Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 34
3. MAÍ 2012 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● hjólað í vinnuna ● HVERSU LANGT MÁ KOMAST Á KORTERI? „Ráðlagður dagskammtur hreyfingar fyrir fullorðið fólk er 30 mínútur samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnun. Mig langaði að sjá hvernig væri hægt að uppfylla það með samgöngun- um til og frá vinnu. Hvað kemst maður langt á korteri á hjóli?“ segir Pálmi Freyr Randversson, verkefnastjóri hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur- borgar, en hann er höfundur Korterskortsins svo kallaða. „Ég komst um það bil fimm kílómetra á korteri með því að hjóla á venjulegum hraða og án þess að svitna,“ útskýrir Pálmi. Við vinnslu kortsins valdi Pálmi miðju Reykjavíkurborgar út frá þéttleika búsetu. Þaðan hjólaði hann svo í allar áttir eftir hjólastígum í fimmtán mínútur. „Þetta voru raunverulegar mælingar og ekkert slump. Ég komst yfir mjög svipaðar vegalengdir á þessum tíma en stígarnir eru svipað hlykkjóttir. Það var mjög gaman að sjá hvernig stígakerfið virkar og hvað það virkar í raun vel í allar áttir. Það þarf ekki meira en korter til að dekka meira og minna alla borgina,“ segir Pálmi. „Með þessu langaði mig að sýna fólki fram á hvað vegalengdir eru í raun stuttar í Reykjavík og vinna gegn þeim mýtum sem fólk setur gjarnan fyrir sig svo sem lélegt stígakerfi og langar vegalengdir. Þá er tilvalið að nota ferðirnar til og frá vinnu til að ná lágmarkshreyfingu á dag og geta þá sleppt því að fara í ræktina eftir vinnu.“ Kortið má nálgast inni á heimasíðunni www.hjoladivinnuna.is. Fjögurra manna fjölskylda í Hlíðunum losaði sig við bílinn í haust og fer allra sinna ferða á hjóli eða með Strætó. „Ég var mjög treg til fyrst. Var svartsýn á að þetta væri yfirleitt hægt með tvö börn í veðurfarinu á Íslandi en Frikki var bjartsýnni,“ segir Eva Engilráð Thoroddsen en hún og Friðrik Hjörleifsson seldu fjölskyldubílinn síðasta haust þegar Eva hóf nám við HÍ. „Það munar mikið um rekstur á einum bíl þegar annar aðilinn er í námi. Við búum í Hlíðunum og þaðan er mjög þægilegt að taka strætó um borgina og við gerum það stundum,“ segir Eva og viður- kennir að hún hafi þurft að komast upp á lagið með breyttan lífsstíl. „Fyrst fannst mér þetta erfitt, fannst ég þurfa að reikna út tímann og skipuleggja allan daginn fyrir fram og miklaði fyrir mér vegalengdirnar. Núna finnst mér þetta ekkert mál og velti því ekki einu sinni fyrir mér ef ég þarf að skjótast eitthvert, ég hjóla bara.“ Börn Evu og Friðriks eru Sunna, sjö ára og Reginn, fimm ára. Sunna hjólar allt sjálf en Reginn situr á tengihjóli sem fest er aftan í hjól pabba hans. Í innkaupa ferðum nota þau tengivagn aftan í hjól Evu. „Við erum oft ansi skrautleg þegar við leggjum af stað öll hersingin,“ segir Eva hlæjandi og bætir við að krakkarnir kunni vel við hjóla- ferðirnar. „Þeim finnst þetta æðislegt og vilja helst ekkert vera í bíl. Sunna æfir frjálsar tvisvar í viku í Laugar dalnum og við hjólum þangað eða tökum strætó. Við klæðum okkur eftir veðri og erum með hliðartöskur á hjólunum fyrir hlífðarfötin,“ segir Eva. Hún reiknar með að sumarið verði undir lagt af útivist og hjóla- ferðum sem ekki var raunin áður. „Ég hef aldrei gengið á fjöll, þoli ekki að tjalda og við vorum ekki mikið útivistarfólk. Ég átti svo sem alltaf hjól en bara einhverja garma. Frikki er meiri hjóla- garpur og hjólaði upp í sumarbú- stað á Þingvöllum í fyrra. Hann ætlar að draga mig með í sumar. Sumarið mun einkennast af litlum ævintýraferðum um bæinn með krakkana, nesti í Elliðaárdalnum eða Nauthólsvík og sund ferðum. Það finnst þeim æðislegt.“ En hvað segir fjölskyldan um aðgengi fyrir hjólafólk í Reykjavík? „Því er víða ábótavant. Öku- menn taka ekki tillit til hjólandi vegfarenda og statíf til að læsa hjólum vantar víða,“ segir Eva. Hún segir þó ólíklegt að þau fái sér aftur bíl. „Við ætluðum bara að prófa þetta til að byrja með og sáum fyrir okkur að kaupa bíl aftur ef þetta gengi illa. Þetta hefur bara gengið það vel að okkur dettur það ekki í hug núna.“ Leist ekkert á þetta Eva Engilráð Thoroddsen, Friðrik Hjörleifsson, Sunna og Reginn í hjólaferð um Hlíðarnar en þannig fara þau allra sinna ferða. MYND/VALLI Ragnar Þór Ingólfsson sölustjóri hjólreiðaverslunarinnar Arnarins segir gríðarlega aukningu hafa orðið í sölu hjóla. Ragnar hrósar Íþrótta- og Ólympíusambandinu að hluta til fyrir þennan aukna hjólreiðaáhuga og segir að það sé aðdáunarvert að sjá hvernig ÍSÍ hefur staðið að átakinu Hjólað í vinnuna sem hefur haft gríðarlega mikil áhrif í því að gera hjólreiðar að daglegum samgöngumáta. „Svo hefur auðvitað ótrúlega margt batnað á undanförnum árum; fatnaður er orðinn fisléttur og vatnsheldur og töskur og annar búnaður meðfærilegri ásamt fleiru. Einnig mætti nefna áhrifaþætti eins og hækkandi bensínverð, aukna heilsuvitund, lélegt almenn- ings samgöngukerfi og verri efnahag fólks. Allt eru þetta þættir sem hafa hvetjandi áhrif á fólk til þess að nota hjólreiðar sem sam- göngumáta.“ Ragnar segir áhugaaukninguna ekki bara hjá einstaklingum heldur líka fyrirtækjum og þakkar það átakinu. „Fyrirtæki leita til okkar í auknum mæli og fá ráðgjöf og þjónustu fyrir starfs- menn. Þeir koma þá með hjólin í vinnuna og við yfirförum þau og lið sinnum eftir bestu getu. Þannig eru fyrirtæki farin að hvetja starfsmenn til að nota reiðhjól sem samgöngutæki.“ Örninn rekur einnig reiðhjólaverkstæði innan verslunarinnar og segir Ragnar að í eina tíð hafi það verið lokað frá október til mars en í dag séu tveir starfsmenn þar yfir veturinn sem undir- striki aukna notkun. „Hjólaeign hefur ávallt verið mikil hér á landi en hjólin stóðu mörg hver ónotuð í geymslum og skúrum stóran hluta árs en í dag er fólk farið að nota hjólin. Við sjáum það á stór- aukinni sölu tannhjóla, keðja, dekkja, slangna, fatnaðar og búnaðar og þjónustu sem tengist meiri notkun.“ Mikil aukning í sölu hjóla MYND/STEFÁN Ragnar Þór Ingólfsson sölustjóri Arnarins. Mynd/Vilhelm ● VINNA AÐ HAGSMUNUM HJÓLREIÐAMANNA Í VÍÐUM SKILNINGI „Landssamtök hjólreiðamanna, LHM, vinna að hagsmunum hjólreiðamanna í víðum skilningi. Samtökin eru í sam- skiptum við ríki og sveitarfélög meðal annars um lagningu stíga með- fram stofnbrautum til að greiða fyrir umferð hjólandi manna. Þau vinna einnig að fjölgun hjólreiðamanna og að ýmiss konar fræðslu- og kennsluefni,“ segir Árni Davíðsson formaður LHM. Auk þess hafa sam- tökin staðið að ráðstefnum og fengið erlenda fyrirlesara til landsins. Þau halda einnig úti öflugri heimasíðu. Aðildarfélög LHM eru Fjallahjólaklúbburinn, Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Hjólamenn. Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Hjólamenn eru bæði skráð sem íþróttafélög innan ÍSÍ en Fjallahjólaklúbburinn er meira fyrir fólk sem notar hjólið sem samgöngutæki. „Samtökin voru stofnuð árið 1995 af aðildarfélögunum til að taka hagsmunabaráttuna út úr starfi félaganna sjálfra. Nú sér LHM alfarið um þau mál og vinnur hjólreiðum brautargengi á allan hátt,“ segir Árni. „Fjölgun hjólreiðamanna á undanförnum árum hefur gert okkar starf mun auðveldara og við finnum fyrir meiri vilja til að hlusta á okkar til- lögur varðandi samgöngumál.“ Nánari upplýsingar um LHM og aðildarfélög þess má finna á eftir- töldum slóðum: http://fjallahjolaklubburinn.is, http://hfr.is, http://hjola- menn.is, http://www.lhm.is. Útgefandi: Íþrótta- og Ólympíusamband íslands Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson. benedikt@365.is. S. 512 5411 Ábyrgðarmaður: Jóna Hildur Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.