Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 71
30. júní 2012 LAUGARDAGUR28
1. Eyjasigling
Hægt er að velja um nokkr-
ar gerðir af siglingu um
Vestmannaeyjar en það er
nánast skylda að bregða sér
í eyjasiglingu fyrir ferða-
langa í Eyjum. Á sjónum er
bæði hægt að njóta þess að
skoða eyjarnar og náttúr-
una frá öðru sjónarhorni,
fylgjast með fuglum, hvöl-
um og ekki síst er einstak-
lega gaman að skoða hellana
sem finnast allt um kring.
2. Sund og golf
Fyrir nokkrum árum var
útisvæði sundlaugarinnar
í Vestmannaeyjum allt end-
urnýjað og nú er þar afar
glæsileg aðstaða, renni-
brautir, klifurveggur og
heitir pottar. Golfvöllurinn
þykir svo með þeim betri á
landinu en þess má geta að
hann á sér afar langa sögu,
var stofnaður árið 1938.
3. Hjólað um Heimaey
Það er vissulega lítið mál að
taka bílinn með út í Eyjar
og förin með Herjólfi hefur
styst svo um munar eftir
að Landeyjahöfn var tekin
í notkun. Hins vegar er
gaman að njóta Heimaeyj-
ar á hjóli. Reiðhjól er hægt
að leigja á tveimur stöðum í
bænum, við Eymundsson og
hjá Ribsafari.
4. Skansinn
Virki Vestmannaeyinga,
Skansinn, gegnir sögulegu
hlutverki í Eyjum. Það var
endurbyggt eftir Tyrkja-
ránið en á þessum slóðum
voru mannvirki og verslun-
arhús sem fóru undir hraun
í gosinu 1973. Í dag er þar
fallegt útivistarsvæði þar
sem sjá má Landlyst, annað
elsta hús Vestmannaeyinga
sem nú hýsir safn lækninga-
áhalda, norsku stafkirkjuna
og gamla hafnargarðinn
Hringkersgarð.
5. Herjólfsdalur
Landsmenn þekkja Herj-
ólfsdal flestir ef ekki allir
út af Þjóðhátíð, hinni árlegu
hátíð sem haldin er þar um
verslunarmannahelgina.
Þangað er hins vegar til-
valið að fara allt sumarið,
tjalda og njóta lífsins í dal
sem reyndar er hvorki stór
né djúpur en á sér mikla
sögu sem útivistarsvæði
Eyjamanna.
6. Gönguferðir
Fjölmargar skemmtilegar
gönguferðir er að finna í
Vestmannaeyjum. Ómiss-
andi er að fara upp á Heima-
klett sem er ekki erfið leið
en þó verður að fara með
varúð upp á fjallið. Þægi-
leg ganga er á Eldfell og þá
er hægt að ganga Haugana
sem eru sunnan við Eldfell-
ið og gengið út á nýja hraun-
ið eftir göngustíg og þaðan
inn í Páskahelli. Hellirinn
er nokkrir metrar á lengd
og göngustígurinn gengur til
norðurs úr hellinum þar sem
hægt er að ganga með Eld-
fellinu til norðurs og svo til
vesturs, þar til hringurinn
er kominn. Þá ber þess að
geta að göngustígur er með
öllum Hamrinum vestast á
Heimaey, stígurinn liggur
alveg suður í Klauf og þaðan
áfram suður á Stórhöfða.
Heillandi heim-
ur úti í Eyjum
Ferðalangar verða ekki sviknir af heimsókn út í Vestmannaeyjar,
fögur náttúra og fjölbreytt afþreying bíður ferðalanga sem koma í
eyjarnar. Fréttablaðið sækir Eyjar heim.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR B. FRIÐRIKSSON
Matur
Veitingahúsaflóran
hefur blómstrað í
Vestmannaeyjum
undanfarin ár. Senn
líður að því að
Slippurinn verði
opnaður en svo
nefnist veitingastaður
sem verður opnaður
í næstu viku í gamla
Magnahúsinu. Hægt
er að fylgjast með
framkvæmdum og
fréttum á Facebook-
síðu staðarins.
Þar fyrir utan eru
fjölmargir stærri og
smærri veitingastaðir
í Vestmannaeyjum,
sjá http://www.
vestmannaeyjar.is/is/
page/veitingastadir.
Söfn
Nokkur áhugaverð
söfn eru í Eyjum.
Fyrst skal nefna Nátt-
úrugripasafnið þar
sem sjá má lifandi
fiska. Surtseyjarstofa
er þar líka og þar
má sjá hvernig eyjan
varð til í gosinu sem
varði frá 1963-1967.
Byggðasafn er í
Vestmannaeyjum og
bókasafn, og í fram-
tíðinni er áætlað að
hafa Eldheima þar
sem grafin verða
upp hús og byggt
yfir þau. Nú þegar
er búið að moka
frá nokkrum
húsum og
hægt að virða
þau fyrir sér.
Viðburðir
Um næstu helgi
verður Goslokahátíð
haldin í Eyjum.
Hátíðin hefst raunar
fimmtudaginn 5. júlí.
Mikið er um að vera
alla hátíðardagana
eins og sjá má á
síðunni www.vest-
mannaeyjar.is. Fyrir
utan Goslokahátíð
verður hin lands-
þekkta Þjóðhátíð
haldin um verslunar-
mannahelgina
og þá er
bryggju-
dagur ÍBV
haldinn 21.
júlí.
Bylgjulestin
Bylgjulestin verður á
ferðinni í sumar eins
og undanfarin sumur.
Þann 7. júlí næst-
komandi verður hún
í Vestmannaeyjum.
Hemmi Gunn er
lestarstjóri Bylgju-
lestarinnar og honum
við hlið er hin fjöruga
Svansí. Þau stýra
þættinum Ævintýra-
eyjunni á Bylgjunni á
laugardögum milli 13
og 16. Í Bylgjulestinni
er hljóðnemum beint
að fólkinu sem býr
í bæjunum, fólkinu
sem er að ferðast
um landið og kíkir í
heimsókn, og reynt
að koma stemning-
unni áfram til allra
hinna sem eiga ekki
heimangengt.
SÆLKERAR OG SÖGUFRÓÐIR
2
4
6
1
3
5