Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 47
30. júní 2012 LAUGARDAGUR10
Tokyo sushi vantar öflugan
vaktstjóra sem á sér stærri draum
en vaktstjórastarf
Þekkir þú einhverja kraftmikla og duglega einstak-
linga með ríka þjónustulund, sem hafa gaman af
fólki og elska sushi?
Vaktstjórarnir okkar frábæru á Tokyo sushi eru á leið í
háskóla í haust og okkur vantar nýja í þeirra stað.
Tokyo vill vaktstjóra sem eru ákveðnir og sterkir einstak-
lingar. Slíkt fólk verður ekki vaktstjórar á sushi-stað til
frambúðar - það vitum við.
Þess vegna viljum við ekki vaktstjóra til framtíðar -
heldur ungt og öflugt fólk í 12-18 mánaða vinnu - sem
fær frábæra reynslu af rekstri og stjórnun sem reynist
þeim vel í háskólanáminu.
Ef lýsingin á við um þig, vin þinn, fjölskyldumeðlim
eða bara klára starfsmanninn sem þú rakst á um
daginn, láttu endilega vita að Tokyo sushi er að leita að
viðkomandi.
Sendu póst í gegnum Facebook síðuna facebook.com/
tokyosushi eða í tölvupósti á tokyo@tokyo.is
Sveitarfélagið Garður - Laus störf
Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar í Gerðaskóla í
Sveitar félaginu Garði skólaárið 2012-2013.
• Staða sérkennara er laus til umsóknar, um er að ræða fullt
starf. Óskað er eftir kennara með sérmenntun í sérkennslu
fræðum og/eða reynslu í sérkennslu í grunnskóla.
• Stöður deildarstjóra. Um er að ræða tvær 50% stöður með
umsjón á yngra og miðstigi.
• Hlutastörf í textílmennt og heimilisfræði eru laus
til umsóknar.
Frekari upplýsingar veitir Skarphéðinn Jónsson skólastjóri í
símum 422-7020, 456-3170 og 777-9464. Umsóknum skal skila
rafrænt í netfangið: skarphedinn@gerdaskoli.is í síðasta lagi
15. júlí nk. Með umsókn skulu fylgja starfsferilskrá, upplýsingar
um menntun og nöfn umsagnaraðila.
Í Sveitarfélaginu Garði búa um 1500 manns. Gerðaskóli er
heildstæður grunnskóli með um 210 nemendur alls í 10 bekkja-
deildum. Öll aðstaða til skólahalds í Garði er til fyrirmyndar.
Húsnæði skólans er glæsilegt og er Gerðaskóli vel búinn.
Starf forstöðumanns Byggðasafnsins á Garðskaga er laust til
umsóknar. Um er að ræða fullt starf frá 1. ágúst n.k.
Í starfinu felst:
• Ábyrgð á daglegum rekstri Byggðasafnsins
• Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar fyrir safnið
• Fagleg umsjón með safninu, varðveislu og uppsetningu muna
og sýningahaldi
• Að stuðla að rannsóknum á munum og menningarsögu
• Umsjón með húsakynnum safnsins
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfinu – háskólamenntun æskileg
• Tungumálakunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Samviskusemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Áhugi á sögu byggðarinnar og safnamálum
Frekari upplýsingar um starf forstöðumanns Byggðasafnsins
á Garðskaga er hægt að fá á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins
Garðs. Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k. og sendist umsóknir til
skrifstofustjóra, Bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Garðs, Sunnu-
braut 4, 250 Garði. Umsóknum má skila rafrænt á netfangið:
halla@svgardur.is
Save the Children á Íslandi