Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 25
30. júní 2012 LAUGARDAGUR26 ■ BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR Í leit að töfraformúlunni Ég fylgi engum reglum varðandi skriftir, nema þá málfræði- og stafsetningarreglum – og varla það. Það eru þó ekki þess konar reglur sem auðvelda mér skriftir né auka á þá löngun að sjá fleiri orð prentuð á niðurhoggin, kolefnisjöfnuð tré. Það gerir hins vegar sú tilfinning að ég hafi eitthvað áhugavert eða mikilvægt að segja. Ég er hins vegar áhugasöm um að vita hvað aðrir gera til að koma sér að verki. Ég gæfi mikið fyrir til- tölulega hættulausa töfraformúlu sem nota mætti eins og sítrónupressu á hug og hönd. Þess vegna ætla ég að lesa vel það sem hinir segja hér allt í kring. ■ YRSA SIGURÐARDÓTTIR Aldrei hugmyndalaus í háttinn Eitt af því sem hefur reynst mér hvað best í skriftatörn er að sofna ekki á kvöldin án þess að vera búin að hugsa það vel út sem ég ætla að skrifa daginn eftir. Ef um er að ræða nýjan kafla vil ég einnig ákveða nákvæmlega hvernig ég ætla að byrja hann. Með þessu móti sest maður niður og byrjar strax að skrifa, í stað þess að góna andlaus á hvítan skjáinn í ein- hvers konar mini-ritstíflu. ■ AUÐUR AVA ÓLAFSDÓTTIR Óreiðan eina venjan Ég drekk ekki neskaffið mitt úr bolla merktum Frankfurter Buchmesse eða neitt slíkt, það er bara hafragrautur handa rit- höfundi eins og hinum. Það má segja að óreiðan sé eina venja mín við skriftir; óreglulegur vinnutími á ómögulegum tímum sólarhrings. Samt er maður alltaf að skrifa og líka áður en maður skrifar. Það sem kom mér upphaflega á mitt spor var miði á vegg sem á stóð – og nú man ég ekki eftir hverjum er haft: „Ég hélt ég væri fátækur af því að ég átti enga skó. En svo sá ég fólk sem ekki hafði fætur.“ ■ STEFÁN MÁNI Ekkert væl – farðu að vinna Mín aðalregla er sú að setjast niður á morgn-ana til að skrifa, hvort sem ég nenni því eða ekki, langar það eða ekki og hvort sem ég er „tómur“ eða ekki. Þessi regla hefur fleytt mér langt og komið lesendum mínum til góða því ég hef komist að því að ég get alltaf skrifað eitt- hvað ef ég sest á rassinn, kveiki á tölvunni og byrja – mismikið eftir dögum en alltaf eitthvað og úthaldið og andagiftin hefur verið að aukast með árum og reynslu, ef eitthvað er. Stutt og ein- falt og gildir fyrir allt vinnandi og metnaðarfullt fólk: Hættessu væli og farðu að vinna! ■ KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR Semur á fastandi maga Mér finnst ég ætíð vera að berjast við þetta skipulag sem lýtur að ritstörf- unum, en þó held ég að mér hafi tekist að koma mér upp sæmilegum takti á morgn- ana. Vakna snemma, hugsa eða les í hálftíma áður en ég fer fram úr, drekk tvo kaffi- bolla, les dagblöðin. Þá er ég komin í gang. Hef enga matarlyst fyrr en í hádeginu. Enda heimskulegt að semja og hugsa með magann fullan af morgunmat. En þegar ég er að vinna ein úti á landi eða í útlöndum, hunsa ég alla rútínu, sef og borða þegar mér hentar og ég man eftir, hef slökkt á öllum fjarskiptum. Hef líka fullt í fangi með að halda uppi samræðum við persónur mínar. Og þá gengur mér best að skrifa. Get þá horfið inn í þann heim sem ég er að skapa. Mér leiðist aldrei þar. ■ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Hver bók kallar á sína venju Þegar ég var að skrifa Valeyrarvalsinn hafði ég við höndina tvítyngda útgáfa af ljóðum Neruda. Ég las alltaf eitthvert ljóð vel áður en ég byrjaði á nýrri sögu og leyfði því að móta þar and- rúmsloftið. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að losna við skúm úr höfðinu, verða aftur nýr. Ég notaði Jóhann- es úr Kötlum á svipaðan hátt í Náðarkrafti og þannig koll af kolli. Hver bók kallar á sína venju. Annars engar reglur: bara músíkin til að hræra geðið og veiðieðlið – að fanga mannleg hjörtu í orðanet – bakklóran og nóg af kaffi. ■ AUÐUR JÓNSDÓTTIR Taktföst tónlist Það er tvennt sem ég get ekki verið án við skriftir: kaffi og tónlist. Þegar ég byrja á morgnana finnst mér best að hlusta á örvandi tónlist, stundum píkupopp eða eitt- hvað með sterkum ryþma. Þann- ig skrifaði ég heila skáldsögu með hljómsveitadúettinn Tatu og Ramm- stein á rípít. En svo er líka gott að hlusta á klassíska tónlist. Mér hefur til dæmis alltaf þótt gott að skrifa við Rachmaninoff. Aftur á móti get ég skrifað hvar sem er og hvenær sem er. Ég get skrifað í kuðli uppi í sófa, úti á götu, með barn á brjósti og á ferð í bíl. ■ HAUKUR INGVARSSON Stritast við að sitja Haustið 2009 fékk ég í fyrsta skipti tækifæri til að skrifa óslitið í lengri tíma, nánar tiltekið sex mánuði. Ég hafði lagt drög að skáldsögu en var dauðhræddur um að ná ekki marki. Ég sótti stafla af bókum á bókasafnið um það hvernig átti að skrifa og skipuleggja sig. Ég opnaði þykkustu bókina og las fyrstu línuna: „Margir halda að það sé nóg að skrifa eina blaðsíðu á dag í nokkra mánuði svo úr verði skáldsaga. Sú er ekki raunin.“ Ég lokaði bók- inni og hugsaði með mér, best að skrifa eina blaðsíðu á dag í sex mánuði og sjá hvað ég hef í höndunum. Ég sat við, stundum fram á nótt og leitaðist við að standa upp frá borðinu þegar ég var sjálfur orðinn spenntur, þegar mig klæjaði í fingurna að halda áfram, hlakkaði til að setjast niður næsta dag. Auðvitað leiddist ég út í vit- leysu öðru hvoru, prófaði t.d. að skrifa með svefngrímu eftir að hafa lesið viðtal við Jonathan Franzen. Það hafði lítil áhrif á skrif- in en skemmti kærustunni minni talsvert. Að stritast við að sitja, ætli það sé ekki eina ráðið sem ég kann. ■ SINDRI FREYSSON Finn sköpunarfrið á nóttunni Ég segi stundum að ég hafi næturgen og það kemur ber-lega í ljós við skriftir, sérstaklega í Haga í Aðaldal. Þar hef ég mjög góða aðstöðu til skrifa, eftirsóknarvert næði frá áreitinu sem fylgir borgarlífinu og gríðarfallegt umhverfi sem örvar bæði sköpunargleðina og verkviljann. Fyrri hluta dags les ég og fer í röska göngu um jörðina og nágrennið og tek síðan til við skriftir um miðjan dag. Ég sit við fram á níunda tímann en útbý mér þá einfalda máltíð og tek aftur til starfa um tíuleytið og sit við tölvuna fram undir bíti. Á þeim tíma vaki ég einn og get stólað á að sím- inn hringi ekki, enginn komi í heimsókn og ekkert stangi athyglina í netheimum. Stundum hætti ég um fimmleytið, stundum nær sjö – um það leyti sem margir eru að skríða fram úr. Þá les ég stundum nokkrar blaðsíður til að kúpla mig niður og sofna síðan þegar dagsskíman lætur á sér kræla. Nóttin skilar besta árangrinum. Kaffi, Rammstein og svefngrímur Til að skrifa heila bók þarf ekki aðeins góða hugmynd heldur líka sjálfsaga og staðfestu að sitja við dag eftir dag og fylgja henni eftir. Margir rithöfundar koma sér upp ákveðnum verkreglum eða venjum sem þeir ýmist hafa til hliðsjónar eða fylgja út í ystu æsar. Bergsteinn Sigurðsson guðaði á glugga nokkurra rithöfunda og spurði hvaða meðulum þeir beita til að halda sér við efnið. ■ ANDRI SNÆR MAGNASON Best að flýja land Ég hef almennt mikla ósiði við skriftir, drasla mig út af öllum skrifstofum. Skrifa 200 blaðsíður af óreiðu sem ég er síðan marga mánuði að raða upp í skynsamlega bygg- ingu. Best er að koma sér til útlanda í nokkrar vikur vegna þess að á Íslandi vill hugurinn verða heltekinn af því sem tröllríður landinu þá stundina. Ég get verið lengi að fara í gang eftir hverja bók. Ég hef farið til Sikileyjar nokkrum sinnum til að komast úr net- og símasambandi. Bókin sem ég er að ljúka við í sumar fór ekki almennilega í gang fyrr en ég dvaldi í New York einn mánuð, fékk mér Siggi’s skyr og botnaði Röyksopp Trentemøller rímix af Who Else Is There sungið af The Knife á milli espressó-bolla. Að end- ingu fara öll verk hjá mér í svokallaðan vondukonulestur. En það er afar vond hreinskilin kona sem les handritið. Það er sársaukafullt tímabil – en gott eftir á, hefur tryggt bæði sölu og langlífi nokkurra verka. ■ HALLGRÍMUR HELGASON Úr heimsóknarfæri með góða nettengingu Aðalreglan er að byrja klukkan 09.00 og skrifa til 17.00, með hádegishléi 12.00-13.00, lagningu 14.00-14.05 og kaffitíma 15.15-15.30. Mikilvægt að halda takti, aldrei missa dag úr, og skrifa á stað þar sem ekki er von á neinum í heimsókn. Þá ertu kominn á flug eftir tvær, þrjár vikur. Gott er þó að hafa góða nettengingu, því netið getur alltaf hjálpað. Ef þú lætur glepj- ast af því um of þýðir það bara að bókin sem þú ert að skrifa er minna spennandi en Internetið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.