Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 48
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR32 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. ryk, 6. í röð, 8. máltíð, 9. rénun, 11. fíngerð líkamshár, 12. vaxa, 14. skraut, 16. tveir eins, 17. húsfreyja, 18. skammstöfun, 20. hróp, 21. spírun. LÓÐRÉTT 1. loga, 3. kringum, 4. hugarró, 5. nögl, 7. kæna, 10. kvenkyns hundur, 13. útdeildi, 15. hljóðfæri, 16. knæpa, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. kusk, 6. áb, 8. mál, 9. lát, 11. ló, 12. stíga, 14. skart, 16. kk, 17. frú, 18. rek, 20. óp, 21. álun. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. um, 4. sálarró, 5. kló, 7. bátskel, 10. tík, 13. gaf, 15. túpa, 16. krá, 19. ku. Þá er komið að stóru stundinni! Nýjasta frá Dutch Oven Massacre! Það er ekk- ert annað! Þessari hef ég beðið eftir lengi! Sagan segir að þessi plata sé grimmari en sú síðasta! Er það mögulegt? Síðasta plata var svo svakaleg að það blæddi úr eyr- unum á mér og ég þurfti að sofa með ljósin kveikt! Þetta lofar góðu! Þunga- rokk! Ég sé bréfa- klemmurnar þínar og hækka um niður- lægjandi verkefni að eigin vali. Ég sé niðurlægjandi verk- efnið þitt og hækka um brjálað atriði á fjölförnu kaffihúsi. Hækka um að bora í nef fyrir framan heita gellu og ég kalla. Þrátt fyrir að við leggjum ekki peninga undir, þá er ekki lítið í húfi. Ætlið þið að fylgjast með systur ykkar á meðan ég spjalla við mömmu Krissu? Já. Ekki hleypa henni úr augsýn. Ókei. Lofið þið? Við lofum. Þetta er allt þér að kenna. Þú teipaðir hana við sjónvarpið! Næsti biskup Íslands verður kven-kyns. Þúsund ára einokun karla á því embætti er lokið og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Enn eitt dæmið um það hvað Íslendingar eru líbó og langt komnir í jafnréttismálum. Fréttaflutningur af biskupskjörinu nánast einskorðast við kyn biskupsins tilvonandi og sú staðreynd að kjörið sýnir fyrst og fremst þann ásetning kirkjunnar manna að viðhalda status quo og slá um leið vopnin úr höndum þeirra sem gagnrýnt hafa kirkjuna fyrir kvenfyrir- litningu fellur í skuggann. Íhaldssöm kona er sjálfkrafa betri kostur en frjálslyndur karl að mati jafnréttissinna. JAFNRÉTTISUMRÆÐAN á Íslandi snýst nefnilega um það hversu mörgum konum sé hægt að tylla í áberandi embætti til að vekja aðdáun útlendinga. Eða svo virðist manni að minnsta kosti á stundum. Forsætisráðherrann er kona, for- seti Alþingis er kona, ráðherrar eru fleiri kvenkyns en karlkyns og margt bendir til þess að næsti forseti lýð- veldisins verði kona. Lengra er nú varla hægt að komast í jafnréttinu, eða hvað? Hverjum er ekki sama hver veruleikinn er að baki þessari flottu gluggaútstillingu? Spurningin sem öll þessi umræða um framgang kvenna í opinberum stöðum vekur er þessi: Hefur þetta skilað sér í aukningu á raunverulegu jafn- rétti kynjanna? Og því miður er ansi fátt sem bendir til þess. Kvennastéttir eins og leikskólakennarar, hjúkrunarfræðingar og kennarar, svo ekki sé nú minnst á ófag- lærðar starfskonur og verkakonur, eru enn meðal lægst launuðu stétta landsins og fá merki um það að framsókn kvenna í opin- berum stöðum hafi nokkur áhrif þar á. Kyn- ferðisbrotum gegn konum fjölgar ár frá ári og verða sífellt hrottalegri en dómar fyrir slík brot líkjast enn í besta falli lélegum bröndurum. Klámvæðingin og kvenfyrir- litningin blómstra sem aldrei fyrr og eftir- spurn eftir vændi hefur aldrei verið meiri. Veruleikinn sem hin almenna íslenska kona býr við stangast hressilega á við glans- myndina um kvenfrelsisríkið Ísland. AUÐVITAÐ ber að fagna því að konur nái frama innan embættismannakerfis og pólitíkur en umræðan má ekki stöðvast þar. Það að kona fari úr prófastsembætti í biskupsembætti hefur því miður sorg- lega lítið með jafnrétti kynjanna að gera. Því jafnrétti miðar ekkert áfram á meðan dætur okkar standa frammi fyrir því að verða fyrst og síðast metnar út frá kynferði sínu en ekki atgervi. Jafnrétti snýst ekki um flauelsklædda stóla fyrir fáar útvaldar heldur að allt fólk, karlkyns og kvenkyns, af öllum stéttum og stigum sitji við sama borð hvað varðar afkomumöguleika og virðingu. Gínurnar í glugganum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.