Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 87
30. júní 2012 LAUGARDAGUR44
sport@frettabladid.is
Kolbeinn Tumi Daðason íþróttafréttamaður
JÓN MARGEIR SVERRISSON , sundkappi úr Fjölni, vann sín önnur gullverðlaun á Opna þýska meistaramótinu í
sundi í gær. Jón Margeir kom fyrstur í mark í 800 metra skriðsundi í gær og 200 metra skriðsundi í fyrradag. Jón Margeir
keppir í S14 flokki þroskahamlaðra en hann setti Íslandsmet í báðum greinum. Tími hans í 800 metra skriðsundinu er sá
besti sem náðst hefur í heiminum.
1-0 Ian Jeffs (75.), 2-0 Tonny Mawejje (79.)
Skot (á mark): 12(6) - 6(2)
Varin skot: Abel 1 - Ásgeir Þór 4
ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 7 - George Baldcock 6,
Brynjar Gauti Guðjónsson 8*, Rasmus Christian-
sen 7, Matt Garner 6 - Víðir Þorvarðarson 7 (63.
Ian Jeffs 7), Guðmundur Þórarinsson 7, Þórarnin
Ingi Valdimarsson 7 - Tonny Mawejje 7, Tryggvi
Guðmundsson 7, Christian Olsen 6 (86. Gunnar
Már Guðmundsson -)
VALUR (4-4-2): Ásgeir Þór Magnússon 6 - Brynjar
Kristmundsson 5, Atli Sveinn Þórarinsson 6, Hall-
dór Kristinn Halldórsson 6, Úlfar Hrafn Pálsson 6 -
Matthías Guðmundsson 5 (86. Andri Fannar Stef-
ánsson -), Ásgeir Þór Ingólfsson 5, Guðjón Pétur
Lýðsson 6, Rúnar Már Sigurjónsson 6 - Kolbeinn
Kárason 6, Hörður Sveinsson 5 (68. Kristinn Freyr
Sigurðsson 5) * MAÐUR LEIKSINS
Hásteinsvöllur, áhorf.: 603 Erlendur Eiríksson (7)
2-0
SKOTFIMI „Ég átti í rauninni ekki
lengur von á þessu. Ég bjóst við
svari í síðasta lagi fyrir einni
til tveimur vikum. Ég vissi að
það væri pínu möguleiki en ekki
mikill. Ég var eiginlega búinn að
afskrifa þetta,“ segir Ásgeir en
gjaldkeri Skotíþróttasambandsins
tilkynnti honum tíðindin í símtali
á miðvikudag.
„Ég fékk miklu meira sjokk en
ég átti von á. Ég hélt ég yrði pollró-
legur við þessar fréttir en þetta
varð allt saman miklu stærra eftir
að maður komst inn,“ segir Ásgeir
sem ætlaði ásamt vini sínum í New
York-reisu þar sem bróðir hans
býr.
„Það frestast um nokkrar
vikur,“ segir Ásgeir.
Enn þá í grunnskólanum
Ásgeir hafði áður náð
Ólympíulágmarki í
loftskammbyssu sem
tryggði honum þó ekki
sæti á leikunum þar
sem fjöldi þátttakenda
er takmarkaður. Eftir
að honum var úthlutað
sætinu í frjálsri skamm-
byssu öðlast hann hins
vegar einnig þátttöku-
rétt í loftskamm-
byssu.
Ásgeir segist hafa haldið sér vel
við undanfarnar vikur og hafa sem
betur fer ekki verið búinn að taka
sér æfingahlé.
„Æfingarnar undanfar-
ið hafa verið aðeins styttri
til að nýta góða veðrið. Ég
æfi kannski meira núna,
verð harðari við mig,“ sagði
Ásgeir sem segir Ólympíu-
leikana verða frábær reynsla
fyrir sig.
„Ég hugsa þetta svo-
lítið lengra fram í tím-
ann en þessa Ólymp-
íuleika. Ég á langt
í land með að verða jafnreynslu-
mikill og helstu kempurnar í dag,“
segir Ásgeir en flestir keppendur
í skotfimi á leikunum eru atvinnu-
menn að hans sögn.
„Þetta er svo rosalega mikið
reynslusport. Ég er að keppa við
menn sem hafa verið að skjóta við
bestu aðstæður í tugi ára,“ segir
Ásgeir sem segist vera rétt að
byrja. Hann vill þó ekki ganga svo
langt að segja að hann sé á leik-
skólaaldri í skotfiminni.
„Ég er að minnsta kosti ennþá
í grunnskólanum,“ segir Ásgeir
hlæjandi. - ktd
New York-ferðinni frestað
Skotfimikappanum Ásgeiri Sigurgeirssyni úr Skotfélagi Reykjavíkur var í vik-
unni úthlutað sæti í frjálsri skammbyssu á Ólympíuleikunum í London. Ásgeir
verður fyrsti Íslendingurinn sem keppir í skammbyssugrein á leikunum.
RÉTT AÐ BYRJA Ásgeir er spenntur fyrir Ólympíuleikunum en hugsar þó lengra fram í
tímann. Hann er 27 ára sem hann segir ungan aldur í íþróttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Að spila fyrir íslenska landsliðið í handknatt-
leik er draumur. Að upplifa stoltið og pressuna
sem fylgir bláa búningnum, og stundum þeim
rauða, sem íslenska þjóðin sameinast svo
gjarnan um. Þvílíkur heiður og ánægja sem því
hlýtur að fylgja. Þegar vel gengur.
Rúnar Kárason var farinn að venjast tilfinn-
ingunni. Hægri skyttan stóð sig vel í stærstu
verkefnum landsliðsins á árinu, Evrópumótinu
í Serbíu og umspilsleikjunum um sæti á
Ólympíuleikunum í London. Fram undan leikir
gegn Hollandi um laust sæti á HM í janúar.
„Ef ég fæ tækifærið á móti Hollandi þarf ég
klárlega að nýta það enda fer hver að verða
síðastur að tryggja sæti sitt í Ólympíuhópnum,“
sagði stórskyttan nokkrum dögum áður en
hörmungarnar dundu yfir. Slæm lending, slitið
krossband og fjarvera frá handboltavellinum í
6-8 mánuði.
„Það væri algjör draumur að fá að spila
á Ólympíuleikum með þessum snillingum
hérna,“ hafði Rúnar sagt en ljóst er að sá
draumur verður ekki að veruleika fyrr en að
minnst rúmum fjórum árum liðnum.
Eftir tvo sigra á Hollendingum hefja strákarn-
ir okkar æfingar fyrir Ólympíuleikana á mánu-
daginn. Æft verður tvisvar á dag og spilaðir
æfingaleikir. Allt á að vera klárt þegar blásið
verður til leiks í London. Þegar upp verður
staðið hafa Ólympíufararnir varið átta vikum af
sumarfríi sínu með landsliðinu. Fjárhagslegur
ávinningur strákanna er enginn og áhættan
sem tekin er, með stífum æfingum þegar
líkaminn öskrar á hvíld að loknu löngu tímabili,
er mikil. Líkaminn er atvinnutæki íþrótta-
mannsins. Frammistaða Rúnars með
Bergischer HC á afstaðinni leiktíð
fór ekki fram hjá forráðamönnum
Grosswallstadt sem nýverið gengu
frá samningi við Rúnar. „Ég er í mínu
besta formi,“ sagði Framarinn 24 ára
rétt áður en krossbandið slitnaði.
Sagan segir að Rúnar geti jafnað
sig á sex til átta mán-
uðum. Hvenær og hvort
snerpan, finturnar og
skotvissan koma
aftur er ómögulegt
að segja. Allt fyrir
land og þjóð.
Áhætta fyrir land og þjóð
FÓTBOLTI Heims- og Evrópumeist-
arar Spánverja geta náð sögu-
legri þrennu þegar þeir mæta
Ítölum í úrslitaleik EM á morgun
en engri Evrópuþjóð hefur tekist
að vinna þrjú stórmót í röð. Þjóð-
verjar og Frakkar áttu möguleika
á þessu á sínum tíma en tókst
ekki að klára þrennuna. Þýska-
land tapaði í vítakeppni fyrir
Tékkóslóvakíu í úrslitaleiknum
á EM 1976 eftir að hafa unnið
EM 1972 og HM 1974 en Frakkar
duttu út í riðlakeppni á HM 2002
eftir að hafa unnið HM 1998 og
EM 2000.
Spánn og Ítalía mættust í
fyrsta leik sínum í Evrópumótinu
en Cesc Fàbregas tryggði þá
spænska liðinu 1-1 jafntefli eftir
að Antonio Di Natale hafði komið
Ítölum yfir. Ítalar stilltu þá upp í
kerfinu 3-5-2 en hafa spilað 4-3-
1-2 kerfið í síðustu leikjum og
því er von á ólíkum leik en fyrir
þremur vikum.
Spánverjar hafa unnið alla þrjá
úrslitaleiki sína á stórmótum (EM
1964, EM 2008 og HM 2010) en
það eru liðin 44 ár síðan að Ítalir
unnu sinn fyrsta og eina Evrópu-
titil 1968. Ítalir töpuðu síðan fyrir
Frökkum í úrslitaleik EM 2000.
Leikurinn fer fram á Ólympíu-
leikvanginum í Kiev og hefst
klukkan 18.45 á morgun. - óój
Úrslitaleikur EM er á morgun:
Endurskrifar
Spánn söguna?
MEISTRARAR 2008 Casillas getur lyft
bikarnum aftur á morgun.
NORDICPHOTOS/GETTY
Borgunarbikar kvenna
Höttur - Valur 0-7
Mörk Vals: Hildur Antonsdóttir 2, Dóra María
Lárusdóttir, Elín Metta Jensen, Svava Rós Guð-
mundsdóttir, Rakel Logad. og Dagný Brynjarsd.
KR - HK/Víkingur 5-1
Mörk KR: Katelyn Ruhe 2, Agnes Þóra Árnadóttir,
Liz Carroll, Lijla Dögg Valþórsdóttir
Mark HK/Víkings: Árnína Björt Heimisdóttir
Fylkir - Haukar 12-0
Mörk Fylkis: Anna Björg Björnsdóttir 2, Lovísa Sól-
veig Erlingsdóttir 2, Margrét Björg Ástvaldsdóttir
2, Rúna Sif Stefánsdóttir 2, Rut Kristjánsdóttir, Eva
Núra Abrahamsdóttir, Hrafnhildur Hekla Eiríks-
dóttir, Hanna María Jóhannsdóttir.
Selfoss - FH 1-6
Mark Selfoss: Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Mörk FH: Bryndís Jóhannesdóttir 3, Sigrún Ella
Einarsdóttir 2, Guðrún Bentína Frímannsdóttir.
Leikir dagsins klukkan 14:
Keflavík - Þór/KA Kl.14
Afturelding - ÍA Kl.14
Stjarnan - Fjölnir Kl.14
ÚRSLIT
FÓTBOLTI ÍBV stimplaði sig inn í
toppbaráttuna í Pepsi-deild karla
í kvöld með 2-0 sigri gegn Val á
Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Þetta var fjórði sigurleikur ÍBV í
röð og liðið var mjög sannfærandi
gegn Valsmönnum. Varamaður-
inn Ian Jeffs, sem hóf leik á vara-
mannabekknum vegna veikinda,
náði að brjóta varnarmúr Vals
niður með marki á 75. mínútu
og aðeins fjórum mínútum síðar
tryggði Tonny Mawejje sigurinn
með flottu langskoti.
Valsmenn byrjuðu leikinn af
miklum krafti og voru til alls lík-
legir í fyrri hálfleik – og þá sér-
staklega fyrstu tuttugu mínúturn-
ar. Liðið lék að þessu sinni með
tvo framherja og Kolbeinn Kára-
son var alltaf líklegur til þess að
skora. Hann átti frábært skot á 39.
mínútu sem Abel Dharia, mark-
vörður ÍBV, varði glæsilega.
„Ég taldi að boltinn væri að fara
efst í markhornið en Abel er með
langar hendur og stekkur hátt,
hann varði þetta vel,“ sagði Kol-
beinn eftir leikinn.
„Það er fín stemning í liðinu
þrátt fyrir erfið úrslit að undan-
förnu og við vitum að það er hægt
að gera betur,“ bætti hann við.
„Varnarleikur liðsins er alltaf að
verða betri og betri. Ég man eftir
tveimur færum sem Valsmenn
fengu gegn okkur en annars var
engin hætta. Við erum á góðu róli
núna eftir skelfilega byrjun en það
er nóg eftir af þessu móti. Það er
ekki langt síðan við vorum næst
neðstir með tvö stig og það getur
margt gerst á næstu vikum,“ sagði
Brynjar Gauti Guðjónsson, varn-
armaður ÍBV, sem átti fínan leik í
hjarta varnarinnar.
Með sigrinum lyftu Eyjamenn
sér upp í þriðja sæti Pepsi-deild-
arinnar en hafa þó leikið einum
leik meira en önnur lið. ÍBV hefur
14 stig, jafnmörg og Skagamenn en
mun betra markahlutfall. - seth
Tvö mörk á fjórum mínútum seint í síðari hálfleik tryggðu Eyjamönnum 2-0 sigur á Valsmönnum í Eyjum:
Eyjamenn halda áfram að minna á sig
INN Í LIÐIÐ Á SÍÐUSTU STUNDU Tonny Mawejje kom inn í byrjunarliðið á síðustu
stundu vegna veikinda Ian Jeffs og skoraði sitt annað mark í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HANDBOLTI Handboltamaðurinn
Ólafur Guðmundsson hefur samið
við sænska úrvalsdeildarfélagið
IFK Kristianstad. Ólafur kemur
frá danska stórliðinu AG Kaup-
mannahöfn en hann var í láni hjá
Nordsjælland á síðustu leiktíð.
„Hann hefur með frammistöðu
sinni með Nordsjælland sýnt að
við höfðum rétt fyrir okkur um
hæfileika hans. Samkeppnin hjá
AGK er svo hörð að hann hefði
ekki fengið nægan leiktíma til
þess að blómstra,“ segir Sören
Coldin íþróttastjóri AGK á heima-
síðu félagsins.
AGK hefur þó tryggt sér kaup-
réttinn á Ólafi sem félagið hyggst
notfæra sér haldi hann áfram að
taka framförum.
Ólafur gekkst undir aðgerð
á öxl í apríl og hefur verið frá
æfingum síðan. - ktd
Vistaskipti Ólafs Guðmunds:
Meiri spiltími
hjá Kristianstad
HAFNFIRÐINGUR Ólafur varð Íslands-
meistari með FH 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM