Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 77
30. júní 2012 LAUGARDAGUR34 krakkar@frettabladid.is 34 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Hvernig stendur á því að það er tréhús í garðinum hjá ykkur? Ólafur Heiðar (Óli): Mig og pabba langaði að gera trjákofa. Guðjón: Til að fara upp og leika. Hefur það verið þar lengi? Óli: Í um þrjú ár. Hvernig fenguð þið hugmynd- ina að tréhúsinu? Óli og Guðjón: Við sáum tréhús í öðrum görðum og langaði til að leika í trjákofa. Leikið þið ykkur oft í húsinu? Óli: Já, og vinum okkar finnst gaman að leika í því. Guðjón: Já, bara stundum en ekki alla daga. Margir krakk- ar vilja leika í tréhúsinu. Er erfitt að komast upp í það? Óli: Nei, við erum með tvo stiga, kaðalstiga og tréstiga. Það er erf- iðara að fara upp kaðlastigann. Guðjón: Neibbs. Ekkert rosalega í tréstiganum en mjög erfitt í kað- alstiganum. Hafið þið komið í tréhús annars staðar? Óli og Guðjón: Nei, bara horft á þau úr fjarlægð. Hvernig leikir eru skemmtileg- astir í húsinu? Óli: Vatnsstríð. Guðjón: Feluleikur. Fá vinir ykkar að koma upp í húsið stundum? Óli og Guðjón: Já, mjög oft. Leikið þið ykkur mikið úti? Óli: Já, ég er að æfa siglingar og svo finnst mér gaman að hjóla og vinna í garðinum. Guðjón: Já, það er rosalega gaman í fótbolta. Hvað er skemmtilegast að gera á sumrin? Óli: Fara vestur. Guðjón: Mest gaman að fara í sund og líka í Keiluhöllina. Hvað er uppáhalds leikfangið ykkar? Óli: Harmonikan, hún er líka lang dýrmætust. Guðjón: Vatnsbyssa og geisla- sverð. Anika: Ég á hund sem er uppá- haldsleikfangið mitt. Farið þið í ferðalag nú í sumar? Óli: Ég ætla í siglingabúðir í Stykkishólmi, fara austur og vestur á firði í Lokinhamra- dal svo ætla ég að heimsækja frænda minn í Noregi. Guðjón og Anika: Já, við ætlum í ferðalag og útilegu með mömmu og pabba og Óla. Aust- ur og á Vestfirði. VATNSSTRÍÐ OG FELU- LEIKUR Í TRÉHÚSINU Systkinin Ólafur Heiðar, 11 ára, Guðjón Ármann, 5 ára, og Anika Jóna, 3 ára, eiga for- láta hús uppi í tré í garðinum sínum í Fossvoginum. Það var pabbi þeirra, Jón Heiðar Ólafsson, sem smíðaði húsið eftir leiðbeiningum úr Stórhættulegu strákabókinni. Í TRÉHÚSINU Frá vinstri má sjá bræðurna Ólaf Heiðar, Guðjón Ármann og Þorra vin hans í húsinu en Anika Jóna situr í stiganum FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þegar amma átti hundrað ára afmæli komu margir að heim- sækja hana. Meðal þeirra var blaðamaður sem spurði hana spjörunum úr. Ömmu þóttu spurningarnar fávíslegar og svaraði snubbótt. Loks spurði blaðamaðurinn: „Og hverju þakkarðu það að þú ert orðin hundrað ára?“ „O, ætli það sé ekki fyrst og fremst því að ég fæddist fyrir hundrað árum,“ svaraði sú gamla. Pétur: „Stoppaði úrið þitt þegar það datt?“ Palli: „Já, auðvitað. Hélstu að það hefði farið gegnum gólf- ið?“ Sigga var í fyrsta bekk í barna- skólanum. Einu sinni þegar hún kom heim spurði pabbi: „Jæja, lærðirðu nokkuð í skól- anum í dag, Sigga mín?“ „Nei, ekki ég en kennslukon- an. Ég sagði henni hvernig hún ætti að stafa orðið kisa.“ ÚLFAR OG REFIR RÁÐA RÍKJUM á næstu sýningu Brúðubílsins, Blárefi barnapíu, sem verður frumsýnd í Hallargarðinum miðvikudaginn 4. júlí klukkan 14. Hvorki meira né minna en tveir úlfar og fimm refir eru á fjölunum í þessari skemmtilegu sýningu Brúðubíls- ins. Auk úlfanna og rebbanna sést Lilla apa og Núma bregða fyrir. Hvað heitir þú fullu nafni? Birta María Sigurðardóttir. Hvað ertu gömul? Ég er átta ára en verð níu ára í nóvem- ber. Ertu mikill lestrarhestur? Já, mér finnst gaman að lesa bækur. Hvenær lærðir þú að lesa? Þegar ég var í 1. bekk. Hvað er skemmtilegt við að lesa bækur? Þá get ég ímynd- að mér hvernig allt lítur út. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Já, það var bókin sem heitir Ég get lesið. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Skáldsögur og ævintýri. Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? Fía- sól er flottust. Hún var mjög skemmtileg. Í hvaða hverfi býrð þú? Í Norðlingaholti. Í hvaða skóla gengur þú? Norðlingaskóla. Hvaða námsgreinar eru skemmtilegastar? Íþróttir, íslenska og stærðfræði. Hver eru þín helstu áhuga- mál? Dans, línuskautar, tónlist, bækur og fleira. Bókaormur vikunnar Fáðu þér góða mjólkurskvettu! www.ms.is Borgarbókasafnið, Fréttablaðið og Forlagið hvetja öll börn til að lesa í sumar. Í hvert sinn sem þú klárar bók getur þú sett nafn hennar í pott í öllum útibúum Borgarbókasafns. Í hverri viku er nýr bókaormur dreginn úr pottinum sem fær bók að gjöf og er kynntur á Krakkasíðu Fréttablaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.