ég sem prestur við nýskilda konu frá Afríku. Hjónaskilnaður var (og er) oft orsök áhyggja hjá innflytj- endum um hvort þeir geti dvalið hér áfram eða ekki. Því spurði ég konuna um nokkur atriði um þau mál. Konan reyndist vera í góðu lagi og ég hélt að málinu væri lokið. En það var rangt hjá mér. Konan var fyrst og fremst döpur vegna skilnaðarins og vildi þess vegna tala. Ég fagna því að borgin reyni að skapa fleiri tækifæri fyrir samtöl við okkur inn- flytjendur. Ég vona að fleiri sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök geri hið sama á næstunni. Tölum saman! Samfélags- mál Toshiki Toma prestur innflytjenda Við innflytjendur viljum ekki einungis tala um úrræði vandamála sem við mætum hérlendis, eða leita svara við spurningum. Að hitta aðra og tala saman er eftir- sóknarvert í sjálfu sér. Með vísun til laga nr. 134/2001 um leigubifreiðar, gengst Vegagerðin fyrir rekstrarleyfisnámskeiði fyrir leigubílstjóra í Ökuskólanum í Mjódd dagana 7. til 11. maí n.k. Þátttaka tilkynnist fyrir 4. maí til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-0300 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 / 894 2737 Leyfishafanámskeið leigubílstjóra Margir aðrir fjölmiðlar Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, sendi undir- mönnum sínum skeyti um komandi forsetakosningar í gær og birti það jafnframt á Facebook-síðu sinni. Í því hvetur hann starfsmenn RÚV til að fjalla áfram hlutlægt og faglega um frambjóðendur til forsetaembættis- ins. „Margir aðrir fjölmiðlar eru á vafasamri braut, hampa stórlega einum frambjóðandanum – á kostnað annarra,“ skrifar Óðinn líka og nefnir húrrahróp einstakra fjölmiðlamanna. Það er gott hjá Óðni að brýna sitt fólk til dáða. En það væri ekki síður gott – og fróðlegt – ef hann styddi full- yrðingu sína um hlutdrægni annarra fjölmiðla með dæmum. Lýðskrumið Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins, talaði tæpitungulaust á baráttudegi verkalýðsins á Selfossi. „Í opinberri umræðu er það orðið daglegt brauð að borið er á fólk að það sé land- ráðamenn, fasistar, nasistar eða kommúnistar,“ sagði Guðmundur, greinilega langþreyttur á íslenskri umræðuhefð þar sem „lýð- skrumið ræður öllu“. Eflaust geta margir tekið undir þessi orð Guðmundar. Nokkrar sekúndur Til marks um þennan vanda hljómuðu slík fasismabrigsl einmitt úr púlti á sjálfan verkalýðsdaginn. „Það minnir mann á hvernig fasistahreyfingar millistríðs áranna beittu lýðskrumi, hræðsluáróðri og óvinavæðingu í til- raunum sínum til að komast til valda,“ sagði ræðuhöldurinn, og vísaði til fréttaflutnings af gífuryrðum. Guðmundur hlýtur að hafa ímugust á þessu ósmekk- lega líkingamáli, sem hraut reyndar af vörum hans sjálfs, örfáum sekúndum eftir að hann hneykslaðist á lýðskruminu. stigur@frettabladid.is O kkur miðar ekki nægilega fram á við í að ná fram launajafnréttinu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir í frétt hér í blaðinu í dag. Forsætisráðherrann er þarna að bregðast við tíðindum um að launamunur kynja hafi aukist síðustu tvö ár en rúman áratug á undan hafði þróunin verið í þá átt að saman dró með kynjunum í launum. Þetta kemur fram í skýrslu Þjóðmálastofnunar um umfang kreppunnar og afkomu tekjuhópa. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherranum því aftur á bak er svo sannarlega ekki fram á við. Kynbundinn launamunur þró- aðist frá því að vera árið 1998 metinn 30 til 35 prósent í að mælast á bilinu 13 til 20 prósent árið 2010. Þetta er út af fyrir sig ágætur árangur á tólf árum. En sé horft til þess að um áratuga skeið hafa verið lög í landinu sem eiga að koma í veg fyrir kynbundinn launamun þá verður að viðurkennast að staðan er langt í frá viðunandi, svo ekki sé talað um þegar þróunin hefur aftur snúist við, launajafnrétti í óhag. Efnahagskreppan setur enn frekar mark sitt á laun á almennum vinnumarkaði en á þeim opinbera. Launamunur minnkaði enda þar eftir hrun ekki síst vegna þess að þeim fækkaði sem voru á mjög háum launum en meirihluti þeirra voru karlar. En erfitt efnahags- og atvinnuástand gerir einnig að verkum að samningsstaða launafólks er síðri en þegar eftir- spurn efir vinnuafli er meiri og hætt er við að sú staða komi verr niður á konum en körlum. Hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu er þróun launa- munar kynjanna sláandi en þar fór hann úr 9,9 prósentum árið 2010 í 13,2 prósent árið 2011. Það er því ekki að undra að for- maður BSRB skuli nú kalla á að fundarhöldum um málið verði hætt og þess í stað verði verkin látin tala. Margir töldu að með aukinni menntun kvenna myndu laun kynjanna jafnast svo að segja af sjálfu sér. Og víst er að aukin menntun hefur vissulega skilað fjölmörgum konum góðum og vel launuðum störfum, bæði á almenna vinnumarkaðinum og í opinbera geiranum. Aukin menntun hefur þó að sönnu ekki reynst konum sú beina og greiða leið að hærri tekjum sem margir áttu von á. Frá árinu 2008 hefur verið unnið að svokölluðum jafnlauna- stuðli en samkomulag um þá vinnu var liður í kjarasamningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins það ár. Stefnt hefur verið að því að sú vinna klárist í ár. Með jafnlaunastuðli eiga fyrirtæki að vinna eftir skýrum leið- beiningum um jafnlaunastefnu og markmiðið er að þau fyrir- tæki sem ná tilskildum árangri fái vottun upp á það á svipaðan hátt og tíðkast um gæðastaðla eins og til dæmis ISO. Slíkur stuðull getur áreiðanlega komið að gagni. Róðurinn er þungur og verður það áfram. Því hlýtur öllum aðferðum og leiðum sem stuðlað geta að auknu launajafnrétti kynja að vera fagnað. Kynbundinn launamunur eykst á ný: Ólíðandi öfugþróun Steinnunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.