Fréttablaðið - 03.05.2012, Side 64
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR48
PI
PA
R\
TB
W
A
·
SÍ
A
·
11
22
33
b
m
va
ll
a
.is
Sími: 412 5050
Fax: 412 5001
sala@bmvalla.is
BM Vallá ehf.
Bíldshöfða 3
110 Reykjavík
Gluggar
eru ekki bara gler
Veldu háeinangrandi PRO TEC Classic glugga
sem spara orku
BM Vallá býður vandaðar gluggalausnir frá PRO TEC
í Danmörku. Gluggarnir eru úr áli og tré og henta vel fyrir
íslenskar aðstæður. PRO TEC gluggar hafa verið seldir á
Íslandi frá 1993 og verið prófaðir og vottaðir gagnvart íslensku
vind- og slagregnsálagi. Glerið er háeinangrandi sem lækkar
hitunarkostnað og sparar orku. Hver gluggi er sérsmíðaður
eftir óskum viðskiptavinar um stærð, lit og lögun.
Kynntu þér PRO TEC hjá BM Vallá áður en þú velur glugga.
Það gæti borgað sig.
FÓTBOLTI Hannes Þór Halldórs-
son, markvörður KR og besti leik-
maður Pepsi-deildar karla í fyrra,
er kominn aftur til landsins eftir
rúma mánaðardvöl hjá norska
úrvalsdeildarliðinu Brann. Þar var
hann í láni vegna meiðsla tveggja
aðalmarkvarða liðsins.
Hannes spilaði á endanum tvo
leiki með Brann, einn í deildinni
og einn í bikarnum. Brann vann
þá báða og Hannes var sáttur
við dvölina. „Þetta var mjög góð
reynsla fyrir mig og hún á eftir að
nýtast mér vel,“ sagði Hannes sem
spilaði fyrsta og eina deildarleik
sinn fáeinum dögum eftir að hann
kom til Noregs. Honum gekk vel
og Brann vann leikinn en það er
reyndar eini sigur liðsins á tíma-
bilinu til þessa. „Ég hefði auðvitað
viljað spila meira en ég vissi strax
frá upphafi að ég myndi aðeins
spila þar til hinn markvörðurinn
yrði klár – sem var strax eftir
þennan leik sem ég spilaði,“ sagði
hann við Fréttablaðið í gær.
„Þetta voru eins og góðar
æfingabúðir fyrir mig. Ég fékk
að æfa við toppaðstæður í einn
mánuð og spilaði svo tvo leiki
með varaliðinu þar að auki. Ég
er í skýjunum með þessa reynslu
og kem fljúgandi inn í Pepsi-
deildina,“ sagði hann í léttum dúr.
Hannes var að leysa mark-
vörðinn Piotr Leciejewski af hólmi
en hann er í miklum metum hjá
Brann og félagið því ekki
í markvarðarleit eins
og er. „Hann er ný-
búinn að skrifa undir
langtímasamning við
félagið. Tilgangurinn
hjá mér var því ekki
að heilla forráðamenn
Brann svo þeir myndu
kaupa mig. Það er samt gott
fyrir mig að einhver hafi tekið
sénsinn á mér og þetta mun
vafalaust hjálpa mér í fram-
tíðinni ef eitthvað annað
kemur upp, hjá hvaða félagi
sem það verður.“
Í fjarveru Hannesar
varð KR bæði deildabikar-
meistar i og meistar i
meistaranna og mátti því Hannes
fagna árangrinum úr fjarlægð.
„Ég fylgdist vel með og er auð-
vitað ánægður með báða titlana.
Nú er kominn mikill fiðringur í
magann fyrir fyrsta leik í Pepsi-
deildinni og spenningurinn
mikill, eins og alltaf
síðustu dagana áður en
Íslandsmótið hefst ár
hvert.“ - esá
Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, er kominn aftur til landsins eftir mánaðardvöl hjá Brann í Noregi:
Reynsla sem á eftir að nýtast mér mjög vel
HANNES ÞÓR Mun
verja mark KR-inga
gegn Stjörnunni
á sunnudags-
kvöldið.
HANDBOLTI Dregið var í gær í und-
anúrslit Meistaradeildar Evrópu í
handbolta. Kiel og Füchse Berlin
munu eigast við en þjálfarar lið-
anna eru báðir íslenskir – Alfreð
Gíslason og Dagur Sigurðsson.
Þriðja Íslendingaliðið, AG,
mætir Atletico Madrid frá Spáni.
Undanúrslitin fara fram í Köln
laugardaginn 26. maí og úrslita-
leikurinn degi síðar á sama stað.
Barcelona er ríkjandi Evrópu-
meistari en tapaði fyrir AG í 8
liða úrslitum keppninnar. Kiel
hafði betur gegn RK Zagreb en
lærisveinar Dags Sigurðssonar
komust áfram á ótrúlegan máta
þrátt fyrir ellefu marka tap fyrir
Ademar Leon í fyrri leik liðanna.
Alls leika sex Íslendingar með
liðunum sem komust í undanúr-
slit Meistaradeildarinnar. - esá
Meistaradeild Evrópu:
Alfreð etur
kappi við Dag
ALFREÐ Hefur náð ótrúlegum árangri
með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í vetur.
NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Lið í Pepsi-deild karla
eru enn að styrkja sig síðustu
dagana fyrir mót en fyrstu
leikirnir fara fram á sunnu-
dagskvöldið. KR, Grindavík og
Keflavík eru öll að bæta við leik-
mannahópinn.
Rhys Weston, fyrirliði skoska
B-deildarliðsins Dundee FC, er
væntanlegur til landsins í dag
og mun væntanlega skrifa undir
tveggja ára samning við félagið
standist hann læknisskoðun.
Hann er velskur varnarmaður
og hóf ferilinn hjá Arsenal fyrir
meira en áratug síðan.
Grindavík er svo í viðræðum
við nýsjálenskan varnarmann,
Steven Old, en Keflavík tilkynnti
í gær að félagið hefði samið við
Denis Selimovic, 32 ára varnar-
mann frá Slóveníu. - esá
Leikmannamál í fótboltanum:
Fyrirliði
Dundee til KR
WESTON Hér í leik með Walsall árið
2007. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Fréttablaðið hefur í dag
upphitun sína fyrir Pepsi-deild
karla sem hefst á sunnudag. Að
þessu sinni munum við líta á liðin
sem við spáum að muni berjast í
neðri hlutanum.
Fréttablaðið hefur fengið hinn
reynda og sigursæla þjálfara,
Willum Þór Þórsson, til þess rýna
í liðin í Pepsi-deildinni í ár.
12. sæti: Selfoss
Fréttablaðið spáir því að Selfoss
muni fara rakleitt niður aftur.
Liðið er betur mannað nú en það
var síðast er liðið kom upp. Liðið
mætir einnig til leiks með reynslu-
mikinn þjálfara að þessu sinni.
Þó svo Selfyssingar hafi lært
af reynslunni er liðið enn mikið
spurningamerki.
„Mín tilfinning er sú að Logi
Ólafsson þjálfari sé enn að raða
saman liðinu. Mér sýnist hann
samt vera kominn með nægan
efnivið til að setja saman lið sem
gæti látið að sér kveða,“ segir
Willum Þór.
„Þeir lærðu mikið af síðustu
ferð upp í efstu deild eins og sést á
leikmannakaupum. Þetta lið gæti
blásið á allar hrakspár og Logi er
refur. Ef hann nær að raða saman
réttu liði þá er aldrei að vita hvað
Selfoss gerir í sumar.“
11. sæti: Keflavík
Fréttablaðið spáir Keflavík líka
falli. Liðið hefur misst reynslu-
mikinn þjálfara í Willum og í hans
stað er kominn Zoran Ljubicic sem
er óreyndur.
„Ég er ekki sammála ykkur í
því að Keflavík falli. Ég held að
þeir muni spjara sig vel í sumar.
Hryggjarstykkið í liðinu er reynt
og öflugt, Ómar markvörður,
Haraldur í vörninni og svo Guð-
mundur Steinars. Miðjan er samt
spurningamerki en ég hef trú
á Arnóri Ingva, Einari Orra og
Frans Elvarssyni,“ segir Willum
um sína gömlu lærisveina en
honum líst einnig vel á miðvörðinn
sem kemur frá Balkanskaganum.
„Vissulega er hópurinn þunnur
og það má auðvitað minnast á
þjálfarann sem er reynslulaus
en þekkir fótbolta. Hann er samt
með góðan mann með sér sem mun
vega upp reynsluleysið. Þeir verða
fínir saman.“
10. sæti: Fylkir
Fylkismenn mæta til leiks með
nýjan þjálfara, Ásmund Arnarsson,
sem hefur sýnt að hann er klókur.
Það eru búin að vera mikil meiðsli
á Fylkisliðinu og óreyndir menn
munu fá stór hlutverk. Einnig er
liðið í vandræðum með marka-
skorara og þarf að stóla á Jóhann
Þórhallsson í upphafi móts en hann
hefur lítið skorað síðustu ár.
„Það þarf eitthvað mikið að
gerast ef liðið á ekki að fara lóð-
rétt niður að mínu mati. Það eru
miklar breytingar á hópnum og
vantar reynslu. Af því sem ég hef
séð á Fylkir lengst í land,“ segir
Willum.
„Það mun mæða mikið á Krist-
jáni Valdimars, Ásgeiri Berki
og Ingimundi Níels. Ég hef líka
áhyggjur af því hver eigi að skora
í upphafi móts en byrjun mótsins
skiptir gríðarlegu máli. Ási hefur
sýnt að hann er flottur þjálfari
en það verður ný pressa á honum
núna. Það á eftir að koma í ljós
hvernig hann höndlar hana.“
9. sæti: Grindavík
Grindavík mætir til leiks með
Guðjón Þórðarson í brúnni en
þunnan hóp. Liðið er nokkuð
spurningamerki.
„Mér líst betur á Grindavík
með Guðjón. Mér fannst Grinda-
vík vera slakasta liðið í deildinni
í fyrra. Það var laskað og lítið í
gangi. Leikmenn eins og þeir væru
varla að leggja sig fram nema rétt
í restina. Þetta var eins og blanda
af áhugaleysi og kæruleysi,“ segir
Willum og bætir við að Guðjón sé
maðurinn sem félagið þarf á að
halda.
„Það þarf slíkan foringja til að
rífa félag upp. Ég tel að Grind-
víkingar hafi gert rétt með því að
ráða hann. Liðið mun spila agað
undir hans stjórn og kraftmikið.
Það verður erfiðara að eiga við þá
núna. Hópurinn er samt ekki stór
og það hlýtur að valda Guðjóni
áhyggjum.“ henry@frettabladid.is
Selfoss og Keflavík munu falla
Samkvæmt árlegri spá íþróttafréttamanna Fréttablaðsins og Vísis mun það verða hlutskipti Selfoss og
Keflavíkur að falla úr efstu deild í sumar. Fylkir og Grindavík verða einnig í fallbaráttu í sumar samkvæmt
spánni. Willum Þór Þórsson, þjálfari Leiknis, rýnir í Pepsi-deildarliðin fyrir Fréttablaðið.
KÓNGURINN SNÝR AFTUR Guðjón Þórðarson er mættur aftur til starfa í efstu deild og
það gleður marga knattspyrnuáhugamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPÁ FRÉTTABLAÐSINS
1. ???
2. ???
3. ???
4. ???
5. ???
6. ???
7. ???
8. ???
9. Grindavík
10. Fylkir
11. Keflavík
12. Selfoss