Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 7hjólað í vinnuna ● fréttablaðið ● ● GRÍÐARLEG FJÖLGUN KEPPENDA UNDANFARIN ÁR Hjólakeppnin Bláalónsþraut á fjallahjóli fer fram í sextánda skipti þann tíunda júní næstkomandi. Hákon Hrafn Sigurðsson hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem skipuleggur keppnina segir algjöra sprengingu hafa orðið í fjölda þeirra sem hjóla reglulega undanfarin ár. „Um 10 manns tóku þátt í fyrsta skiptið sem keppnin var haldin en í fyrra voru um 400 manns sem kepptu. Fyrstu fimm árin voru færri en hundrað manns með en frá því hundrað manna múrinn var rofinn hefur orðið gríðar- leg fjölgun á hverju ári. Það hefur orðið mikil vakning meðal almennings og fjöldi þeirra sem hjólar reglulega hefur aukist verulega,“ segir Hákon Hrafn. Hann lagði áherslu á að keppnin væri haldin fyrir almenning og að lang- flestir sem tækju þátt væru venjulegt fólk en ekki keppnismenn. „Það er mikil stemning eftir keppnina og flestir skella sér í Bláa Lónið og skola af sér eftir keppni.“ Nánari upplýsingar um Bláalónsþrautina má finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur: http://hfr.is. MYND/KRISTINN R. KRISTINSSON ● HJÓLAR Í VINNUNA ALLT ÁRIÐ Morten Lange, tölvufræðingur hjá Símanum, hefur tekið þátt í keppninni Hjólað í vinnuna frá upphafi. Áður en verkefnið fór af stað var hringt í Morten og hann spurður álits á því hvort hugmyndin væri góð, enda þekktur hjólreiðamaður. Hann starfaði síðan að út- færslunni með ÍSÍ á sínum tíma. Morten segir að hann hafi alla tíð hjólað mikið. „Ég hef alltaf hjólað í vinnuna og sömuleiðis í háskólann á meðan ég var í námi. Ég á ekki bíl en þegar ég fer út úr bænum, til dæmis á skíði, þá tek ég bíl á leigu. Það er mun ódýrara en að reka bíl,“ segir hann. Morten er félagi í Fjallahjólaklúbbnum og í stjórn Landssambands hjólreiðamanna. Hann hefur verið liðsstjóri Símans fyrir verkefnið Hjólað í vinnuna en þar hafa um eitt hundrað manns tekið þátt. Morten segist fagna þeirri breytingu á keppninni að nú séu það liðin sem beri sigur úr býtum en ekki fyrirtækið sem liðið starfar hjá. Hann segist auk þess fagna því hversu mikil aukning þátttakenda hafi verið í keppninni undanfarin ár. „Mér sýnist að með þessari keppni hafi tekist að auka til muna áhuga fólks á hjólreiðum hérlendis. Margir halda áfram að hjóla þótt keppninni ljúki og það er jákvætt,“ segir Morten sem er frá Noregi en hefur dvalið hér á landi frá árinu 1995. „Hjólreiðar veita frelsistilfinningu og gefa annars konar nánd við um- hverfið og náttúruna.“ MYND/STEFÁN Góður aðbúnaður fyrir hjólandi fólk á vinnustöðum er lykillinn að góðum árangri. Hjónin Berglind Reynisdóttir og Magnús E. Sigurðsson hafa tekið þátt í átakinu Hjólað í vinnuna frá upphafi. Þau störfuðu saman um nokkurra ára skeið hjá hugbún- aðarfyrirtækinu Flögu en mikill heilsuáhugi ríkti þar að þeirra sögn. Árið sem fyrsta átakið var haldið tóku nokkrir starfsmenn þátt og stóðu sig vel í keppninni. „Þegar við stóðum okkur svona vel sáu aðrir starfsmenn hvað þetta var sniðugt. Næsta ár tóku fleiri starfsmenn þátt og þriðja árið tóku allir starfsmenn fyrir- tækisins þátt í átakinu eða rúm- lega 70 manns.“ Það árið var búið að breyta reglum átaksins þannig að starfsmenn gátu einnig labbað í vinnuna eða nýtt sér almenn- ingssamgöngur. Mikil og góð stemning myndaðist á vinnu- staðnum að sögn þeirra og bíla- stæði fyrir tækisins stóðu auð. „Það myndaðist rosalega skemmti- leg stemning í fyrirtækinu og mikil keppni milli deilda. Því þótt fyrirtækið tæki þátt sem ein heild var líka hörð keppni milli deilda um besta árangurinn og auðvitað vildu allir vinna.“ METNAÐUR MEÐAL STARFSMANNA Þegar Flaga var seld úr landi árið 2006 hófu hjónin störf hvort á sínum vinnustað. Berglind hóf störf hjá stóru og fjölmennu fyrir- tæki þar sem stemningin fyrir átakinu var lítil. Hún gafst þó ekki upp og skráði sig og deildina sína til leiks. Hún sendi tölvupóst á aðra starfsmenn og hvatti þá til að taka þátt. „Starfs mönnum fannst þetta erfitt til að byrja með og setti alls konar hindranir fyrir sig. Eftir smá tíma skráðu sig þó fleiri til leiks þannig að þetta fór betur en á horfðist.“ Stemningin var þó aldrei í líkingu við árin hjá Flögu. Magnús hóf störf hjá Calidris en fyrir tækið hafði tekið þátt í átakinu áður, þó með dræmri þátttöku starfs- manna. Magnús hefur náð að rífa samstarfsmenn sína með sér og nú er svo komið að Calidris er ávallt í fremstu röð í sínum flokki og hefur fengið verðlaun oftar en einu sinni síðustu fimm ár. Magnús segir metnaðinn vera mikinn hjá starfsmönnum. Þeir hittast meðal annars í morgun- kaffi á leið til vinnu hjá starfs- mönnum sem eiga heima lengst frá vinnustaðnum, bæði til að virkja fólk til þátttöku og til að safna sem flestum kílómetrum. Berglind starfar í dag hjá hug- búnaðarfyrirtækinu Betware. Starfsmenn fyrirtækisins hafa áður tekið þátt í átakinu og hún er strax búin að skrá sig og deildina til leiks. MIKIL HUGAFARSBREYTING Magnús og Berglind segjast bæði hafa orðið vör við mikla hugarfars- breytingu hjá fólki þegar kemur að hjólreiðum til og frá vinnu. Al- mennt sé fólk að átta sig á því að það sé ekki eins erfitt og það hélt og eru þau sannfærð um að það sé meðal annars átakinu Hjólað í vinnuna að þakka. „Margir settu veðurfarið fyrir sig en okkur finnst almennt eins og fólk sé að átta sig á því að þetta er lítið mál. Svo þarf auðvitað ekki að hjóla á hverjum degi. Það er í lagi að hjóla nokkra daga í viku eða bara einn og einn dag.“ Til marks um aukna vitund almennings segjast þau sjá mikinn mun á umferð hjólandi fólks í dag og fyrir tíu árum. Allt gert til að vinna Hjónin Berglind og Magnús sjá mikinn mun á umferð hjólandi fólks í dag og fyrir tíu árum. MYND/PJETUR Um þriðjungur starfsmanna verk- fræðistofunnar Mannvits nýtir sam- göngustyrk til að komast í vinnuna. Mannvit hefur sérstaka sam- göngustefnu þar sem meðal annars er reynt að uppfylla ferðaþörf starfsmanna á hagkvæman og vist- vænan hátt. Fyrirtækið greiðir andvirði mánaðarkorts í strætó til þeirra sem að jafnaði koma til vinnu gangandi, hjólandi, með strætó eða með öðrum bíl. Grétar Þór Ævars- son, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti, segir þessi mál hafa verið í umræðunni í nokkurn tíma innan fyrirtækisins enda margir starfs- menn menntaðir í Seattle í Banda- ríkjunum þar sem algengt sé að fólk hjóli til og frá vinnu og fyrir- tæki veiti slíka styrki. „Samgöngu- stefnan fór formlega af stað í upp- hafi árs 2008. Starfsmenn geta nýtt sér styrkinn allt árið eða hluta árs, jafnvel bara einn mánuð í einu.“ Þegar byrjað var að byggja bíla- stæðakjallara í fyrirhuguðum höfuð stöðvum fyrirtækisins fyrir nokkrum árum fóru mörg bílastæði undir framkvæmdasvæðið. Bíla- stæðaskorturinn var síðasti hvatinn til að hrinda samgöngustefnunni í framkvæmd þar sem ekki var pláss á lóðinni fyrir bílastæði handa öllum á byggingartíma. Í fram- haldinu fóru menn að velta fyrir sér hversu mörg bílastæði þyrfti að byggja við nýjar höfuð stöðvar, hvort ekki væri hægt að leysa málin á ódýrari, vistvænni og heilsusam- legri hátt, enda var áætlað að eitt stæði í slíkum kjallara gæti kostað um fjórar til fimm milljónir á þeim tíma að sögn Grétars. STOLTIR YFIR ÁRANGRINUM Hjá Mannviti vinna um 370 manns og nýtir um þriðjungur þeirra sér samgöngustyrkinn á einhverjum tímapunkti ársins. Grétar segir suma nýta hann allt árið en aðra nýta hann yfir sumarið eða einn og einn mánuð í senn. „Það er til dæmis algengt að starfsmenn hjóli yfir sumarið og taki strætó yfir veturinn. Eða þá að þeir nýti sér einkabílinn yfir háveturinn.“ Fyrirtækjabragur Mannvits ein- kennist eðlilega af samgöngustefnu fyrirtækisins. Grétar segir starfs- menn stolta yfir árangrinum og að önnur fyrirtæki horfi til þeirra sem fyrirmyndar. Starfsmenn Mann- vits taka nú þátt í átakinu Hjólað í vinnuna fjórða árið í röð. „Það er mikill metnaður hjá starfsmönnum okkar. Við höfum unnið nokkur ár í röð í okkar flokki og stefnum að sjálfsögðu á að halda því áfram.“ Vistvænn ferðamáti Grétar Þór Ævarsson í hjólreiðatúr með dóttur sinni. MYND/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.