Fréttablaðið - 03.05.2012, Side 12

Fréttablaðið - 03.05.2012, Side 12
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna 10.643 GÓÐ HÚSRÁÐ Klósetthreinsir í blómavasa Hálsmjóir vasar geta valdið vandkvæðum Erfitt getur reynst að hreinsa hálsmjóa blómavasa og hvimleitt þegar í þeim hefur fúlnað vatn og jafnvel tekið sig upp í þeim einhver mosavöxtur eða bakteríugróður með fylgjandi fúkkalykt. Samkvæmt einu gömlu húsráði á að byrja á því að skola vasann vel með vatni. Að því loknu á að sprauta í hann sterku hreinsiefni sem alla jafna er notað til þess að hreinsa klósettskálar. Það er svo látið standa í vasanum stundarkorn, tíu mínútur eða svo áður en vasinn er skolaður vel. Ætti hann þá að vera eins og nýr. bruun-rasmussen.dk Bredgade 33 DK-1260 Kbh. K Tel +45 8818 1111 Við leitum að frímerkjum og mynt fyrir næstu uppboð okkar. Við verðum til viðtals á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 10. maí n.k. kl. 15-19 og föstudaginn 11. maí kl. 10-12. Þar munu reynslumiklir sérfræðingar okkar gefa góð ráð og verðmeta frímerki, gömul umslög og póstkort svo og mynt, minnispeninga og gamla peningaseðla. Matið er án endurgjalds og án skuldbindinga með hugsanlega sölu á uppboði í huga. Fyrirfram greiðsla er möguleg. Boðið er uppá heimsókn í heimahús báða dagana. Nánari upplýsingar veita Össur Kristinsson, 5554991 og 6984991 og Torben Ringtved +45 40324711, e-mail: tr@bruun-rasmussen.dk Hvers virði er þetta ? MBA kynningarfundur 3. maí kl. 12:10 í stofu 101 á Háskólatorgi MBA-námið í Háskóla Íslands: • Eflir persónulega færni og leiðtogahæfileika á sviði rekstrar og stjórnunar • Byggir á mikilli reynslu og tengslum við íslenskt atvinnulíf • Ýtir undir frumkvæði, færni og forystueiginleika nemenda Námið er tveggja ára metnaðarfullt meistaranám fyrir stjórnendur og er skipulagt samhliða starfi. Að öllu jöfnu er kennt á föstudögum og laugardögum aðra hvora helgi. Umsóknarfrestur er 5. júní. Skoraðu á þig og taktu skrefið www.mba.is Síminn stefnir að því að tengja tæp 80 prósent íslenskra heimila við Ljós netið á næstu tveimur árum, en þessi nýjung mun gefa notend- um möguleika á meiri hraða, bæði til niðurhals og upphals, og á lægra verði. Nýjungin felst í því að ljósleiðara- tenging er í símkassa við götu, en þaðan eru koparstrengir nýttir síðasta spölinn upp að húsi. Að sögn Sævars Freys Þráins- sonar, forstjóra Símans, er um að ræða stórt skref í því að auka þjónustu Símans. „Hugsunin með Ljósnetinu er að bjóða upp á 100 mb tengingu í þessu skrefi. Við erum þegar búin að tengja 46 .000 heimili og ætlum að bæta 54.000 við á næstu tveimur árum og verðum þá búin að tengja næstum 80 prósent allra heimila í landinu.“ Sævar bætir því við að fram- farir í tækni síðustu ár hafi skilað sér í möguleika á miklum hraða í tengingum um koparstrengi um styttri vegalengdir. „Þessi lausn hefur miklu minna rask í för með sér heldur en að leggja ljósleiðara upp að hverju húsi, en býður upp á álíka hraða. Sé miðað við ADSL-tengingar býður Ljósnetið upp á um fjórum sinnum meiri hraða á niðurhali, og hraði frá notanda fer úr einu mb upp í 25 mb.“ Með auknum hraða segir Sævar verið að leitast við að svara þörfum nútímans. Til dæmis sé sífellt að verða meira um að sjónvarpsefni og kvikmyndum sé dreift á vefnum, til dæmis með gagnvirku sjónvarpi og fleira. Þá færist sífellt í vöxt að hinn almenni notandi geymi gögn, til dæmis ljósmyndasöfn, á vefnum og það kalli á aukinn hraða í upphali. Hvað varðar tækjabúnað munu notendur Ljósnets þurfa að skipta um beini en inntak verður hið sama. Verðið á grunnáskrift á Ljós- netinu er nú 4.290 krónur, sem er nokkuð lægra en ódýrasta áskriftin á ADSL-neti Símans. Það segir Sævar að vinnist með minni kostnaði við rekstur og viðhald kerfanna, auk þess sem ekki þurfi að grafa fyrir tengingum að húsum, en það sé jafnan mesti kostnaður- inn við að koma tengingum í hús. „Þetta verður um fjögurra milljarða fjárfesting hjá okkur, sem er ef til vill ekki mikið þegar litið er til þess að um 100.000 heimili er að ræða, en þetta er góð inn- spýting í atvinnulíf sem þarfnast fjár festingar.“ Sævar segir jafnframt að þetta framtak ætti að verða til þess að festa Ísland í sessi í fremstu röð landa hvað varðar aðgang að net- tengingum. „Ísland hefur verið meðal efstu þjóða í öllum mælikvörðum um fjölda tenginga, hraða tenginga og þess háttar og með þessu erum við að tryggja að við verðum áfram í fremstu röð.“ Aukinn hraði með Ljósneti Síminn stefnir að því að tengja nær 80% heimila við nýja þjónustuleið. Með Ljósneti eru hús tengd við ljósleiðara með koparstrengjum síðasta spölinn. Er bæði hraðara og ódýrara en ADSL-tenging. SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON HÁHRAÐATENGING Með nýrri þjónustu Símans geta notendur fengið mun hraðari tengingu, bæði til upp- og niðurhals, fyrir minna verð en ADSL-tengingu. Notendur tengjast við ljósleiðaranet í gegnum koparstrengi án þess að missa mikinn hraða. VAR VERÐIÐ á 100 rúmmetrum af heitu vatni í fyrra. Þremur árum fyrr var verðið 7.156 krónur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.