Fréttablaðið - 09.05.2012, Síða 52

Fréttablaðið - 09.05.2012, Síða 52
 | 16 9. maí 2012 | miðvikudagur FASTEIGNIR Magnús Halldórsson magnush@365.is MP banki hefur unnið að stofnun Fast- eignasjóðs Íslands slhf. (FÍ) að undan- förnu, en formlega mun félagið hefja störf í júní nk. samkvæmt áætlunum. Félagið mun kaupa og reka atvinnuhús- næði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og er unnið eftir því að fjárfestingarframlög þeirra sem koma að félaginu verði 10 til 20 milljarðar króna. Fjármálaráðgjöf og áhættustýring félagsins verður í höndum MP banka á grundvelli samnings þar um. Markmiðið með stofnun félagsins er að bjóða stofnanafjárfestum upp á áhættu- lítinn og tryggan langtímafjárfestinga- kost. Yfir 90 prósent þeirra sem koma munu að félaginu sem hluthafar verða líf- eyrissjóðir og tryggingafélög, samkvæmt því sem lagt er upp með. Ávöxtunarmark- mið félagsins verður um 3 prósent ofan á 10 ára ríkisskuldabréf. Félagið verður ekki skráð á hlutabréfa- markað Nasdaq OMX Kauphallarinnar, en skuldabréf verða útgefin og skráð á markað. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að tækifærin séu fyrir hendi þegar kemur að því að velja góða fjárfest- ingakosti og semja við leigutaka til langs tíma. „Eftir því sem efnahagur landsins batnar, því meiri verða tækifærin þegar kemur á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði.“ Fáir ávöxtunarmöguleikar Eitt af því sem þegar er farið að valda vandræðum hjá ýmsum fjárfestum eru fáir fjárfestingamöguleikar, en helst eru það opinber skuldabréf og þau fyr- irtæki sem skráð eru á hlutabréfamark- að sem hafa verið í boði. Að undanförnu hafa síðan bæst við skuldabréfaflokkar fyrir tækja, þar helst Íslandsbanka og Arion banka. Stofnun FÍ er ekki síst hugsuð til þess að auka möguleika fyrir stofnanafjár- festa sem reyna eftir fremsta megni að ávaxta fé sitt þannig að ávöxtunarmark- mið náist. Gjaldeyrishöftin gera þetta enn meira krefjandi en lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis sökum þeirra. Einnig er horft til þess að litlar líkur séu til útgáfu verðtryggðra skuldabréfa á komandi árum, og því sé eftirspurn eftir langtímafjárfestingakostum eins og vel staðsettu atvinnuhúsnæði líkleg til þess að aukast. Fasteignasjóður Íslands að fæðast Fasteignasjóður Íslands slhf. mun fjárfesta í vel staðsettu atvinnuhúsnæði. Fjárfestingarframlög nema 12 til 15 milljörðum í fyrstu. Lífeyris- sjóðir og tryggingafélög verða stærstu eigendur en FÍ ásamt eignastýringu MP mun stýra félaginu. FASTEIGNASJÓÐUR Undirbúningur að stofnun Fasteignasjóðs Íslands hefur staðið yfir undanfarna mánuði og undirbúningsteymið hefur kynnt hann fyrir fjárfestum. Frá vinstri sjást á myndinni Brynjólfur Baldursson, Tryggvi Tryggvason og Örn V. Kjartansson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMRÓT Á MARKAÐI Í kynningargögnum um FÍ, sem Mark- aðurinn hefur undir höndum, er farið ítarlega yfir þau tækifæri sem geta verið fyrir hendi á markaði með atvinnuhús- næði. Þar er meðal annars nefnt að selj- endur húsnæðis séu margir aðþrengdir vegna fjárhagserfiðleika auk þess sem fasteignaverð hafi lækkað mikið að undanförnu, en að því er fram kemur í kynningargögnunum var fasteignaverð lægra árið 2010 heldur en sem nemur tíu ára meðaltalsraunverði. Þá hefur veltan einnig minnkað mikið, en árið 2010 var hún aðeins um 40 prósent af meðaltalsveltu síðustu 20 ára. Þá er byggingakostnaður hærri en fasteigna- verðið í augnablikinu, og lítið sem ekkert um nýbyggingu atvinnuhúsnæðis. Meðal annars vegna þessara þátta er í kynn- ingargögnunum nefnt að nú um stundir séu kauptækifæri, einkum í vel staðsettu atvinnuhúsnæði með trausta leigutaka. Í undirbúningsteymi FÍ hafa verið auk Arnar, þeir Brynjólfur Baldursson, fram- kvæmdastjóri eignastýringarsviðs MP banka, Tryggvi Tryggvason, sem er for- stöðumaður á eignastýringarsviði MP banka, og síðan Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Þeir hafa undirbúið stofnun FÍ undan- farna mánuði og kynnt hann fyrir fjár- festum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.