Fréttablaðið - 01.06.2012, Page 25

Fréttablaðið - 01.06.2012, Page 25
HEIMAGERÐUR ÍS Í SÓLINNI Það er auðvelt að búa til heimagerðan ís. Þeytið 6 eggja- rauður, 1 bolla púðursykur og 1 tsk. vanilludropa vel sam- an. Þeytið 1/2 lítra af rjóma og blandið við. Ísinn má svo bragðbæta með súkkulaði. Frystið í álformi og njótið. Matreiðslumaðurinn Kristján Þór Hlöðversson er með þáttinn Eld-að með Holta á sjónvarpsstöð- inni ÍNN þar sem hann matreiðir skemmti- lega og litríka rétti úr Holta kjúklingum frá Reykjagarði. Næstu föstudaga mun hann bæta um betur með girnilegum kjúklinga- réttum á forsíðu Fólks. Hér er hann með uppskrift að kryddlegnum kjúklingabring- um, tilvöldum til að skella á grillið. „Bringurnar eru látnar liggja í leginum í þrjá tíma og grillaðar ásamt chilli-papr- ikum, vorlauk og kartöflum sem skornar eru í skífur. Með öllu er svo heimagerð köld sósa.“ Þættirnir eru á dagskrá ÍNN á föstu- dagskvöldum klukkan 21.30 og endur- sýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, www.inntv. is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Matreiðslumaðurinn og sjónvarpskokkurinn, Kristján Þór Hlöðversson, sem er með matreiðsluþáttinn Eldað með Holta á ÍNN, gefur kjúklingauppskriftir á forsíðu Fólks næstu föstudaga. HRÁEFNI 4 Holta kjúklinga- bringur 3 bökunarkartöflur 3 chilli-paprikur 4 búnt vorlaukur 1/2 dl púðursykur 1/4 dl dijon-sinnep 1/4 dl sojasósa 1/4 dl olía KRYDDLÖGUR Púðursykri, dijon-sinn- epi, sojasósu og olíu blandað saman. Kjúk- lingabringurnar látnar liggja í leginum í sirka þrjá tíma. KÖLD SÓSA 150 ml 10% sýrður rjómi 1 geiri hvítlaukur - maukaður 1 búnt vorlaukur - smátt saxaður 2 tsk. sojasósa 3 tsk. hrásykur nýmalaður pipar AÐFERÐ Kjúklingurinn settur á grillið. Kartöflurnar, chilli-paprikan og vor- laukurinn eru pensluð með olíu og krydduð með salti og pipar. Borið fram með sósunni. KRYDDLEGNAR KJÚKLINGABRINGUR GÓMSÆTT Á GRILLIÐ Rétturinn bráðnar í munni. Uppskriftin er hér að neðan. MYND/RUTH ÁSGEIRSDÓTTIR Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum. Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir. MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAFA FOR THE WAY IT´S MADE Gildir um KitchenAid hrærivélar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.