Fréttablaðið - 09.05.2012, Síða 62
9. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR22 22
menning@frettabladid.is
MAXÍMÚS MÚSÍKÚS BJARGAR BALLETTINUM Þriðja bókin um músina tónelsku er komin út,
en sögurnar um Maxa hafa verið fluttar á fjölmörgum tónleikum og bækurnar um hann hafa komið út á ensku,
þýsku, kóresku og færeysku. Höfundarnir, Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson, eru tónlistarmenn
og leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Geisladiskur fylgir bókinni.
Sigrún Eðvaldsdóttir er ein-
leikari á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands
annað kvöld í Hörpu í
hinum fræga fiðlukonsert
númer 1 eftir Sjostakovitsj.
„Þetta leggst alveg rosalega vel í
mig. Ég er að deyja úr tilhlökkun,“
segir Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðlu-
leikari sem leikur einn glæsileg-
asta fiðlukonsert 20. aldarinnar
á tónleikum Sinfóníunnar annað
kvöld. Það er fiðlukonsert númer
1 eftir Dímítríj Sjostakovitsj. Hún
kveðst aldrei hafa spilað hann áður
og reyndar hafi hún verið mjög
hrædd við hann.
„Þetta ferli var erfitt fyrir mig
því hann er svo frægur og stór
þessi konsert. Hvenær ég byrj-
aði að æfa? Þetta er mikil samvis-
kuspurning! Ég byrjaði ábyggi-
lega alltof seint, eins og venjulega
– en ég er bara þannig. Ég fór til
Kína síðasta sumar og var ekkert
mikið að skoða konsertinn þar. Svo
kom haustið og ég reyndi að grípa í
hann hér og þar. Í desember var ég
orðin pínu stressuð og þá pantaði
ég mér sumarbústað yfir helgi. Ég
varð einhvern veginn að vera ein
með konsertinum og það var dálítið
gott að vera alein í myrkrinu með
Sjostakovitsj – samt sá ekki högg
á vatni.
Í mars var mér hætt að lítast á
blikuna, þá var svo mikið að gera
í Tectonics tónlistarhátíðinni í
Hörpu. En svo, sem betur fer, varð
apríl góður við mig og þá gerðust
hlutirnir. Ég fór til Grænlands um
páskana að spila með dönskum
félögum mínum og maður gæti
haldið að það væri óheppilegt fyrir
svona ferli en það varð bara svona
líka sniðugt fyrir mig, því bæði
varð ég fyrir sterkum áhrifum af
umhverfinu og svo var ég dugleg
að æfa mig meðan félagarnir fóru
í siglingar og fleiri skoðunarferð-
ir. Þá fór allt að smella í konsert-
inum.“
Sigrún hlær dátt þegar hún er
spurð hvort henni hafi ekki verið
kalt á puttunum í Grænlandi. „Ég
var með æðislegar lúffur,“ svarar
hún. „Nei, ég hugsaði bara til tón-
skáldsins því það getur verið svo
ofboðslega kalt í Rússlandi á vet-
urna. En nú er vorið komið og það
er dásamlegt.“
Sigrún kveðst hafa passað sig
á að hlusta ekki of mikið á Igor
Oistrakh flytja fiðlukonsertinn
á æfingaferlinu til að falla ekki í
þá gryfju að reyna að herma eftir
honum. „Þó er Oistrakh uppáhalds
fiðluleikarinn minn og Sjostako-
wits samdi konsertinn fyrir hann,“
tekur hún fram. „Tónlist er orðin
svo aðgengileg á YouTube og þá
fara allir að spila eins. Það er slæm
þróun. Mér finnst svo mikilsvert
að hver og einn túlki tónverk á sinn
hátt. Þannig vil ég gera hlutina.“
Tónleikarnir hefjast klukkan
19.30 á morgun í Hörpu og auk
fiðlukonsertsins verður Sinfónía
númer 2 eftir Jean Sibelius á dag-
skrá, sú vinsælasta af þeim sjö
sem hann samdi. Hljómsveitar-
stjóri er hinn finnski Pietari Inkin
sem vakti gríðarlega hrifningu
er hann stjórnaði hér á tónleikum
2010. Hann er aðalstjórnandi sin-
fóníuhljómsveitar Nýja-Sjálands
og fékk fjórar stjörnur í Financial
Times fyrir túlkun sína á 2. sinfón-
íu Sibeliusar. gun@frettabladid.is
ER AÐ DEYJA
ÚR TILHLÖKKUN
Í HÖRPU Sigrún Eðvaldsdóttir æfði konsertinn meðal annars alein í sumarbústað í
skammdeginu og á Grænlandi í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Iso
la B
io r
ísm
jólk
in f
æs
t í ö
llum
he
lstu
m
atv
öru
ver
slu
nu
m
um
lan
d a
llt
Rísmjólk úr hágæða
ítölskum lífrænum
hýðishrísgrjónum
Isola Bio rísmjólkin er einstaklega bragðgóð og
hentar vel í þeytinginn, út á grautinn, í baksturinn
og að sjálfsögðu ein og sér, ísköld!
hrein með kalki með vanillu með kókos með möndlu rísrjómi fernur - góðar í nestisboxið!
Án sykurs
Allar án sykurs/sýróps/sætuefna
nema möndlu- og súkkulaði sem
eru sættar með lífrænu agave.