Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2012, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 09.05.2012, Qupperneq 43
15maí 2012 Líkamsræktin Bjarg ehf Íslensk erfðagreining Skinney - Þinganes ehf Bókhaldsstofan Kirkjugarðar Reykjavíkur F.Í.B. Flúðafiskur B.J. Vinnuvélar ehf Kristbjörg Elí ehf Topp Útlit ehf Ísaga ehf Spölur ehf BOAT BUILDER www.seigla.is „Alkóhólismi er í öllum fjölskyld- um,” segir séra Solveig Lára, prestur á Mörðuvöllum, en hún þekkir alkó- hólisma vel, bæði úr eigin fjölskyldu og í starfi sínu sem sóknarprestur. Vandi fólks er af mörgum toga. Þegar fólk leitar til Solveigar út af hjónabandserfiðleikum þá segir hún að oft sé ástæða til að skoða barnæsk- una, ekki síst ef fólk eigi erfitt með að tjá sig eða sýna tilfinningar. „Oft kemur í ljós þegar farið er að skoða barnæskuna að fólk hefur búið við alkóhólisma alla bernsku sína og það mótar samskiptin þegar kemur fram á fullorðinsár. Óöryggi og ótti við að sýna tilfinningar er meðal þess sem einkennir þau sem hafa alist upp við alkóhólisma,“ útskýrir hún. Lyft grettistaki Solveig Lára er fædd árið1956. Á ár- unum milli 1960 og 1970 var áfengi meðhöndlað öðruvísi en það er í dag. Þegar hún lítur til baka þá finnst henni að áfengi hafi stundum verið misnotað án þess að það væri skil- greint sem vandamál. Í dag telur hún að fólk hafi opnari augu og sjái betur þegar einhver á í erfiðleikum með fíkn sína. Þarna telur hún að SÁÁ hafi unnið vel og í rauninni lyft grettistaki við að opna augu fólks fyr- ir sjúkdómnum alkóhólisma. Solveig Lára segir að augu fólks hafi farið að opnast þegar Silunga- pollur var opnaður en Íslendingar voru þá að byrja að fara í meðferð. „Það var nýtt í þá daga. Um þetta leyti var byrjað að tala um alkóhól- isma sem sjúkdóm. Karlarnir fóru yfirleitt á Freeport en konurnar á Silungapoll. Þetta var svolítið kynja- skipt í þá daga. Það var viðurkennd- ara að karlarnir mættu drekka með- an konurnar voru að laumupokast með þetta,“ segir hún. Styrkleikamerki Möguleikarnir fyrir fólk til að fara í áfengismeðferð og á tólf spora fundi hafa aukist í seinni tíð að mati Sol- veigar Láru. Fólk sækir fundi þó að það fari ekki beint í meðferð. „Þetta er opnara og ekki eins mikil skömm og áður. Nú þykir ekki eins mikil skömm að því að fara í meðferð eins og áður var. Það þykir ekki skömm að hætta að drekka eða fara á tólf spora fundi heldur þvert á móti þykir það sýna styrkleikamerki. Hugarfarið hefur gjörbreyst að þessu leyti,“ segir hún. Fíkniefnaneysla er að mati Sol- veigar Láru erfiðari viðfangs en áfeng- isfíknog telur hún að ástæðan sé sú að þau sem fari út í eiturlyfjaneyslu eigi ekki eins afturkvæmt og þau sem eru í áfengisneyslu. Fíkniefnin hafa meiri og varanlegri skemmdir í för með sér. „Hinsvegar finnst mér virð- ingin fyrir þeim sem fara í meðferð vera sú sama. Við virðum þau mik- ils sem fara í meðferð í dag og það er ótrúlega flott öll sú vinna sem unnin er með fólki.“ Fíknir af öllu tagi eru algengar í samfélaginu og þær eru viðfangsefni sálgæslunnar alla daga, líka matarfíkn og spilafíkn. „Úrræð- in eru sem betur fer betri en þau voru. Þau sem berjast við matarfíkn eða spilafíkn eiga auðveldara með að blekkja maka sinn og þau sem í kringum þau eru og vefja inn í lyga- vef, en þegar um áfengis- eða eitur- lyfjafíkn er að ræða,“ segir hún. Sjálfsmyndin í rusli Alkóhólistinn stjórnar öllum í kring- um sig beint eða óbeint. Solveig Lára segir að allt á heimilinu standi og falli með hegðun hans. „Öll hegðun alkó- hólistans hefur áhrif á fjölskyldu- meðlimi, maka og börn. Börnin búa við mikið óöryggi og sjálfsmyndin fer í rusl þegar þau vita aldrei hvað bíður þeirra þegar heim er komið. Félags- lega einangrast þau því þau geta ekki boðið öðrum heim til sín vegna óöryggisins. Svo eru skapsveiflur og annað sem tengist neyslunni sem gerir þetta svo erfitt. Í meðferð og starfi með alkóhól- istum er mikilvægt að vinna með fjöl- skyldurnar. Þegar alkóhólistinn fer í meðferð og fjölskyldan verður eftir í hegðunarmynstrinu sem hefur skap- ast í neyslunni þá kemur ójafnvægi í fjölskylduna og enginn veit hvernig hann á að haga sér þegar nýtt ástand hefur skapast. Þetta hefur gríðarleg áhrif á alla fjölskyldumeðlimi, hvort sem það eru ung börn, unglingar eða börn sem eru farin að heiman, að ekki sé talað um foreldra, afa og ömmur og aðrar kynslóðir. „Þetta hefur allsstaðar áhrif,“ segir Solveig Lára. Opna augu fólks Allir í fjölskyldunni verða að opna augu sín fyrir ástandinu, leita sér hjálpar, tala saman og tala um líð- an sína. „Það er lykillinn að allri úrvinnslu tilfinninga. Það er lykill- inn að því að geta lifað við svona ástand þannig að líðan fólks innan heimilisins stjórnist ekki af því hvort alkóhólistinn sé að drekka eða ekki. Fjölskyldan þarf að hjúpa sig vernd gagnvart því að láta aðra stjórna líð- an sinni. Fjölskyldan þarf að koma sér út úr meðvirkniástandinu. Þetta er vítahringur semþarf að komast út úr og hjálpa fólki að opna augu sín svo að það sjái leið út úr þessari líðan. Það er afar mikilvægt,“ segir hún. Hvað litlu börnin varðar þá er mikil ábyrgð á herðum þess foreldris sem ekki er í neyslu að skapa börn- unum öryggi. Ef hjónin eru með mjög lítil börn og annað foreldrið er alkóhólisti þá er mikilvægt að sá eða sú sem ekki er í neyslu vinni með sjálft sig til að geta unnið með öryggi barnanna. „Það er það mikilvægasta. Eins og stundum er sagt í flugvélun- um; settu grímuna fyrst á sjálfa þig og aðstoðaðu svo barnið. Til að geta skapað barninu öryggi í uppeldinu þá verðum við að vinna með okkur sjálf.“ Solveig Lára þjónaði sem prestur í Reykjavík og á Seltjarnarnesi í sautj- án ár og hefur nú verið prestur úti á landi í tólf ár. Hún segir að alkóhól- ismi sé allsstaðar en lítil reynsla sé komin á það hvaða áhrif kreppan hafi. Það á sjálfsagt eftir að koma í ljós þegar frá líður en nú er of snemmt að leggja mát á það hvaða áhrif kreppan hefur haft á þessi mál. -ghs SÉRA SOLVEIG LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, prestur á Möðruvöllum, þekkir alkóhólisma bæði úr eigin lskyldu og ekki síður starfi úr sínu því að hún vinnur við sálgæslu alla daga. Þar kemur alkóhólismi oft við gu og sömuleiðis fíknir af ýmsu tagi. Lykilatriðiað tala um líðan sína SÉRA SOLVEIG LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR Á MÖÐRUVÖLLUM „Til að geta skapað barninu öryggi í uppeldinu þá verðum við að vinna með okkur sjálf.“ fjö sö 10 Á ST Æ ÐU R F YR IR Þ VÍ AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ KAUPA ÁLFIN N10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.