Fréttablaðið - 09.05.2012, Page 17

Fréttablaðið - 09.05.2012, Page 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 9. maí 2012 | 9. tölublað | 8. árgangur Vodafone á markað ➜ Stefnt er að skráningu Vodafone í september eða október ➜ Kemur til greina að fá kjölfestufjárfesti til að kaupa stóran hlut ➜ Fyrsta nýskráning á vegum Framtakssjóðsins frá stofnun hans Tíu óskuldbindandi tilboð bárust í Tryggingamiðstöðina Tíu óskuldbindandi tilboð bárust í 99,94 prósenta eign- arhlut Stoða, áður FL Group, í Tryggingamiðstöðinni (TM) áður en tilboðsfrestur rann út síðastliðinn föstu- dag, að sögn Júlíusar Þorfinnssonar, framkvæmda- stjóra Stoða. Hann segir að verið sé að fara yfir tilboð- in og að nokkrir dagar verði teknir í það. „Næsti gluggi er 8. júní og þá á að skila inn skuldbindandi tilboðum.“ Á meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á að kaupa TM eru erlendir fagaðilar í tryggingarekstri, en talið er að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Auk þess herma heimildir Markaðarins að fyrirtækjaráðgjöf ís- lenskra banka hafi leitt vinnu um myndun hópa sem lögðu fram tilboð. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur þegar sölu- tryggt ferlið. TM á stóra hluti í félögum í óskyldum rekstri. Þar á meðal 5,4 prósenta hlut í HB Granda og MP banka, tæplega tíu prósenta hlut í Samherja og 2,7 prósenta beinan eignarhlut í Högum. - ÞSJ …við prentum! Æðstu stjórnendur Roskilde bank ekki sloppnir enn Þrátt fyrir að saksóknari efnahagsbrota í Danmörku muni ekki sækja stjórnendur og endurskoðendur Roskilde Bank til saka, geta þeir hluthafar sem telja sig hlunnfarna sótt einkamál gegn þeim. Niðurstaða úttektar saksóknara á gjaldþroti bankans árið 2008, sem skilað var í síðustu viku, var að þrátt fyrir að ýmislegt megi athuga við gjörninga sem tengjast bank- anum sé ekki ástæða til saksókna. Hluthafar voru margir reiðir vegna niðurstöðunnar, en stjórnendur voru taldir hafa fegrað stöðu bankans og breitt yfir erfiðleika í aðdraganda hrunsins. „Það er langur vegur milli þess annars vegar að gagn- rýna Roskilde Bank fyrir afleitan rekstur og mögulegar skaðabótakröfur í einkarétti og hins vegar þess að sanna að stjórnendur og endurskoðendur hafi gerst sekir um lögbrot,“ sagði Jens Madsen ríkissaksóknari í fréttatil- kynningu. Danski seðlabankinn tók yfir Roskilde Bank sumarið 2008, eftir að ljóst varð að bankinn uppfyllti ekki kröfur um eiginfjárhlutfall. Úttekt yfirvalda hefur staðið frá nóvember 2009. - ÞSJ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.