Fréttablaðið - 09.05.2012, Page 35

Fréttablaðið - 09.05.2012, Page 35
07maí 2012 10 Á ST Æ ÐU R F YR IR Þ VÍ AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ KAUPA ÁLFIN N5 „Ég þekki marga sem eiga við alkóhólisma að stríða og þar á meðal er ég sjálfur. Ég geri mér í hugarlund að það sé rík þörf á þeim stuðningi sem fæst í gegnum söluna á álfinum því að ég veit að það skortir peninga inn í starfsemi SÁÁ. Við verðum því að treysta á almenning enda örugglega allir sem þekkja ein- hvern sem þarf á þessari hjálp að halda. Þetta fjármagn er til styrktar góðu málefni.“ Óli Stefán Flóventsson, knattspyrnuþjálfari og ne- tagerðarmaður á Hornafirði „Ég tel að það sem SÁÁ er að gera sé mjög mikilvægt. Þettaeru samtök sem hjálpa mörgum til betra lífs. Þau hjálpa mörgum að takast á við líf sitt og bresti þannig að mér finnst það skipta miklu máli. Full þörf er á því að samtökin lifi góðu lífi og geti unnið að þeim góðu málum sem þau gera. Með því að kaupa álfinn vil ég stuðla að þessu.“ Séra Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi biskup Íslands „SÁÁ vinnur gott starf í þágu þess fólks sem glímir við áfengis- vandann og því kaupi ég álfinn.Ég tel að með fag- legri með- ferð á vegum SÁÁ aukist líkur á að þau okkar sem glíma við áfengisvandann geti lifað sem heilbrigðustu og innihaldsríkustu lífi sem hefur jákvæð áhrif á nánasta umhverfi okkar, fjölskyldu og vini.“ Jóhanna Magnúsdóttir, starfsmaður AD Travel „Af því ég vil styðja við þessa starfsemi sem er í þágu þjóðarinnar allrar. Þetta er afar mikil- vægt starf til að koma fólki aftur á fæturna og hjálpa því að takast á við sín vandamál. Flestar stofnanir eru fjársvelta og þurfa að reiða sig á aukafjármagn frá almenningi. Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni AF HVERJU KAUPIR ÞÚ ÁLFINN? Álfurinn er til sölu í öllum bílum Hreyfils: Hreyfill kemur Álfinum til þín Í ár munu flestir leigubílstjórar Hreyfils bjóða farþegum sínum Álf- inn til kaups. Með þessu styðja bíl- stjórarnir við uppbyggingu barna- og fjölskyldudeildar SÁÁ. „Dygg aðstoð Hreyfils og bíl- stjóranna er okkur mjög mikilvæg og við erum þeim þakklát fyrir dugnaðinn og hlýjan hug,” segir Gunnar Smári Egilsson, formað- ur SÁÁ. Að sögn Gunnars er aðalvand- inn við álfasöluna að ná til fólks. „Vandinn er ekki að það skorti upp á vilja fólks til að styðja SÁÁ. Vandinn er að ná til fólks svo það geti sýnt þennan vilja sinn í verki. Þátttaka bílstjóranna á Hreyfli við söluna er því mikilvæg og mikilsverð,” segir Gunnar. „Glæsilegt starf SÁÁ á undan- förnum áratugum hefur ekki farið framhjá neinum. Það hefur verið dregið áfram af öflugum stuðningi almennings og það er ánægjulegt að við hjá Hreyfli getum orðið til þess að þessi samvinna almenn- ings og SÁÁ haldi áfram,” segir Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Hreyfils. Álfurinn á N1: Kaupum álf Álfasölufólk SÁÁ verður úti um allan bæ, allt land og alla borg næstu daga og biðjum við fólk að taka vel á móti sölufólki. Einnig verður hægt að kaupa álfa á bensínstöðv- um N1 og víðar. Við hjá SÁÁ erum þakklát öllum þann stuðning sem þau sýna sam- tökunum en hægt er að gerast félagi í SÁÁ í gegnum heimasíðu samtakana, www.saa.is. Iceland Express og SÁÁ hafa gert sam- starfssamnig um átak til stuðnings fjölskylda ungra foreldra sem eru að koma úr áfengis- og vímuefnameð- ferð. Starfsfólk Iceland Express mun selja sérstakan álf, Ferðaálfinn, í öll- um vélum flugfélagsins í allt sumar. Andvirði hans mun renna til barna- og fjölskyldudeildar SÁÁ, þar sem það nýtist til að byggja upp stuðning- kerfi fyrir fjölskyldur ungra áfengis- og vímuefnasjúklinga. „Þegar við leituðum að verðugu verkefni til að styðja ákváðum við fljót- lega að einbeita okkur að fjölskyldu- málum,” segir Alfa Lára Guðmunds- dóttir, markaðsstjóri Iceland Express. „Og þegar við kynntum okkur vanda fjölskyldna ungra áfengis- og vímu- efnasjúklinga sáum við strax að það væri verðugt verkefni.” Fjölskylduvænt flugfélag Alfa Lára segir Iceland Express sam- heldinn vinnustað og því vilji starfs- fólkið taka að sér söfnunarverkefni þannig að sem flestir starfsmanna komi að því; vinni að því eins og ein stór fjölskylda. Iceland Express sé líka fjölskylduvænt flugfélag, enda er stærsti hópur viðskiptavinanna á for- eldraaldrinum. Það fari því vel á því að stóra átak félagsins á þessu ári snúi að því að styrkja fjölskyldur sem þurfa að- stoð. „Okkur langar til að leggja þessum fjölskyldum lið til að hjálpa foreldr- unum að ná bata en ekki síður svo að börnin líði ekki að óþörfu vegna veik- inda foreldranna,” segir Alfa Lára. Með samkomulaginu mun SÁÁ byggja upp stuðningskerfi fyrir unga foreldra sem eru að koma úr meðferð. Það mun bæði felast í uppeldisfræðslu og -þjálfun og uppbyggingu stuðn- ingsforeldrakerfis til að auðvelda ung- um einstæðum foreldrum til að sinna bata sínum. „Þar sem mikil fjölskyldulægni er í áfengis- og vímuefnasýki eru marg- ir þeirra ungu foreldra sem koma úr meðferð einnig börn alkóhólista,” seg- ir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. „Þeir geta því ekki alltaf hallað sér að reynslunni eða sótt til eigin upp- vaxtar heldur þurfa þeir ef til vill enn meiri örvun og hvatningu en aðrir til að sinna velforeldraskyldum sínum.” Stuðningurinn mikilvægur Gunnar Smári segir einnig mikilvægt að ungir foreldrar fái svigrúm til að sinna bata sínum frá alvarlegum og lífshættulegum sjúkdómi. Sumir for- eldrar fái hjálp til þess frá sínum fjöl- skyldum en aðrir búi ekki svo vel. SÁÁ vilji því byggja upp stuðningskerfi fyrir þessa foreldra svo þeir geti fengið að- stoð við uppeldið. „Þetta samstarf SÁÁ við Iceland Express er yfirgripsmesti samstarfs- samningur sem samtökin hafa við fyrirtæki og við berum miklar vonirtil hans,” segir Gunnar Smári. „Stuðn- ingur almennings og fyrirtækja hefur alltaf verið baráttu áfengis- og vímu- efnasjúklinga mikilvægur. Án þessa stuðnings myndi okkur ekki takast að byggja upp ný úrræði og mæta þörfum sjúklinganna. Við vonum að hugarþel og röskleiki starfsfólks Ice- land Express verði öðrum til fyrir- myndar.” ICELAND EXPRESS og SÁÁ hafa gert með sér samstarfssamning sem er yfirgripsmesti samstarfssamningur m samtökin hafa við fyrirtæki, að sögn se Gunnars Smára Egilsonar, formanns SÁÁ. Iceland Express styður ungar skyldur, unga foreldra sem eru að koma úr áfengis- og vímuefnameðferð. fjöl Ferðaálfurinn seldur í vélum Iceland Express í sumar FERÐAÁLFUR SÁÁ Flugfreyjur og –þjónar Iceland Express munu selja Ferðaálf SÁÁ í allt sumar til stuðnings ungum fjölskyldum sem eiga í vanda vegna áfengis- og vímuefnasýki. MYND: GUNNAR GUNNARSSON HREYFILL „Dygg aðstoð Hreyfils og bílstjóranna er okkur mjög mikilvæg og við erum þeim þakklát fyrir dugnaðinn og hlýjan hug.”

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.