Fréttablaðið - 09.05.2012, Page 1

Fréttablaðið - 09.05.2012, Page 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Markaðurinn 9. maí 2012 108. tölublað 12. árgangur GISTINÓTTUM FJÖLGAR Samkvæmt Hagstofu Íslands fjölgaði gistinóttum í mars milli ára um 38%. Þær voru um 134.000 í ár en voru 97.300 í fyrra. Mestu munar um mikla fjölgun erlendra ferðamanna en gistinóttum þeirra fjölgar um 45% milli ára. HÉR ER ALLT STÓRT Magnús Ingi með girnilegan disk með stórum hamborgara fylltan með cheddar osti ásamt heimagerðum frönskum og laukhringjum. MYND/VILHELM H amborgarastað-urinn Texasborg-arar opnaði nýver-ið að Grandagarði 11. Þema hans líkir eftir klass-ískri Amerískri matstofumenn-ingu þar sem flest er heimagert úr 100% gæðahráefni. „Talið er að hamborgarinn eins og við þekkjum hann í dag hafi fyrst sést á matseðli á kaffihúsi í Texas á síðari hluta 19. aldar svo þaðan kemur nafnið á staðnum og ham-borgurunum,“ segir Magnús Ingi Magnússon eigandi Texasborg-ara. Á matseðli er meðal annars hægt að panta girnilega nýjungsem eru ostafyllti arinn hjá okkur er fylltur með cheddar. Dallas-borgarinn er fylltur með gráðosti og El Paso-borgarinn með camembert.“ Heimagerðar franskar, bæði venjulegar og sætar fylgja með öllum réttum ásamt laukhringj-um og leggur Magnús mikið upp úr því að hafa skammtana vel úti-látna. „Þetta er eins og í Texas, þar sem allt er stórt. Kjötið fær að njóta sín og bragðið af því kemst vel í gegn. Hamborgar-arnir er stórir eða 140 grömm og grillaðir á alvöru grilli. Sósurnar tókum við okkur góðan tím íþró Ostafylltir Hamborgarar TEXASBORGARAR KYNNA Veitingastaðurinn Texasborgarar við Grandagarð býður upp á stóra ostafyllta borgara með heimagerðum frönskum. „Hér er allt stórt eins og í Texas,“ segir eigandi staðarins. GIRNILEGT OG HEIMAGERTFRÖNSKURNAR, HAMBORGARARNIR OG SÓSURNAR ERU UNNAR FRÁ GRUNNI HJÁ TEXASBORGURUM. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Vertu vinurGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Í hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?Teg: „BOSTON“ Fótlaga skór úr leðri og 100% innleggi úr náttúru-korki. Stærðir: 36 - 48. Verð: 18.500.- Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Laugardag 10-14. www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 9. maí 2012 | 9. tölublað | 8. árgangur Vodafone á markað ➜ Stefnt er að skráningu Vodafone í september eða október ➜ Kemur til greina að fá kjölfestufjárfesti til að kaupa stóran hlut ➜ Fyrsta nýskráning á vegum Framtakssjóðsins frá stofnun hans Tíu óskuldbindandi tilboð bárust í Tryggingamiðstöðina Tíu óskuldbindandi tilboð bárust í 99,94 prósenta eign-arhlut Stoða, áður FL Group, í Tryggingamiðstöðinni (TM) áður en tilboðsfrestur rann út síðastliðinn föstu-dag, að sögn Júlíusar Þorfinnssonar, framkvæmda-stjóra Stoða. Hann segir að verið sé að fara yfir tilboð-in og að nokkrir dagar verði teknir í það. „Næsti gluggi er 8. júní og þá á að skila inn skuldbindandi tilboðum.“ Á meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á að kaupa TM eru erlendir fagaðilar í tryggingarekstri, en talið er að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Auk þess herma heimildir Markaðarins að fyrirtækjaráðgjöf ís-lenskra banka hafi leitt vinnu um myndun hópa sem lögðu fram tilboð. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur þegar sölu-tryggt ferlið. TM á stóra hluti í félögum í óskyldum rekstri. Þar á meðal 5,4 prósenta hlut í HB Granda og MP banka, tæplega tíu prósenta hlut í Samherja og 2,7 prósenta beinan eignarhlut í Högum. - ÞSJ …við prentum! Æðstu stjórnendur Roskilde bank ekki sloppnir enn Þrátt fyrir að saksóknari efnahagsbrota í Danmörku muni ekki sækja stjórnendur og endurskoðendur Roskilde Bank til saka, geta þeir hluthafar sem telja sig hlunnfarna sótt einkamál gegn þeim. Paratabs® SÁÁ BLAÐIÐ FYLGIR Í DAG Greta flýgur út 20 manna Eurovision-hópur- inn heldur utan á laugar- daginn og verður í Aserbaíd- sjan fram yfir keppni. popp 30 Er íslenskan lykillinn? Aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi tekin til skoðunar. tímamót 18 Er að deyja úr tilhlökkun Sigrún Eðvaldsdóttir er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í hinum fræga fiðlukonsert númer 1 eftir Sjostakovitsj. menning 22 VIÐSKIPTI Starfsmenn Lands- banka Íslands munu eignast allt að tveggja prósenta hlut í honum þegar lokauppgjör fer fram á milli bankans og þrotabús gamla Lands- bankans í lok þessa árs. Hluturinn á að mynda stofn fyrir nýtt kaup- aukakerfi innan bankans. Miðað við að eigið fé Landsbankans var rúmlega 200 milljarðar króna um síðustu áramót er tveggja prósenta hlutur í honum um fjögurra millj- arða króna virði. Þegar uppgjör fór fram milli gamla og nýja Landsbankans í desember 2009 hélt þrotabú þess gamla eftir 18,7 prósenta hlut í nýja bankanum. Í staðinn gaf sá nýi út skilyrt skuldabréf sem á að gera upp í árslok 2012. Virði þess getur mest orðið 92 millj- arðar króna, en það ákvarðast af frammistöðu ákveðinna eigna sem færðar voru inn í nýja bank- ann á mjög lágu verði. Verði það raunin mun nýi Landsbankinn greiða þrotabúi þess gamla þá upphæð sem í staðinn lætur frá sér eignarhlut sinn í nýja bankan- um. 16,7 prósent hans myndi fara til íslenska ríkisins en tvö prósent eiga að renna í að mynda stofn nýs kaupaukakerfis starfsmanna bankans. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins um málið kom fram að það væri „umbunin fyrir árangurinn til starfsmanna“. Þar sagði enn fremur: „það hefur engin ákvörðun verið tekin um eitt né neitt í þessum efnum, eng- inn samningur verið kláraður og ekkert skipulag fastsett. Þetta var upphaflega hugsað til langs tíma og þá þannig að starfsmenn fengju hlutabréf sem þeir gætu ekki selt fyrr en eftir einhver ár. Það er bankans að útfæra þetta fyrir- komulag og það er í vinnslu.“ Í árslok 2010 var virði skilyrta skuldabréfsins bókfært á 26,5 milljarða króna í bókum Lands- bankans. Um síðustu áramót hafði virði þess stóraukist og var nú bókfært á 60,8 milljarða króna. Miðað við þá stöðu er sá hlutur sem fer í að mynda stofn kaup- aukakerfis starfsmanna Lands- bankans þegar orðinn 1,32 pró- sent, og um 2,6 milljarða króna virði, miðað við eiginfjárstöðu bankans um síðustu áramót. For- svarsmenn þrotabús gamla bank- ans telja virði þess þegar vera 92 milljarða króna og hafa leitað eftir því að gera skuldabréfið upp fyrr en upphaflega stóð til. - þsj / sjá Markaðinn Tvö prósent í bankanum fara í nýtt kaupaukakerfi Allt að tveggja prósenta hlutur í Landsbankanum mun fara í að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi fyrir starfsmenn hans. Miðað við eiginfjárstöðu bankans er hluturinn um fjögurra milljarða króna virði. HÆGVIÐRI Í dag verður hæg breytileg átt um allt land. Víða nokkuð bjart einkum um N-vert landið. Skúrir V- og S- til síðdegis. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn. VEÐUR 4 4 6 3 2 5 prósenta hlutur í Landsbank- anum rennur til ríkisins, en tvö prósent fara í kaupauka- kerfi starfsmanna. 16,7% VIÐSKIPTI Ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að skrán- ingu Vodafone á markað í sept- ember eða október næstkomandi. Þetta staðfestir Þór Hauksson, stjórnarformaður Vodafone, í viðtali við Markaðinn, sem fylgir Frétta- blaðinu í dag. Óskað verður eftir því að hlutir í félaginu verði teknir til við- skipta að undan- gengnu útboði sem beina á að fagfjárfestum og almennum fjár- festum. Þór segir að ákvörðun um skráningu hafi verið tekin á síð- asta stjórnarfundi Vodafone. Hann segir vel koma til greina að selja fyrst hlut í félaginu til kjölfestu- fjárfestis. - þsj / sjá miðju Markaðarins Selja kannski kjölfestuhlut: Vodafone fer á markað í haust ÞÓR HAUKSSON FÓLK „Geðshræringin var svo mikil að sjá allt þetta fólk að ég brast bara í grát,“ segir Þórdís Hreggviðsdóttir sem í gær hlaut viðurkenningu fyrir störf sín á Hrafnistu síðustu 45 árin. Þórdís hóf störf á Hrafnistu þegar hún átján ára gömul missti vinnuna í mjólkurbúð sem lögð var niður. „Mér var bent á að sækja um á Hrafn- istu og ég gerði það, var ráðin á staðnum og mætti daginn eftir,“ segir Þórdís sem ekki leist nema í meðallagi vel á blikuna til að byrja með. „Fyrsta daginn var ég sett inn á stofu með fjórum köllum sem ég átti að þrífa og raka. Þá féllust mér dálítið hendur.“ Fyrsti þrjú árin starfaði Þórdís við ummönnun en síðan við framreiðslu í borðsal. Hún var alger- lega grunlaus þegar hún var við störf í gær og var veitt viðurkenning fyrir ævistarfið. „Enginn kjaftaði af sér allan daginn svo ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Þórdís sem auk þess að fá fallegan blómvönd fékk gjafabréf upp á þriggja vikna sólarlandaferð til Benidorm. Þótt Þórdís hafi starfað á Hrafnistu í 45 ár er hún aðeins 63 ára. „Maður heldur áfram á meðan heilsan leyfir og á meðan þeir vilja hafa mig,“ segir hún. Aðspurð kveðst Þórdís ekki viss um hvort hún sjálf flytji inn á Hrafnistu í fyllingu tímans. „Kannski, ef ég fæ svítu þegar ég hætti!“ - gar Táraðist við óvænta viðurkenningarathöfn eftir 45 ára óslitið starf á Hrafnistu: Flytur á Hrafnistu ef hún fær svítu GLEÐI Á HRAFNISTU Þórdís Hreggviðsdóttir var algerlega grunlaus um hátíðlega athöfn henni til heiðurs í gær eftir 45 ára starf hjá Hrafnistu. Þórdísi voru færð blóm og þriggja vikna ferð til Benidorm. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fótboltinn númer eitt Ingó Veðurguð er búinn að setja fótboltann í fyrsta sæti en tónlistina í annað. sport 26

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.